„Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. janúar 2026 07:00 Leigubíll við Keflavíkurflugvöll. Vísir/Anton Brink Leigubílstjóri segir stöðuna á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll enn þá minna á villta vestrið þvert á loforð forsvarsmanna Isavia um að gæsla á stæðinu yrði bætt. Frumvarp ráðherra um breytingar á leigubílalögum er nú til umfjöllunar í nefnd. Staðan á leigubílamarkaði, brot leigubílstjóra gegn farþegum og fjöldi svika var oft í fréttum á nýliðnu ári. Meðal annars var fjallað um stöðuna við leigubílastæði við Keflavíkurflugvöll en upplýsingafulltrúi Isavia sagði í apríl að frá og með 1. maí yrði fastur starfsmaður á stæðinu á háannnatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins yrði fylgt. Lokað hefði verið fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að vellinum í lengri og skemmri tíma. Enginn fullorðinn með yfirsýn á gólfinu Það var leigubílstjórinn Friðrik Einarsson, sem titlað hefur sig „Taxý hönter“ sem vakti athygli á stöðunni við Keflavíkurflugvöll í apríl á síðasta ári í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann sagði þá að staðan minnti á villta vestrið eftir tilkomu nýju leigubílalaganna árið 2022. „Staðan er algjörlega óbreytt,“ segir Friðrik nú í samtali við Vísi. „Við skulum hafa það alveg á hreinu að þessi meinta gæsla sem Isavia tilkynnti að yrði þarna, þetta voru krakkar, bara strákar í bílastæðaþjónustunni sem ráða alls ekki við stöðuna þarna,“ segir Friðrik. Friðrik ræddi stöðuna við flugvöllinn í apríl í fyrra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann bætir því við að starfsmenn sjáist sjaldnast á háannatíma við stæðið líkt og Isavia hafi lofað. Vandinn sé að enginn fullorðinn starfsmaður starfi á gólfi flugstöðvarinnar og segir Friðrik augljóst að stjórnendur hafi ekki yfirsýn yfir stöðu mála við og í flugstöðinni. Vísir hefur sent Isavia fyrirspurn vegna málsins. „Eina gæslan sem hægt er að tala um þarna eru bílstjórarnir sjálfir sem koma hvor öðrum í bann með því að filma hvor annan og senda það svo inn til Isavia. Og það er bara pínulítið brot af því sem er að gerast þarna,“ segir Friðrik. Hann segir það hendingu hvort bílstjórar þori að tilkynna brot annarra bílstjóra. „Það fer eftir því hvað hann á marga vini á bílastæðinu. Það er öllu stjórnað með ógn þarna.“ Friðrik rifjar upp viðtal við Þórodd Bjarnason prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem birtist á Vísi í nóvember. Þá sagði Þóroddur að Isavia teldi sem svo að þess eina hlutverk væri að hámarka tekjur af samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli. Það væri þvert gegn eigendastefnu Isavia þar sem kveðið sé á um að félagið eigi að tryggja hagkvæmar og ódýrar samgöngur. Friðrik segir þessa afstöðu Isavia vera orsakavald í því hvernig komið sé fyrir leigubílastæðinu. „Það er alveg sama hvað stjórnendur eru spurðir út í, það er bara rætt um tekjustofna. Bílastæðin eru bara tekjustofn. Ákvörðunin í þessum málum eru teknar af fólki sem hefur aldrei komið út úr húsinu, fyrir utan kerrukrakkana og táningana, þá er ekkert fullorðið fólk þarna. Bara enginn. Punktur. Flugvöllurinn rúllar áfram svo lengi sem tekjurnar skila sér.“ Frumvarp um stöðvaskyldu í nefnd Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra lagði í september fram frumvarp um breytingar á lögum um leigubílaakstur. Frumvarpinu er ætlað að tryggja öryggi farþega með innleiðingu stöðvarskyldu að nýju. Frumvarpið er nú til umfjöllunar umhverfis- og samgöngunefndar eftir fyrstu umræðu á þingi. „Það er ekki búið að bregðast við þessu ástandi, ekki búið að gera neitt,“ segir Friðrik. Stöðvarskyldan var afnumin með lögum 2023 en með innleiðingu hennar að nýju yrði ekki lengur leyfilegt að reka eigin leigubifreiðastöð, það er sinn eigin leigubíl, án starfsleyfis annarrar leigubifreiðastöðvar. Sagði ráðherra við fréttastofu í september að nauðsynlegt væri að breyta lögunum til að auka eftirlit með leigubílsstjórum. Friðrik segist hafa efasemdir um að stöðvarskylda muni fækka tilvikum þar sem leigubílstjórar rukka grunlausa ferðamenn um of háa taxta. „Ég er ekki bjartsýnn á að þetta muni breyta miklu, því miður.“ Leigubílar Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. 12. ágúst 2025 14:42 „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Saint Paul Edeh er aftur kominn með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri eftir að þau voru tímabundið dregin til baka í ágúst síðastliðnum. Myndband fór í mikla dreifingu í síðasta mánuði þar sem Edeh sást öskurrífast við mexíkóska ferðamenn og loka skotti á höfuð annars þeirra. 21. september 2025 22:53 Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. 24. desember 2025 11:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Staðan á leigubílamarkaði, brot leigubílstjóra gegn farþegum og fjöldi svika var oft í fréttum á nýliðnu ári. Meðal annars var fjallað um stöðuna við leigubílastæði við Keflavíkurflugvöll en upplýsingafulltrúi Isavia sagði í apríl að frá og með 1. maí yrði fastur starfsmaður á stæðinu á háannnatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins yrði fylgt. Lokað hefði verið fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að vellinum í lengri og skemmri tíma. Enginn fullorðinn með yfirsýn á gólfinu Það var leigubílstjórinn Friðrik Einarsson, sem titlað hefur sig „Taxý hönter“ sem vakti athygli á stöðunni við Keflavíkurflugvöll í apríl á síðasta ári í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann sagði þá að staðan minnti á villta vestrið eftir tilkomu nýju leigubílalaganna árið 2022. „Staðan er algjörlega óbreytt,“ segir Friðrik nú í samtali við Vísi. „Við skulum hafa það alveg á hreinu að þessi meinta gæsla sem Isavia tilkynnti að yrði þarna, þetta voru krakkar, bara strákar í bílastæðaþjónustunni sem ráða alls ekki við stöðuna þarna,“ segir Friðrik. Friðrik ræddi stöðuna við flugvöllinn í apríl í fyrra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann bætir því við að starfsmenn sjáist sjaldnast á háannatíma við stæðið líkt og Isavia hafi lofað. Vandinn sé að enginn fullorðinn starfsmaður starfi á gólfi flugstöðvarinnar og segir Friðrik augljóst að stjórnendur hafi ekki yfirsýn yfir stöðu mála við og í flugstöðinni. Vísir hefur sent Isavia fyrirspurn vegna málsins. „Eina gæslan sem hægt er að tala um þarna eru bílstjórarnir sjálfir sem koma hvor öðrum í bann með því að filma hvor annan og senda það svo inn til Isavia. Og það er bara pínulítið brot af því sem er að gerast þarna,“ segir Friðrik. Hann segir það hendingu hvort bílstjórar þori að tilkynna brot annarra bílstjóra. „Það fer eftir því hvað hann á marga vini á bílastæðinu. Það er öllu stjórnað með ógn þarna.“ Friðrik rifjar upp viðtal við Þórodd Bjarnason prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem birtist á Vísi í nóvember. Þá sagði Þóroddur að Isavia teldi sem svo að þess eina hlutverk væri að hámarka tekjur af samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli. Það væri þvert gegn eigendastefnu Isavia þar sem kveðið sé á um að félagið eigi að tryggja hagkvæmar og ódýrar samgöngur. Friðrik segir þessa afstöðu Isavia vera orsakavald í því hvernig komið sé fyrir leigubílastæðinu. „Það er alveg sama hvað stjórnendur eru spurðir út í, það er bara rætt um tekjustofna. Bílastæðin eru bara tekjustofn. Ákvörðunin í þessum málum eru teknar af fólki sem hefur aldrei komið út úr húsinu, fyrir utan kerrukrakkana og táningana, þá er ekkert fullorðið fólk þarna. Bara enginn. Punktur. Flugvöllurinn rúllar áfram svo lengi sem tekjurnar skila sér.“ Frumvarp um stöðvaskyldu í nefnd Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra lagði í september fram frumvarp um breytingar á lögum um leigubílaakstur. Frumvarpinu er ætlað að tryggja öryggi farþega með innleiðingu stöðvarskyldu að nýju. Frumvarpið er nú til umfjöllunar umhverfis- og samgöngunefndar eftir fyrstu umræðu á þingi. „Það er ekki búið að bregðast við þessu ástandi, ekki búið að gera neitt,“ segir Friðrik. Stöðvarskyldan var afnumin með lögum 2023 en með innleiðingu hennar að nýju yrði ekki lengur leyfilegt að reka eigin leigubifreiðastöð, það er sinn eigin leigubíl, án starfsleyfis annarrar leigubifreiðastöðvar. Sagði ráðherra við fréttastofu í september að nauðsynlegt væri að breyta lögunum til að auka eftirlit með leigubílsstjórum. Friðrik segist hafa efasemdir um að stöðvarskylda muni fækka tilvikum þar sem leigubílstjórar rukka grunlausa ferðamenn um of háa taxta. „Ég er ekki bjartsýnn á að þetta muni breyta miklu, því miður.“
Leigubílar Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. 12. ágúst 2025 14:42 „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Saint Paul Edeh er aftur kominn með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri eftir að þau voru tímabundið dregin til baka í ágúst síðastliðnum. Myndband fór í mikla dreifingu í síðasta mánuði þar sem Edeh sást öskurrífast við mexíkóska ferðamenn og loka skotti á höfuð annars þeirra. 21. september 2025 22:53 Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. 24. desember 2025 11:30 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. 12. ágúst 2025 14:42
„Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Saint Paul Edeh er aftur kominn með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri eftir að þau voru tímabundið dregin til baka í ágúst síðastliðnum. Myndband fór í mikla dreifingu í síðasta mánuði þar sem Edeh sást öskurrífast við mexíkóska ferðamenn og loka skotti á höfuð annars þeirra. 21. september 2025 22:53
Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. 24. desember 2025 11:30