Innlent

Bana­slys á Biskupstungnabraut

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
kerti

Einn er látinn eftir umferðarslys sem varð á Biskupstungnabraut skammt frá Þrastarlundi í dag. Tveir til viðbótar voru fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu en upplýsingar um líðan þeirra sem fluttir voru á sjúkrahús liggja ekki fyrir.

Samkvæmt lögreglu skullu tveir bílar saman. Ökumaður í öðrum bílnum var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn slyssins. Lögregla segir frekari upplýsingar ekki verða veittar að sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×