Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar 21. janúar 2026 10:17 Undanfarna daga hefur umræðan sérstaklega snúist um menntamál. Það er eðlilegt, menntun snertir okkur öll og allir mega hafa skoðun á henni. En þegar umræðan verður einhliða svartsýn missum við sjónar á heildarmyndinni. Við gleymum því að í menntakerfinu eru ekki aðeins áskoranir, heldur einnig vel menntað fólk sem mætir nemendum af fagmennsku, nemendur sem blómstra og skólasamfélög sem vinna kraftaverk við krefjandi aðstæður. Stöðug neikvæð orðræða hefur raunverulegar afleiðingar. Hún grefur undan trausti – ekki aðeins til stjórnvalda eða stofnana, heldur líka hvers okkar til annars. Hún skapar tilfinningu um að ekkert skipti máli og að ekkert virki. Hún dregur úr þátttöku, frumkvæði og von. Og það sem er kannski alvarlegast: hún kennir börnum okkar að samfélagið þeirra sé fyrst og fremst vandamál, en ekki sameiginlegt verkefni sem þau eru hluti af. Íslenskt samfélag er ekki fullkomið. Við stöndum frammi fyrir raunverulegum áskorunum, en við erum líka samfélag með sterkar stoðir. Samfélag þar sem fólk sýnir samstöðu í verki, þar sem sjálfboðaliðar halda uppi íþróttafélögum og þar sem kennarar og heilbrigðisstarfsfólk mætir á hverjum degi til að gera sitt besta, oft við mjög krefjandi aðstæður. Að benda á þetta er ekki bjartsýni, heldur raunsæi. Heilbrigð orðræða felst ekki í því að fegra veruleikann, heldur að varpa á hann ljósi. Orð skipta máli og það hvernig við tölum um samfélagið mótar hvernig fólk upplifir það. Við þurfum orðræðu sem dregur fólk með í vegferðina, ekki frá henni. Orðræðu sem sameinar frekar en að sundra, viðurkennir áskoranir en gleymir ekki styrkleikunum. Þannig byggjum við upp traust, styrkjum lýðræðið og tryggjum að Ísland verði áfram samfélag þar sem fólk trúir á framtíðina – saman. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra Sigurðardóttir Skóla- og menntamál Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur umræðan sérstaklega snúist um menntamál. Það er eðlilegt, menntun snertir okkur öll og allir mega hafa skoðun á henni. En þegar umræðan verður einhliða svartsýn missum við sjónar á heildarmyndinni. Við gleymum því að í menntakerfinu eru ekki aðeins áskoranir, heldur einnig vel menntað fólk sem mætir nemendum af fagmennsku, nemendur sem blómstra og skólasamfélög sem vinna kraftaverk við krefjandi aðstæður. Stöðug neikvæð orðræða hefur raunverulegar afleiðingar. Hún grefur undan trausti – ekki aðeins til stjórnvalda eða stofnana, heldur líka hvers okkar til annars. Hún skapar tilfinningu um að ekkert skipti máli og að ekkert virki. Hún dregur úr þátttöku, frumkvæði og von. Og það sem er kannski alvarlegast: hún kennir börnum okkar að samfélagið þeirra sé fyrst og fremst vandamál, en ekki sameiginlegt verkefni sem þau eru hluti af. Íslenskt samfélag er ekki fullkomið. Við stöndum frammi fyrir raunverulegum áskorunum, en við erum líka samfélag með sterkar stoðir. Samfélag þar sem fólk sýnir samstöðu í verki, þar sem sjálfboðaliðar halda uppi íþróttafélögum og þar sem kennarar og heilbrigðisstarfsfólk mætir á hverjum degi til að gera sitt besta, oft við mjög krefjandi aðstæður. Að benda á þetta er ekki bjartsýni, heldur raunsæi. Heilbrigð orðræða felst ekki í því að fegra veruleikann, heldur að varpa á hann ljósi. Orð skipta máli og það hvernig við tölum um samfélagið mótar hvernig fólk upplifir það. Við þurfum orðræðu sem dregur fólk með í vegferðina, ekki frá henni. Orðræðu sem sameinar frekar en að sundra, viðurkennir áskoranir en gleymir ekki styrkleikunum. Þannig byggjum við upp traust, styrkjum lýðræðið og tryggjum að Ísland verði áfram samfélag þar sem fólk trúir á framtíðina – saman. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun