Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. janúar 2026 07:31 Á tímum vaxandi óvissu er nauðsynlegt að slaka hvergi á varðstöðu um hagsmuni þjóðarinnar á sviði utanríkis- og öryggismála. Ljóst er að það alþjóðakerfi sem við höfum búið við frá lokum síðari heimsstyrjaldar leikur á reiðiskjálfi. Þar eru að verki réttnefndir ógnarkraftar sögunnar sem framkalla óvissu langt umfram þá sem við höfum átt að venjast og skapa hættur sem fráleitar þóttu fyrir aðeins örfáum árum. Við sjáum ný veldi rísa í austri og áhrif þess á ríki sem lengi hafa haft forystu á alþjóðavettvangi. Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Bandaríkjanna endurspeglar vel þennan breytta veruleika. Aðgerðir Bandaríkjamanna í Venesúela um liðna helgi og ásókn þeirra í yfirráð yfir Grænlandi eru fyllilega í samræmi við þá stefnu og afstöðu þeirra til vesturhvels jarðar. Íslensk utanríkisstefna hvílir á virðingu fyrir alþjóðalögum, fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Við blasir að sótt er að þessum grunngildum víða um heim. Því er brýnt að ræða stöðu Íslands sem smáríkis í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir í alþjóðamálum og í okkar nánasta umhverfi. Við getum ekki lokað augunum í þeirri trú að staða okkar sé sú sama og áður um leið og allt umhverfi okkar tekur sögulegum breytingum með nýjum áskorunum og ógnum. Grunnstoðir íslenskra öryggis- og varnarmála – aðildin að Atlantshafsbandalaginu og tvíhliða varnarsamningurinn við Bandaríkin – standa óhaggaðar og skipta sköpum fyrir okkur. Hagsmunum smáríkis er best borgið í samstarfi og eðlilegt er að við treystum jafnframt böndin við nágranna- og vinaþjóðir okkar. Og breikkum stoðir okkar á sviði varnar- og öryggismála. Þegar hafa verið stigin skref í þá átt, m.a. með auknu samstarfi við Finna og Þjóðverja. Ég tel einboðið að áfram verði unnið að nánara samstarfi við þær þjóðir í okkar heimshluta sem virða og verja þau gildi sem vestræn lýðræðissamfélög hvíla á. Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið er þar lykilbreyta. Enginn getur séð í gegnum þoku tímans, en í slíkum ólgusjó er það ábyrgðarhlutverk okkar að sýna varkárni, vera raunsæ og hugsa skipulega um það hvernig við getum best tryggt hagsmuni og öryggi Íslands til langframa. Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á tímum vaxandi óvissu er nauðsynlegt að slaka hvergi á varðstöðu um hagsmuni þjóðarinnar á sviði utanríkis- og öryggismála. Ljóst er að það alþjóðakerfi sem við höfum búið við frá lokum síðari heimsstyrjaldar leikur á reiðiskjálfi. Þar eru að verki réttnefndir ógnarkraftar sögunnar sem framkalla óvissu langt umfram þá sem við höfum átt að venjast og skapa hættur sem fráleitar þóttu fyrir aðeins örfáum árum. Við sjáum ný veldi rísa í austri og áhrif þess á ríki sem lengi hafa haft forystu á alþjóðavettvangi. Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Bandaríkjanna endurspeglar vel þennan breytta veruleika. Aðgerðir Bandaríkjamanna í Venesúela um liðna helgi og ásókn þeirra í yfirráð yfir Grænlandi eru fyllilega í samræmi við þá stefnu og afstöðu þeirra til vesturhvels jarðar. Íslensk utanríkisstefna hvílir á virðingu fyrir alþjóðalögum, fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Við blasir að sótt er að þessum grunngildum víða um heim. Því er brýnt að ræða stöðu Íslands sem smáríkis í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir í alþjóðamálum og í okkar nánasta umhverfi. Við getum ekki lokað augunum í þeirri trú að staða okkar sé sú sama og áður um leið og allt umhverfi okkar tekur sögulegum breytingum með nýjum áskorunum og ógnum. Grunnstoðir íslenskra öryggis- og varnarmála – aðildin að Atlantshafsbandalaginu og tvíhliða varnarsamningurinn við Bandaríkin – standa óhaggaðar og skipta sköpum fyrir okkur. Hagsmunum smáríkis er best borgið í samstarfi og eðlilegt er að við treystum jafnframt böndin við nágranna- og vinaþjóðir okkar. Og breikkum stoðir okkar á sviði varnar- og öryggismála. Þegar hafa verið stigin skref í þá átt, m.a. með auknu samstarfi við Finna og Þjóðverja. Ég tel einboðið að áfram verði unnið að nánara samstarfi við þær þjóðir í okkar heimshluta sem virða og verja þau gildi sem vestræn lýðræðissamfélög hvíla á. Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið er þar lykilbreyta. Enginn getur séð í gegnum þoku tímans, en í slíkum ólgusjó er það ábyrgðarhlutverk okkar að sýna varkárni, vera raunsæ og hugsa skipulega um það hvernig við getum best tryggt hagsmuni og öryggi Íslands til langframa. Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun