Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2026 15:57 Guðmundur Ingi fer af ríkisráðsfundi. Hann gekkst nýlega undir hjartaaðgerð, sem gekk ljómandi vel að hans sögn. Sviminn sem hann þjáðist af er horfinn og hann hefur sagt skilið við hækjuna sem hann studdist við. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, segist ekki glaður með að skilja við embættið. Hann hefði viljað sinna málaflokknum í lengri tíma. Þetta sagði Guðmundur Ingi þegar hann gekk út af sínum síðasta ríkisráðsfundi á Bessastöðum klukkan rétt rúmlega þrjú. Nokkrum mínútum áður afhenti hann Ingu Sæland formanni Flokks fólksins lyklana að ráðuneyti sínu en hún tekur við embættinu af honum. Hvernig er tilfinningin að vera kominn úr ráðuneytinu? „Það er bara allt í lagi, hún er samt ekki mjög góð því ég hefði viljað vera þar áfram. En við setjum heilsuna ofar öllu,“ sagði Guðmundur Ingi í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann er hann gekk út af fundinum. Laus við hækjuna Guðmundur Ingi tilkynnti afsögn sína á fimmtudagskvöld. Hann gekkst undir opna hjartaaðgerð í desember sem hann segist þurfa að einbeita sér að, að jafna sig eftir. „Mér líður bara furðulega vel því þetta er fyrsta skiptið í sjötíu ár sem hjartað er í lagi. Það segir svakalega sögu. Þetta gekk alveg ótrúlega vel, það var gert við lokuna þannig að ég bara get ekki verið annað en mjög hamingjusamur,“ segir Guðmundur. Óvíst sé hve lengi hann verði að jafna sig eftir aðgerðina. Athygli vakti að Guðmundur gekk ekki við hækju inn og út af fundinum, sem hann hefur stuðst við undanfarin ár. Hann segir það skýrast af því að svimi sem hann þjáðist af hafi horfið eftir hjartaaðgerðina. „Mér skilst að ég sé búinn að vera frekar veikur í nokkra mánuði eða ár, án þess að vita það. Að fara í 27 skóla í því ástandi fær mig til að hugsa hvað ég get gert mikið þegar ég er kominn með fulla heilsu!“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þetta sagði Guðmundur Ingi þegar hann gekk út af sínum síðasta ríkisráðsfundi á Bessastöðum klukkan rétt rúmlega þrjú. Nokkrum mínútum áður afhenti hann Ingu Sæland formanni Flokks fólksins lyklana að ráðuneyti sínu en hún tekur við embættinu af honum. Hvernig er tilfinningin að vera kominn úr ráðuneytinu? „Það er bara allt í lagi, hún er samt ekki mjög góð því ég hefði viljað vera þar áfram. En við setjum heilsuna ofar öllu,“ sagði Guðmundur Ingi í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann er hann gekk út af fundinum. Laus við hækjuna Guðmundur Ingi tilkynnti afsögn sína á fimmtudagskvöld. Hann gekkst undir opna hjartaaðgerð í desember sem hann segist þurfa að einbeita sér að, að jafna sig eftir. „Mér líður bara furðulega vel því þetta er fyrsta skiptið í sjötíu ár sem hjartað er í lagi. Það segir svakalega sögu. Þetta gekk alveg ótrúlega vel, það var gert við lokuna þannig að ég bara get ekki verið annað en mjög hamingjusamur,“ segir Guðmundur. Óvíst sé hve lengi hann verði að jafna sig eftir aðgerðina. Athygli vakti að Guðmundur gekk ekki við hækju inn og út af fundinum, sem hann hefur stuðst við undanfarin ár. Hann segir það skýrast af því að svimi sem hann þjáðist af hafi horfið eftir hjartaaðgerðina. „Mér skilst að ég sé búinn að vera frekar veikur í nokkra mánuði eða ár, án þess að vita það. Að fara í 27 skóla í því ástandi fær mig til að hugsa hvað ég get gert mikið þegar ég er kominn með fulla heilsu!“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira