Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2026 14:57 Eldsvoðinn varð á skemmtistaðnum Le Constellation í Crans-Montana á nýársnótt. EPA Svisslendingar vinna nú með yfirvöldum í níu löndum að því að bera kennsl á þá sem fórust í eldsvoðanum að skemmtistaðnum Le Constellation í Crans-Montana á nýársnótt. Upptök eldsins eru rakin til notkunar blysa í kjallara staðarins. Vitað er að fjörutíu manns týndu lífi í eldsvoðanum og 119 manns eru enn á sjúkrahúsi. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar og stjórnvalda í kantónunni Valais nú síðdegis. Lögreglustjórinn Frederic Gisler sagði á fundinum að kvöld um 150 einstaklinga hafi breyst í „hrylling“ og að mikilvægasta verkefnið nú sé að bera kennsl á hina látnu. Af þeim 119 sem slösuðust er búið að bera kennsl á 113. Af þeim eru 71 svissneskur ríkisborgari, fjórtán franskir, ellefu ítalskir, fjórir serbneskir, einn bosnískur, einn belgískur og einn portúgalskur. Gisler sagði að enn sé verið að bera kennsl á hina látnu og er unnið að því með yfirvöldum níu landa – Frakklandi, Belgíu, Póllandi, Portúgal, Austur-Kongó, Serbíu, Tyrklandi, Rúmeníu og Filippseyjum. Bíða milli vonar og ótta Mathias Reynard, forsætisráðherra Valais, sagði á fundinum að verið sé að hlúa að um helmingi þeirra sem slösuðust á sjúkrahúsi í Valais, en að flytja hafi þurft fjölda slasaðra á önnur sjúkrahús. Hann segir að aðstandendur bíði margir milli vonar og ótta á meðan unnið sé að því að bera kennsl á látna og slasaða. Slík bið sé óbærileg. „Þetta er harmleikur fyrir Valais. Þetta er líka harmleikur fyrir Sviss og Evrópu alla,“ sagði Reynard. Upptök rakin til notkunar blysa Beatrice Pilloud, dómsmálaráðherra Valais, sagði á fundinum að upptök eldsins og sprengingarinnar sem varð hafi orðið vegna blysa í kampavínsflöskum. „Þessi blys voru of nálægt loftinu. Þetta leiddi til þess sem kallast „yfirtendrun“, og eldurinn breiddist hratt út,“ sagði Pilloud. Þegar yfirtendrun á sér stað gefur eldur frá sér brennanlegan reyk þannig að eldurinn breiðist sérstaklega hratt út. Sviss Tengdar fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Golfsamband Ítalíu hefur staðfest að Emanuele Galeppini, sautján ára kylfingur sem hefur verið búsettur í Dúbaí, hafi farist í eldsvoðanum á skemmtistað í svissneska skíðabænum Crans-Montana á nýársnótt. Galeppini er fyrsta fórnarlambið sem hefur verið nafngreint opinberlega en um fjörutíu manns fórust í brunanum. 2. janúar 2026 08:57 Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Stjórnvöld í Sviss hafa lýst yfir fimm daga þjóðarsorg vegna eldsvoðans á barnum Le Constellation í skíðabænum Crans-Montana, þar sem 40 létu lífið og að minnsta kosti 115 særðust. Unnið er að því að bera kennsl á látnu. 2. janúar 2026 06:44 Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Lögregla í Sviss óttast að um fjörutíu manns hafi farist í sprengingunni sem varð í kjallara skemmtistaðar í skíðabænum Crans Montana í svissnesku Ölpunum í nótt. 1. janúar 2026 13:01 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar og stjórnvalda í kantónunni Valais nú síðdegis. Lögreglustjórinn Frederic Gisler sagði á fundinum að kvöld um 150 einstaklinga hafi breyst í „hrylling“ og að mikilvægasta verkefnið nú sé að bera kennsl á hina látnu. Af þeim 119 sem slösuðust er búið að bera kennsl á 113. Af þeim eru 71 svissneskur ríkisborgari, fjórtán franskir, ellefu ítalskir, fjórir serbneskir, einn bosnískur, einn belgískur og einn portúgalskur. Gisler sagði að enn sé verið að bera kennsl á hina látnu og er unnið að því með yfirvöldum níu landa – Frakklandi, Belgíu, Póllandi, Portúgal, Austur-Kongó, Serbíu, Tyrklandi, Rúmeníu og Filippseyjum. Bíða milli vonar og ótta Mathias Reynard, forsætisráðherra Valais, sagði á fundinum að verið sé að hlúa að um helmingi þeirra sem slösuðust á sjúkrahúsi í Valais, en að flytja hafi þurft fjölda slasaðra á önnur sjúkrahús. Hann segir að aðstandendur bíði margir milli vonar og ótta á meðan unnið sé að því að bera kennsl á látna og slasaða. Slík bið sé óbærileg. „Þetta er harmleikur fyrir Valais. Þetta er líka harmleikur fyrir Sviss og Evrópu alla,“ sagði Reynard. Upptök rakin til notkunar blysa Beatrice Pilloud, dómsmálaráðherra Valais, sagði á fundinum að upptök eldsins og sprengingarinnar sem varð hafi orðið vegna blysa í kampavínsflöskum. „Þessi blys voru of nálægt loftinu. Þetta leiddi til þess sem kallast „yfirtendrun“, og eldurinn breiddist hratt út,“ sagði Pilloud. Þegar yfirtendrun á sér stað gefur eldur frá sér brennanlegan reyk þannig að eldurinn breiðist sérstaklega hratt út.
Sviss Tengdar fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Golfsamband Ítalíu hefur staðfest að Emanuele Galeppini, sautján ára kylfingur sem hefur verið búsettur í Dúbaí, hafi farist í eldsvoðanum á skemmtistað í svissneska skíðabænum Crans-Montana á nýársnótt. Galeppini er fyrsta fórnarlambið sem hefur verið nafngreint opinberlega en um fjörutíu manns fórust í brunanum. 2. janúar 2026 08:57 Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Stjórnvöld í Sviss hafa lýst yfir fimm daga þjóðarsorg vegna eldsvoðans á barnum Le Constellation í skíðabænum Crans-Montana, þar sem 40 létu lífið og að minnsta kosti 115 særðust. Unnið er að því að bera kennsl á látnu. 2. janúar 2026 06:44 Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Lögregla í Sviss óttast að um fjörutíu manns hafi farist í sprengingunni sem varð í kjallara skemmtistaðar í skíðabænum Crans Montana í svissnesku Ölpunum í nótt. 1. janúar 2026 13:01 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira
Fyrsta fórnarlambið nafngreint Golfsamband Ítalíu hefur staðfest að Emanuele Galeppini, sautján ára kylfingur sem hefur verið búsettur í Dúbaí, hafi farist í eldsvoðanum á skemmtistað í svissneska skíðabænum Crans-Montana á nýársnótt. Galeppini er fyrsta fórnarlambið sem hefur verið nafngreint opinberlega en um fjörutíu manns fórust í brunanum. 2. janúar 2026 08:57
Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Stjórnvöld í Sviss hafa lýst yfir fimm daga þjóðarsorg vegna eldsvoðans á barnum Le Constellation í skíðabænum Crans-Montana, þar sem 40 létu lífið og að minnsta kosti 115 særðust. Unnið er að því að bera kennsl á látnu. 2. janúar 2026 06:44
Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Lögregla í Sviss óttast að um fjörutíu manns hafi farist í sprengingunni sem varð í kjallara skemmtistaðar í skíðabænum Crans Montana í svissnesku Ölpunum í nótt. 1. janúar 2026 13:01