Innlent

Var í símanum við neyðar­línuna þegar ekið var aftan á hann

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Löng bílaröð myndaðist.
Löng bílaröð myndaðist. Aðsend

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir heppni hafa ráðið því að ekki verr hafi farið þegar fimm bílar skullu hver á annan á Reykjanesbraut í gærkvöldi.

Slysið gerðist á nokkrum mínútum eftir að einn ökumaður ók á vegrið og hinir fjórir bílarnir óku svo hver aftan í annan, einn af öðrum. Varðstjórinn segir að ökumaðurinn sem ók á vegriðið hafi verið í símanum við viðbragðsaðila þegar ekið var aftan í hann.

Einstaklingarnir tveir sem fluttir voru á slysadeild eru lítið slasaðir.

„Þeir voru uppi sitjandi því sem næst,“ segir varðstjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×