Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar 21. janúar 2026 08:01 Í umræðu um dánaraðstoð heyrum við því stundum fleygt að ef fólk er veikt og vill ekki lifa lengur geti það „bara framið sjálfsvíg“. Slík einföldun er ekki aðeins villandi heldur dregur hún úr skilningi á aðstæðum fólks með ólæknandi sjúkdóma sem upplifir óbærilegar þjáningar. Dánaraðstoð og sjálfsvíg eru ekki sambærilegir hlutir, enda eiga þau rætur í gjörólíkum aðstæðum, upplifun og valkostum. Ólíkar athafnir, ólíkur tilgangur Beiðni um að flýta fyrir andláti vegna lífsógnandi sjúkdóms eða óbærilegra þjáninga er á engan hátt hægt að jafna við sjálfsvíg, sem er alltaf harmsaga og mikið áfall. Meginmarkmið einstaklings sem óskar eftir dánaraðstoð er að stytta kvöl síðustu stunda lífsins og finna persónulega reisn í yfirvofandi brottför úr þessum heimi. Sem dæmi um aðstæður sem varða dánaraðstoð, er þá sanngjarnt eða rétt að nota orðið sjálfsvíg þegar sárkvalinn 76 ára einstaklingur með ólæknandi briskrabbamein vill stytta líf sitt um nokkrar vikur? Um er að ræða mjög ólíkar athafnir, bæði siðferðilega og tilfinningalega. Munurinn snýr ekki aðeins að verknaðinum sjálfum, heldur að tilgangi, ferli, ábyrgð og afleiðingum. Hann birtist m.a. á eftirfarandi hátt: Tilgangur, samhengi og tími eru ólík. Sjálfsvíg felur í sér að binda enda á líf sem hefði getað haldið áfram. Dánaraðstoð á sér hins vegar stað þegar dauðinn er fyrirsjáanlegur og óhjákvæmilegur, læknisfræðileg úrræði hafa verið fullreynd og markmiðið er ekki lækning heldur að binda enda á þjáningu í lok lífs. Hlutverk heilbrigðiskerfisins er ólíkt. Við sjálfsvígshugsanir er hlutverk heilbrigðisstarfsfólks að grípa inn í og vernda líf. Við dánaraðstoð er ábyrgðin hins vegar sameiginleg og ferlið rammað inn af lögum, faglegu mati og læknisfræðilegu eftirliti, þar sem sjálfræði einstaklings sem er að deyja er metið og virt. Ákvörðunartökuferlið er gjörólíkt. Sjálfsvíg er oft tengt bráðri krísu, skertri dómgreind eða tímabundnu ástandi. Beiðni um dánaraðstoð byggir hins vegar á yfirveguðu, ígrunduðu og viðvarandi ferli sem er endurmetið ítrekað og er aldrei skyndiákvörðun. Framkvæmdin er ólík. Sjálfsvíg getur verið ofbeldisfullt, ófyrirsjáanlegt og sársaukafullt. Dánaraðstoð fer hins vegar fram með viðeigandi lyfjum sem tryggja friðsælan dauða. Félagslegar og tilfinningalegar afleiðingar eru ólíkar. Sjálfsvíg leggur gjarnan þunga byrði á aðstandendur, sem geta upplifað höfnun, sektarkennd, reiði og skömm. Ótímabært andlát skilur eftir sig erfiðar spurningar sem oft fást engin svör við. Dánaraðstoð fer hins vegar fram innan ramma heilbrigðiskerfisins og aðstandendur geta verið hluti af ferlinu. Sjálfræði birtist með ólíkum hætti. Í sjálfsvígstilfellum er sjálfræði oft skert af sálrænum vanda, örvæntingu eða félagslegum aðstæðum. Í dánaraðstoð er sjálfræði skilgreint, metið og verndað með ströngum skilyrðum og faglegu mati. Tengsl og nærvera í lok lífs eru ekki þau sömu. Ólíkt flestum sjálfsvígstilfellum deyr sá sem fær dánaraðstoð ekki einn, heldur í faðmi fjölskyldu og vina, á þeim stað og á þann hátt sem hann kýs. Opinská samtöl við aðstandendur eru algeng og læknar leggja ríka áherslu á upplýsingagjöf og sátt í ferlinu. Orðræða og merking hafa áhrif á fólk sem er deyjandi. Að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg getur aukið skömm, þögn og einangrun meðal alvarlega veikra einstaklinga og gert þeim erfiðara að ræða óskir sínar opinskátt við aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk. Dánaraðstoð og sorgarferlið Rannsóknir frá Hollandi og Oregon-fylki í Bandaríkjunum sýna að nánustu aðstandendur krabbameinssjúkra sem fengu dánaraðstoð upplifðu vægari sorgareinkenni og minni áfallastreitu. Það var þeim huggun í harmi að ástvinur þeirra skuli hafa fengið að stjórna ferðinni sjálfur og deyja á eigin forsendum. Það reyndist þeim mikilvægt í sorgarferlinu að fá að vera viðstaddir andlátið, kveðja í ró og næði og eiga samtöl sem annars hefðu ekki átt sér stað. Sumir aðstandendur töldu að opinská umræða um dauðann hefði auðveldað þeim að horfast í augu við og sættast við yfirvofandi missi. Aðrir nefndu þakklæti fyrir tækifærið til að gera upp ágreining eða rifja upp dýrmætar minningar. Þegar þjáningin ein er eftir Dánaraðstoð og sjálfsvíg eru ekki sambærileg fyrirbæri. Þau eru ólík hugmyndafræðilega, læknisfræðilega, siðferðilega og lagalega. Flestir þeirra sem fá dánaraðstoð eru langt leiddir af ólæknandi sjúkdómum og hafa upplifað það versta sem lífið hefur upp á að bjóða. Dánaraðstoð gefur þeim tækifæri til að endurheimta mannlega reisn og binda enda á tilgangslausar þjáningar. Þegar lækning er ekki handan við hornið og þjáningin ein eftir gefur dánaraðstoð fólki tækifæri til að viðhalda mannlegri reisn og hafa raunverulegt val um hvernig síðustu kaflar lífsins eru skrifaðir. Þetta snýst ekki um dauðann heldur um lífið, reisnina og valið þegar engar aðrar leiðir eru færar. Greinarhöfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um dánaraðstoð heyrum við því stundum fleygt að ef fólk er veikt og vill ekki lifa lengur geti það „bara framið sjálfsvíg“. Slík einföldun er ekki aðeins villandi heldur dregur hún úr skilningi á aðstæðum fólks með ólæknandi sjúkdóma sem upplifir óbærilegar þjáningar. Dánaraðstoð og sjálfsvíg eru ekki sambærilegir hlutir, enda eiga þau rætur í gjörólíkum aðstæðum, upplifun og valkostum. Ólíkar athafnir, ólíkur tilgangur Beiðni um að flýta fyrir andláti vegna lífsógnandi sjúkdóms eða óbærilegra þjáninga er á engan hátt hægt að jafna við sjálfsvíg, sem er alltaf harmsaga og mikið áfall. Meginmarkmið einstaklings sem óskar eftir dánaraðstoð er að stytta kvöl síðustu stunda lífsins og finna persónulega reisn í yfirvofandi brottför úr þessum heimi. Sem dæmi um aðstæður sem varða dánaraðstoð, er þá sanngjarnt eða rétt að nota orðið sjálfsvíg þegar sárkvalinn 76 ára einstaklingur með ólæknandi briskrabbamein vill stytta líf sitt um nokkrar vikur? Um er að ræða mjög ólíkar athafnir, bæði siðferðilega og tilfinningalega. Munurinn snýr ekki aðeins að verknaðinum sjálfum, heldur að tilgangi, ferli, ábyrgð og afleiðingum. Hann birtist m.a. á eftirfarandi hátt: Tilgangur, samhengi og tími eru ólík. Sjálfsvíg felur í sér að binda enda á líf sem hefði getað haldið áfram. Dánaraðstoð á sér hins vegar stað þegar dauðinn er fyrirsjáanlegur og óhjákvæmilegur, læknisfræðileg úrræði hafa verið fullreynd og markmiðið er ekki lækning heldur að binda enda á þjáningu í lok lífs. Hlutverk heilbrigðiskerfisins er ólíkt. Við sjálfsvígshugsanir er hlutverk heilbrigðisstarfsfólks að grípa inn í og vernda líf. Við dánaraðstoð er ábyrgðin hins vegar sameiginleg og ferlið rammað inn af lögum, faglegu mati og læknisfræðilegu eftirliti, þar sem sjálfræði einstaklings sem er að deyja er metið og virt. Ákvörðunartökuferlið er gjörólíkt. Sjálfsvíg er oft tengt bráðri krísu, skertri dómgreind eða tímabundnu ástandi. Beiðni um dánaraðstoð byggir hins vegar á yfirveguðu, ígrunduðu og viðvarandi ferli sem er endurmetið ítrekað og er aldrei skyndiákvörðun. Framkvæmdin er ólík. Sjálfsvíg getur verið ofbeldisfullt, ófyrirsjáanlegt og sársaukafullt. Dánaraðstoð fer hins vegar fram með viðeigandi lyfjum sem tryggja friðsælan dauða. Félagslegar og tilfinningalegar afleiðingar eru ólíkar. Sjálfsvíg leggur gjarnan þunga byrði á aðstandendur, sem geta upplifað höfnun, sektarkennd, reiði og skömm. Ótímabært andlát skilur eftir sig erfiðar spurningar sem oft fást engin svör við. Dánaraðstoð fer hins vegar fram innan ramma heilbrigðiskerfisins og aðstandendur geta verið hluti af ferlinu. Sjálfræði birtist með ólíkum hætti. Í sjálfsvígstilfellum er sjálfræði oft skert af sálrænum vanda, örvæntingu eða félagslegum aðstæðum. Í dánaraðstoð er sjálfræði skilgreint, metið og verndað með ströngum skilyrðum og faglegu mati. Tengsl og nærvera í lok lífs eru ekki þau sömu. Ólíkt flestum sjálfsvígstilfellum deyr sá sem fær dánaraðstoð ekki einn, heldur í faðmi fjölskyldu og vina, á þeim stað og á þann hátt sem hann kýs. Opinská samtöl við aðstandendur eru algeng og læknar leggja ríka áherslu á upplýsingagjöf og sátt í ferlinu. Orðræða og merking hafa áhrif á fólk sem er deyjandi. Að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg getur aukið skömm, þögn og einangrun meðal alvarlega veikra einstaklinga og gert þeim erfiðara að ræða óskir sínar opinskátt við aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk. Dánaraðstoð og sorgarferlið Rannsóknir frá Hollandi og Oregon-fylki í Bandaríkjunum sýna að nánustu aðstandendur krabbameinssjúkra sem fengu dánaraðstoð upplifðu vægari sorgareinkenni og minni áfallastreitu. Það var þeim huggun í harmi að ástvinur þeirra skuli hafa fengið að stjórna ferðinni sjálfur og deyja á eigin forsendum. Það reyndist þeim mikilvægt í sorgarferlinu að fá að vera viðstaddir andlátið, kveðja í ró og næði og eiga samtöl sem annars hefðu ekki átt sér stað. Sumir aðstandendur töldu að opinská umræða um dauðann hefði auðveldað þeim að horfast í augu við og sættast við yfirvofandi missi. Aðrir nefndu þakklæti fyrir tækifærið til að gera upp ágreining eða rifja upp dýrmætar minningar. Þegar þjáningin ein er eftir Dánaraðstoð og sjálfsvíg eru ekki sambærileg fyrirbæri. Þau eru ólík hugmyndafræðilega, læknisfræðilega, siðferðilega og lagalega. Flestir þeirra sem fá dánaraðstoð eru langt leiddir af ólæknandi sjúkdómum og hafa upplifað það versta sem lífið hefur upp á að bjóða. Dánaraðstoð gefur þeim tækifæri til að endurheimta mannlega reisn og binda enda á tilgangslausar þjáningar. Þegar lækning er ekki handan við hornið og þjáningin ein eftir gefur dánaraðstoð fólki tækifæri til að viðhalda mannlegri reisn og hafa raunverulegt val um hvernig síðustu kaflar lífsins eru skrifaðir. Þetta snýst ekki um dauðann heldur um lífið, reisnina og valið þegar engar aðrar leiðir eru færar. Greinarhöfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun