Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 20. janúar 2026 07:47 Íslenskur húsnæðismarkaður er braskmarkaður. Leikvöllur fjárfesta sem hafa getað gengið að skjótum og öruggum gróða á kostnað almennings. Í nágrannalöndum okkar er mun meira gert til að tempra áhuga og möguleika fjárfesta á að leika sér að húsnæði. Til dæmis með því að gera það kostnaðarsamt að safna að sér íbúðum og takmarka umsvif orlofshúsnæðis, þar á meðal Airbnb. Hér á landi hefur hins vegar lengi skort pólitískan vilja til að breyta eðli eignamarkaðarins, þar til nú. Nýlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vitna um breytta tíma. Sem betur fer. Það er komið nóg af braskinu. Síðustu tíu ár hefur ávöxtun verið meiri og flökt minna á húsnæðismarkaði en á hlutabréfamarkaði, sem þó er almennt talinn áhættusamari. Að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er þetta skýr vísbending um undirliggjandi óheilbrigði á eignamarkaði hér á landi. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið villta vestur fjárfestanna, raunverulegt Monopoly-spil þar sem fáir græða en margir sitja eftir. Þeir sem verða verst úti í þessum laissez-faire frjálshyggjudraumi eru efnaminni hópar. Fólk sem kemst ekki inn á eignamarkað, fær ekki að taka þátt í verðhækkanaævintýrinu og eygir enga raunhæfa von um að komast af leigumarkaði. Seðlabankastjóri hefur sjálfur bent á að lífskjör fólks á Íslandi ráðist að miklu leyti af stöðu þess á fasteignamarkaði. Við stöndum frammi fyrir raunverulegum húsnæðisvanda sem hefur þróast yfir langan tíma, meðal annars vegna hraðrar mannfjölgunar sem og óstöðugs hagkerfis og verðbólgu. Að sjálfsögðu þarf stöðugt að huga að auknu framboði lóða og íbúða og Reykjavíkurborg vinnur að því af fullum krafti. En við verðum líka að horfast í augu við að ekki öll munu geta keypt. Því fólki þarf að tryggja skjól, öruggt þak á viðráðanlegu verði yfir höfuðið. Það á að vera hægt að lifa við húsnæðisöryggi á leigumarkaði. Óhagnaðardrifin leigufélög veita slíkt öryggi. Börn þurfa að geta gengið í sama skóla alla sína skólagöngu, óháð því hvort foreldrar þeirra eigi húsnæði eða ekki. Félagslegur stöðugleiki, öryggi og tilfinningin að tilheyra umhverfi sínu eiga ekki að vera forréttindi sumra heldur réttur allra. Reykjavíkurborg hefur gengið á undan með góðu fordæmi og staðið fyrir meginþorra óhagnaðardrifinnar uppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu eða vel yfir 80%, þrátt fyrir að hýsa einungis ríflega helming íbúanna. Á borgarstjórnarfundi í dag liggja svo fyrir tillögur að aðgerðum til að fjölga enn frekar félagslegu húsnæði í borginni sömuleiðis, en borgin býður nú þegar upp á um tífalt fleiri félagslegar íbúðir en Garðabær út frá höfðatölu. Önnur sveitarfélög þurfa einfaldlega að stíga upp og axla ábyrgð því þörfin er brýn. Óhagnaðardrifin uppbygging er þegar farin að umbreyta lífi fólks og hefur jafnframt jákvæð áhrif á allan leigumarkaðinn. Leiguverð í Reykjavík hefur til dæmis verið lægra en í Garðabæ, þrátt fyrir meiri markaðsþrýsting í Reykjavík. Þar spilar þessi uppbygging lykilhlutverk. Í ljósi þessa er óskiljanlegt að forsvarsmenn Viðskiptaráðs skuli gagnrýna hömlulaust áherslu Reykjavíkurborgar á uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis og nú síðast í Spursmálum í vikunni. Borgin er sökuð um að úthluta lóðum á undirverði eftir hentisemi og gefið í skyn að annarlegir pólitískir hvatar búi að baki. En staðreyndin er sú að stofnframlagalóðum er úthlutað eftir gagnsæju ferli og markmið borgarinnar eru skýr í húsnæðisáætlun. Ekki verður séð að annað en sérhagsmunir umbjóðenda Viðskiptaráðs knýi þessa orðræðu áfram. Viljinn til að fá meira og græða meira virðist félagslegri ábyrgðartilfinningu yfirsterkari. En eitt erum við framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs sammála um: Það er pólitík að setja húsnæðisöryggi í forgrunn. Sér í lagi að tryggja þeim efnaminni þak yfir höfuðið. Það er pólitík jöfnuðar, réttlætis og félagslegs öryggis fyrir öll. Það er pólitík þeirra flokka sem nú eru við völd í Reykjavík. Það er pólitík Samfylkingarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 3.–4. sæti í forvali Samfylkingarinnar þann 24. janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur húsnæðismarkaður er braskmarkaður. Leikvöllur fjárfesta sem hafa getað gengið að skjótum og öruggum gróða á kostnað almennings. Í nágrannalöndum okkar er mun meira gert til að tempra áhuga og möguleika fjárfesta á að leika sér að húsnæði. Til dæmis með því að gera það kostnaðarsamt að safna að sér íbúðum og takmarka umsvif orlofshúsnæðis, þar á meðal Airbnb. Hér á landi hefur hins vegar lengi skort pólitískan vilja til að breyta eðli eignamarkaðarins, þar til nú. Nýlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vitna um breytta tíma. Sem betur fer. Það er komið nóg af braskinu. Síðustu tíu ár hefur ávöxtun verið meiri og flökt minna á húsnæðismarkaði en á hlutabréfamarkaði, sem þó er almennt talinn áhættusamari. Að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er þetta skýr vísbending um undirliggjandi óheilbrigði á eignamarkaði hér á landi. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið villta vestur fjárfestanna, raunverulegt Monopoly-spil þar sem fáir græða en margir sitja eftir. Þeir sem verða verst úti í þessum laissez-faire frjálshyggjudraumi eru efnaminni hópar. Fólk sem kemst ekki inn á eignamarkað, fær ekki að taka þátt í verðhækkanaævintýrinu og eygir enga raunhæfa von um að komast af leigumarkaði. Seðlabankastjóri hefur sjálfur bent á að lífskjör fólks á Íslandi ráðist að miklu leyti af stöðu þess á fasteignamarkaði. Við stöndum frammi fyrir raunverulegum húsnæðisvanda sem hefur þróast yfir langan tíma, meðal annars vegna hraðrar mannfjölgunar sem og óstöðugs hagkerfis og verðbólgu. Að sjálfsögðu þarf stöðugt að huga að auknu framboði lóða og íbúða og Reykjavíkurborg vinnur að því af fullum krafti. En við verðum líka að horfast í augu við að ekki öll munu geta keypt. Því fólki þarf að tryggja skjól, öruggt þak á viðráðanlegu verði yfir höfuðið. Það á að vera hægt að lifa við húsnæðisöryggi á leigumarkaði. Óhagnaðardrifin leigufélög veita slíkt öryggi. Börn þurfa að geta gengið í sama skóla alla sína skólagöngu, óháð því hvort foreldrar þeirra eigi húsnæði eða ekki. Félagslegur stöðugleiki, öryggi og tilfinningin að tilheyra umhverfi sínu eiga ekki að vera forréttindi sumra heldur réttur allra. Reykjavíkurborg hefur gengið á undan með góðu fordæmi og staðið fyrir meginþorra óhagnaðardrifinnar uppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu eða vel yfir 80%, þrátt fyrir að hýsa einungis ríflega helming íbúanna. Á borgarstjórnarfundi í dag liggja svo fyrir tillögur að aðgerðum til að fjölga enn frekar félagslegu húsnæði í borginni sömuleiðis, en borgin býður nú þegar upp á um tífalt fleiri félagslegar íbúðir en Garðabær út frá höfðatölu. Önnur sveitarfélög þurfa einfaldlega að stíga upp og axla ábyrgð því þörfin er brýn. Óhagnaðardrifin uppbygging er þegar farin að umbreyta lífi fólks og hefur jafnframt jákvæð áhrif á allan leigumarkaðinn. Leiguverð í Reykjavík hefur til dæmis verið lægra en í Garðabæ, þrátt fyrir meiri markaðsþrýsting í Reykjavík. Þar spilar þessi uppbygging lykilhlutverk. Í ljósi þessa er óskiljanlegt að forsvarsmenn Viðskiptaráðs skuli gagnrýna hömlulaust áherslu Reykjavíkurborgar á uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis og nú síðast í Spursmálum í vikunni. Borgin er sökuð um að úthluta lóðum á undirverði eftir hentisemi og gefið í skyn að annarlegir pólitískir hvatar búi að baki. En staðreyndin er sú að stofnframlagalóðum er úthlutað eftir gagnsæju ferli og markmið borgarinnar eru skýr í húsnæðisáætlun. Ekki verður séð að annað en sérhagsmunir umbjóðenda Viðskiptaráðs knýi þessa orðræðu áfram. Viljinn til að fá meira og græða meira virðist félagslegri ábyrgðartilfinningu yfirsterkari. En eitt erum við framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs sammála um: Það er pólitík að setja húsnæðisöryggi í forgrunn. Sér í lagi að tryggja þeim efnaminni þak yfir höfuðið. Það er pólitík jöfnuðar, réttlætis og félagslegs öryggis fyrir öll. Það er pólitík þeirra flokka sem nú eru við völd í Reykjavík. Það er pólitík Samfylkingarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í 3.–4. sæti í forvali Samfylkingarinnar þann 24. janúar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun