Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2026 08:48 Grok er gervigreindarspjallmenni samfélagsmiðilsins X. Notendur hafa undanfarið notað það til þess að framleiða kynferðislegar myndir af börnum og konum í stórum stíl. Vísir/EPA Samfélagsmiðillinn X, sem er í eigu Elon Musk, segist ætla að loka á að gervigreindarspjallmennið Grok búi til kynferðislegar myndir af raunverulegu fólki í sumum löndum í kjölfar harðrar gagnrýni og opinberra rannsókna. Aðeins verður tekin fyrir slíkar myndir þar sem slíkt er ólöglegt. Bresk yfirvöld eru á meðal þeirra sem rannsaka nú hvort X hafi framið lögbrot þegar miðillinn leyfði spjallmenninu að framleiða kynferðislegar myndir af börnum og konum gegn vilja þeirra og birta þær á X að ósk notenda. X-notendur hafa meðal annars notað Grok til þess að „afklæða“ börn og konur á raunverulegum ljósmyndum og setja þær í kynferðislegar stellingar. Jafnvel raunverulegar myndir af líkum kvenna hafa sætt slíkri meðferð, þar á meðal konu sem bandaríska innflytjendaeftirlitið skaut til bana í Minneapolis í síðustu viku og bresk táningsstúlka sem lést í miklum eldsvoða á svissneskri krá. Til að bregðast við gagnrýninni og rannsóknunum tilkynnti X í gær að ekki yrði lengur hægt að biðja Grok um að eiga við myndir af raunverulegu fólki þannig að það sæist fáklætt, en þó ekki alls staðar í heiminum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. „Við bönnum nú notendum eftir staðsetningu þeirra að framleiða myndir af raunverulegu fólki í bikíníi, nærfötum og sambærulegum klæðnaði í gegnum Grok-aðganginn og á Grok á X í þeim lögsagnarumdæmum sem það er ólöglegt,“ sagði í tilkynningu fyirtækisins. Myndirnar notaðar til þess að áreita fólk X tilkynnti um ákvörðunin rétt eftir að dómsmálaráðherra Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum sagðist rannsaka útbreiðslu kynferðislegra gervigreindarfalsana af börnum. „Þetta efni, sem sýnir konur og börn nakin og á kynferðislegan hátt, hefur verið notað til þess að áreita fólk á netinu,“ sagði Rob Bonta, dómsmálaráðherrann, þegar hann greindi frá rannsókn sinni. Breska ríkisstjórnin fagnaði ákvörðun X og sagði hana staðfesta að rétt hefði verið að þrýsta á fyrirtækið að koma í veg fyrir myndbirtingarnar. Musk sjálfur sagði í gær að Grok myndi áfram framleiða myndir af fullorðnu fólki, þó ekki raunverulegum manneskjum, beru að ofan. Það væri í reynd viðmið í Bandaríkjunum, til dæmis í kvikmyndum sem sættu aldurstakmörkunum. „Þetta verður breytilegt á öðrum svæðum í samræmi við lög í hverju landi fyrir sig,“ skrifaði Musk. X (Twitter) Samfélagsmiðlar Gervigreind Elon Musk Kynferðisofbeldi Bretland Bandaríkin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira
Bresk yfirvöld eru á meðal þeirra sem rannsaka nú hvort X hafi framið lögbrot þegar miðillinn leyfði spjallmenninu að framleiða kynferðislegar myndir af börnum og konum gegn vilja þeirra og birta þær á X að ósk notenda. X-notendur hafa meðal annars notað Grok til þess að „afklæða“ börn og konur á raunverulegum ljósmyndum og setja þær í kynferðislegar stellingar. Jafnvel raunverulegar myndir af líkum kvenna hafa sætt slíkri meðferð, þar á meðal konu sem bandaríska innflytjendaeftirlitið skaut til bana í Minneapolis í síðustu viku og bresk táningsstúlka sem lést í miklum eldsvoða á svissneskri krá. Til að bregðast við gagnrýninni og rannsóknunum tilkynnti X í gær að ekki yrði lengur hægt að biðja Grok um að eiga við myndir af raunverulegu fólki þannig að það sæist fáklætt, en þó ekki alls staðar í heiminum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. „Við bönnum nú notendum eftir staðsetningu þeirra að framleiða myndir af raunverulegu fólki í bikíníi, nærfötum og sambærulegum klæðnaði í gegnum Grok-aðganginn og á Grok á X í þeim lögsagnarumdæmum sem það er ólöglegt,“ sagði í tilkynningu fyirtækisins. Myndirnar notaðar til þess að áreita fólk X tilkynnti um ákvörðunin rétt eftir að dómsmálaráðherra Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum sagðist rannsaka útbreiðslu kynferðislegra gervigreindarfalsana af börnum. „Þetta efni, sem sýnir konur og börn nakin og á kynferðislegan hátt, hefur verið notað til þess að áreita fólk á netinu,“ sagði Rob Bonta, dómsmálaráðherrann, þegar hann greindi frá rannsókn sinni. Breska ríkisstjórnin fagnaði ákvörðun X og sagði hana staðfesta að rétt hefði verið að þrýsta á fyrirtækið að koma í veg fyrir myndbirtingarnar. Musk sjálfur sagði í gær að Grok myndi áfram framleiða myndir af fullorðnu fólki, þó ekki raunverulegum manneskjum, beru að ofan. Það væri í reynd viðmið í Bandaríkjunum, til dæmis í kvikmyndum sem sættu aldurstakmörkunum. „Þetta verður breytilegt á öðrum svæðum í samræmi við lög í hverju landi fyrir sig,“ skrifaði Musk.
X (Twitter) Samfélagsmiðlar Gervigreind Elon Musk Kynferðisofbeldi Bretland Bandaríkin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Sjá meira