Innlent

Al­var­legt bíl­slys á Biskupstungnabraut

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Veginum hefur verið lokað meðan vinna stendur yfir á vettvangi.
Veginum hefur verið lokað meðan vinna stendur yfir á vettvangi. Aðsend

Lögreglu barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut, skammt sunnan við Þrastarlund, á öðrum tímanum í dag. Um að ræða árekstur tveggja bíla.

Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vísar að öðru leyti í tilkynningu á Facebook-síðu embættisins. 

Lokað er fyrir umferð um Biskupstungnabraut milli Suðurlandsvegar og Grafningsvegar neðri meðan vinna stendur yfir á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×