Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar 21. janúar 2026 08:32 Stemmningin í höfuðborginni gefur tóninn í lífi hverrar þjóðar. Ríki þar hefðbundin stórkallamenning líða byggðir landsins undan því. Sé lögð áhersla á lipurt og margslungið borgarlíf breiðist jákvæðni um héruð. Ég var orðinn vandræðalega gamall þegar ég uppgötvaði að hver einasta manneskja sem ég hitti er kennari minn. Ekki svo að mér hafi tekist að lifa samkvæmt því síðan. En ég er alltaf að reyna. Mig langar að lifa í landi þar sem ákvarðanir eru teknar af mörgum sjónarhólum í einu. Ég þrái að barnabörnin mín erfi þjóðfélag þar sem fólk ræðist við til að læra hvert af öðru. Ég kýs sem sagt mósaík í stað skautunar. Víðóma ástand þar sem samráð er æft og iðkað svo skilningur vaxi fram og fólk finni sig heima í eigin landi. Það er lang best. Á þessum tímum, þegar tryllt valdagirnd ræður för á alþjóðasviðinu og almenningur um allan heim er óttasleginn, er mikilvægt að við köllum til verka stjórnmálafólk sem kann að dreifa valdi í stað þess að safnað því. Það var næmt hjá höfundum áramótaskaupsins að varpa Heiðu Björgu Hilmisdóttur upp sem borgarstjóranum sem enginn man hvað heitir. Það segir mjög mikið um áherslur hennar sem leiðtoga. Heiða hefur ekki sjálfa sig að markmiði en er með hugann við verkefnin sem henni eru falin. Ég hef þekkt Heiðu Björg árum saman og er feginn að sjá hvað hún er sjálfri sér lík með sinn vakandi huga og hlýja hjarta þegar hún nú kynnir sig til leiks í prófkjöri Samfylkingarinnar. Í mínum huga ber Heiða Björg af sem borgarstjóraefni á þessu vori. Fram undan eru miklar mannabreytingar hjá Samfylkingunni í Reykjavík og mikilvægt að halda í reynsluríka persónu eins og hana. Heiða hefur uppsafnaða pólitíska þekkingu, innsæi í aðstæður og getu til að halda utan um flóknar sviðmyndir án þess að styðjast við einstrengingshátt. Vegna reynslu sinnar kann hún að halda ró og bíða átekta. Fremur en að hanna atburðarás eða reyna að poppa upp stemmningu miðlar hún velvilja og virðingu í opnu samtali. Hún styðst ekki við klæki en hugsar í lausnum. Hún hlustar á raddirnar í kringum sig en hvikar ekki af grundvelli jafnaðarstefnunnar. Þetta eru í mínum huga langþróaðir kostir sem gott er að eiga í einum borgarstjóra. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samfylkingin Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stemmningin í höfuðborginni gefur tóninn í lífi hverrar þjóðar. Ríki þar hefðbundin stórkallamenning líða byggðir landsins undan því. Sé lögð áhersla á lipurt og margslungið borgarlíf breiðist jákvæðni um héruð. Ég var orðinn vandræðalega gamall þegar ég uppgötvaði að hver einasta manneskja sem ég hitti er kennari minn. Ekki svo að mér hafi tekist að lifa samkvæmt því síðan. En ég er alltaf að reyna. Mig langar að lifa í landi þar sem ákvarðanir eru teknar af mörgum sjónarhólum í einu. Ég þrái að barnabörnin mín erfi þjóðfélag þar sem fólk ræðist við til að læra hvert af öðru. Ég kýs sem sagt mósaík í stað skautunar. Víðóma ástand þar sem samráð er æft og iðkað svo skilningur vaxi fram og fólk finni sig heima í eigin landi. Það er lang best. Á þessum tímum, þegar tryllt valdagirnd ræður för á alþjóðasviðinu og almenningur um allan heim er óttasleginn, er mikilvægt að við köllum til verka stjórnmálafólk sem kann að dreifa valdi í stað þess að safnað því. Það var næmt hjá höfundum áramótaskaupsins að varpa Heiðu Björgu Hilmisdóttur upp sem borgarstjóranum sem enginn man hvað heitir. Það segir mjög mikið um áherslur hennar sem leiðtoga. Heiða hefur ekki sjálfa sig að markmiði en er með hugann við verkefnin sem henni eru falin. Ég hef þekkt Heiðu Björg árum saman og er feginn að sjá hvað hún er sjálfri sér lík með sinn vakandi huga og hlýja hjarta þegar hún nú kynnir sig til leiks í prófkjöri Samfylkingarinnar. Í mínum huga ber Heiða Björg af sem borgarstjóraefni á þessu vori. Fram undan eru miklar mannabreytingar hjá Samfylkingunni í Reykjavík og mikilvægt að halda í reynsluríka persónu eins og hana. Heiða hefur uppsafnaða pólitíska þekkingu, innsæi í aðstæður og getu til að halda utan um flóknar sviðmyndir án þess að styðjast við einstrengingshátt. Vegna reynslu sinnar kann hún að halda ró og bíða átekta. Fremur en að hanna atburðarás eða reyna að poppa upp stemmningu miðlar hún velvilja og virðingu í opnu samtali. Hún styðst ekki við klæki en hugsar í lausnum. Hún hlustar á raddirnar í kringum sig en hvikar ekki af grundvelli jafnaðarstefnunnar. Þetta eru í mínum huga langþróaðir kostir sem gott er að eiga í einum borgarstjóra. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun