Grín sendiherrans ógni Íslandi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. janúar 2026 11:48 Orð sendiherrans fóru illa í bæði Jón Axel og Sigmar. Samsett Þingmaður Viðreisnar telur grín mögulegs sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi ógna fullveldi smárra ríkja á við Ísland. Útvarpsmaður hefur efnt til undirskriftarlista til að fá utanríkisráðherra til að hafna sendiherranum. Billy Long, væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi á að hafa grínast með það í gær við bandaríska þingmenn að Ísland yrði 52. ríkið og hann myndi taka við stöðu ríkisstjóra. Long er íhaldssamur repúblikani og sat á bandaríska þinginu í sex kjörtímabil. Tekið er fram að um grín hafi verið að ræða en Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir orð Long ekkert fyndin. „Þetta er að sjálfsögðu ekkert sérstaklega fyndið grín í ljósi þeirrar umræðu sem nú er í gangi vestanhafs um Grænland og reyndar eru þetta eiginlega ummæli sem eru frekar alvarleg,“ segir Sigmar á Alþingi undir liðnum störf þingsins. Rök fyrir Grænlandi eigi líka við um Ísland Í gær funduðu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Grænlands og Danmerkur í kjölfar ítrekaðra ummæla Bandaríkjaforseta um að þau verði að eignast Grænland. Grænlendingar og Danir hafa að sama skapi ítrekað að Grænland standi þeim ekki til boða. Á fundinum sammæltust þeir um að stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands. Sigmar segir að rök Bandaríkjanna fyrir því að Grænland þurfi að vera í þeirra eigu geti líka átt við Ísland. „Þetta snýst um legu þessara tveggja eyja. Grænland er hernaðarlega mikilvæg eyja en það er Ísland líka þannig að við verðum að horfa á öll þessi orð og allt sem þarna fellur í því samhengi. Við verðum líka að hafa kjark til þess, Íslendingar, þrátt fyrir að við höfum verið í miklu vinasambandi við Bandaríkin , ekki síst í gegnum NATO, að ræða það hvar og hvernig okkar öryggishagsmunum er best komið í þessum breytta heimi.“ Hann spyr hvort Íslendingar deili enn gildum með ráðamönnum Bandaríkjanna hvað varðar fullveldi smárra ríkja og kallar eftir umræðu þingmanna. Setja pressu á Þorgerði Það er ekki einungis Sigmar sem fussar og sveiar yfir orðum Long. Jón Axel Ólafsson, fjölmiðlamaður með meiru, hefur stofnað undirskriftarlista þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er hvött til að hafna Long sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. „Við viljum ekki svona mann sem sendiherra á Íslandi!“ skrifar Jón Axel í færslu á Facebook þar sem hann deilir undirskriftarlistanum. „Við viljum að Þorgerður Katrín hafni Billy Long sem sendiherra á Íslandi og kalli eftir að Bandaríkin tilnefni annan mann, sem sýni Íslandi og Íslendingum meiri virðingu,“ segir í röksemdarfærslu undirskriftarlistans. Þegar þessi orð eru rituð hafa 855 undirritað listann og hækkar talan hratt. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur haft samband við bandaríska sendiráðið vegna meintra ummæla til að fá athuga sannleiksgildi þeirra samkvæmt umfjöllun Rúv. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Grænland Bandaríkin Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Billy Long, væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi á að hafa grínast með það í gær við bandaríska þingmenn að Ísland yrði 52. ríkið og hann myndi taka við stöðu ríkisstjóra. Long er íhaldssamur repúblikani og sat á bandaríska þinginu í sex kjörtímabil. Tekið er fram að um grín hafi verið að ræða en Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir orð Long ekkert fyndin. „Þetta er að sjálfsögðu ekkert sérstaklega fyndið grín í ljósi þeirrar umræðu sem nú er í gangi vestanhafs um Grænland og reyndar eru þetta eiginlega ummæli sem eru frekar alvarleg,“ segir Sigmar á Alþingi undir liðnum störf þingsins. Rök fyrir Grænlandi eigi líka við um Ísland Í gær funduðu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Grænlands og Danmerkur í kjölfar ítrekaðra ummæla Bandaríkjaforseta um að þau verði að eignast Grænland. Grænlendingar og Danir hafa að sama skapi ítrekað að Grænland standi þeim ekki til boða. Á fundinum sammæltust þeir um að stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands. Sigmar segir að rök Bandaríkjanna fyrir því að Grænland þurfi að vera í þeirra eigu geti líka átt við Ísland. „Þetta snýst um legu þessara tveggja eyja. Grænland er hernaðarlega mikilvæg eyja en það er Ísland líka þannig að við verðum að horfa á öll þessi orð og allt sem þarna fellur í því samhengi. Við verðum líka að hafa kjark til þess, Íslendingar, þrátt fyrir að við höfum verið í miklu vinasambandi við Bandaríkin , ekki síst í gegnum NATO, að ræða það hvar og hvernig okkar öryggishagsmunum er best komið í þessum breytta heimi.“ Hann spyr hvort Íslendingar deili enn gildum með ráðamönnum Bandaríkjanna hvað varðar fullveldi smárra ríkja og kallar eftir umræðu þingmanna. Setja pressu á Þorgerði Það er ekki einungis Sigmar sem fussar og sveiar yfir orðum Long. Jón Axel Ólafsson, fjölmiðlamaður með meiru, hefur stofnað undirskriftarlista þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er hvött til að hafna Long sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. „Við viljum ekki svona mann sem sendiherra á Íslandi!“ skrifar Jón Axel í færslu á Facebook þar sem hann deilir undirskriftarlistanum. „Við viljum að Þorgerður Katrín hafni Billy Long sem sendiherra á Íslandi og kalli eftir að Bandaríkin tilnefni annan mann, sem sýni Íslandi og Íslendingum meiri virðingu,“ segir í röksemdarfærslu undirskriftarlistans. Þegar þessi orð eru rituð hafa 855 undirritað listann og hækkar talan hratt. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur haft samband við bandaríska sendiráðið vegna meintra ummæla til að fá athuga sannleiksgildi þeirra samkvæmt umfjöllun Rúv. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Grænland Bandaríkin Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira