Handbolti

Einar Bragi og fé­lagar á­fram á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Bragi Aðalsteinsson er á sínu öðru tímabili hjá Kristianstad.
Einar Bragi Aðalsteinsson er á sínu öðru tímabili hjá Kristianstad. vísir/diego

Kristianstad fer inn í EM-hléið á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði fjögur mörk þegar Kristianstad sigraði Alingsås, 29-24. Kristianstad er með 28 stig á toppi deildarinnar, einu stigi á undan Malmö.

Birgir Steinn Jónsson og félagar í Sävehof unnu Ystads með minnsta mun, 27-28.

Birgir Steinn skoraði tvö mörk fyrir Sävehof sem er í 4. sæti deildarinnar með 23 stig.

Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði eitt mark þegar Skara bar sigurorð af Skövde, 23-26, í sænsku kvennadeildinni.

Skara er í 3. sæti deildarinnar með sextán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×