Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Lovísa Arnardóttir skrifar 30. desember 2025 07:39 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra Vísir/Ívar Fannar Ný stefna í lánamálum ríkisins á að tryggja að lánsfjárþörf og fjárhagslegum skuldbindingum ríkissjóðs sé mætt með lágmarkskostnaði, með tilliti til varfærinnar áhættustefnu. Sett eru fram ný viðmið um skiptingu lána, þar sem gert er ráð fyrir að óverðtryggð lán nemi um 45 prósentum af lánasafni, verðtryggð lán um 40 prósentum og lán í erlendri mynt um 15 prósentum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út stefnu í lánamálum ríkisins fyrir árin 2026–2030. Stefnan lýsir fyrirkomulagi lánsfjármögnunar ríkissjóðs á tímabilinu og setur fram markmið og viðmið um framkvæmd lánamála. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að stefna í lánamálum marki umgjörð fyrir ákvarðanir um lántökur ríkissjóðs og skuldastýringu. Meginmarkmið hennar sé að tryggja að lánsfjárþörf og fjárhagslegum skuldbindingum ríkissjóðs sé mætt með lágmarkskostnaði, með tilliti til varfærinnar áhættustefnu. Í stefnunni er fjallað um markmið og viðmið í lánastýringu, núverandi samsetningu lánasafns ríkissjóðs og helstu áhættuþætti. Þá er einnig lýst skipulagi lánamála og upplýsingagjöf til markaðsaðila og fjárfesta. Stefnan byggist að hluta á fyrri stefnu en felur jafnframt í sér nokkrar breytingar sem miða að því að styrkja skuldastýringu ríkisins og auka fyrirsjáanleika í lánsfjármögnun. Áhersla á jafnvægi í lánamálum ríkisins „Með þessari uppfærðu stefnu er verið að aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum á fjármálamörkuðum og tryggja að ríkið sé áfram í sterkri stöðu þegar kemur að fjármögnun. Áhersla er lögð á jafnvægi, varfærni og skýra upplýsingagjöf, sem skiptir máli bæði fyrir almenning og markaðsaðila,“ er haft eftir Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að í nýrri stefnu séu gerðar breytingar á samsetningu lánasafns ríkissjóðs. Sett eru fram ný viðmið um skiptingu lána, þar sem gert er ráð fyrir að óverðtryggð lán nemi um 45 prósentum af lánasafni, verðtryggð lán um 40 prósentum og lán í erlendri mynt um 15 prósentum. Með þessu eru fyrri viðmið endurskoðuð og lögð áhersla á breytta samsetningu skulda ríkissjóðs á tímabilinu. Þá eru í stefnunni einnig sett fram uppfærð viðmið um útgáfu ríkisbréfa. Lögð er áhersla á skýra verðmyndun með bæði verðtryggða og óverðtryggða flokka ríkisbréfa. Endanleg stærð útgáfuflokka skal að jafnaði vera að lágmarki 50 milljarðar króna til allra tímalengda. Meðallánstími skulda ríkissjóðs er óbreyttur, eða fimm til sjö ár. Þá er stefnt að því að hlutfall skulda sem falla á gjalddaga á næstu 24 mánuðum verði innan við fjórðungur af heildarskuldum ríkissjóðs. Í stefnunni er jafnframt gert ráð fyrir árlegri útgáfu skuldabréfa á alþjóðamörkuðum.Í stefnunni kemur fram að ofangreind viðmið í skuldastýringu gildi ekki um sjálfbæra fjármögnun ríkissjóðs. Stefna í lánamálum byggist á gildandi fjármálaáætlun og er gefin út árlega. Hún er sett fram til fimm ára í senn. Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út stefnu í lánamálum ríkisins fyrir árin 2026–2030. Stefnan lýsir fyrirkomulagi lánsfjármögnunar ríkissjóðs á tímabilinu og setur fram markmið og viðmið um framkvæmd lánamála. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að stefna í lánamálum marki umgjörð fyrir ákvarðanir um lántökur ríkissjóðs og skuldastýringu. Meginmarkmið hennar sé að tryggja að lánsfjárþörf og fjárhagslegum skuldbindingum ríkissjóðs sé mætt með lágmarkskostnaði, með tilliti til varfærinnar áhættustefnu. Í stefnunni er fjallað um markmið og viðmið í lánastýringu, núverandi samsetningu lánasafns ríkissjóðs og helstu áhættuþætti. Þá er einnig lýst skipulagi lánamála og upplýsingagjöf til markaðsaðila og fjárfesta. Stefnan byggist að hluta á fyrri stefnu en felur jafnframt í sér nokkrar breytingar sem miða að því að styrkja skuldastýringu ríkisins og auka fyrirsjáanleika í lánsfjármögnun. Áhersla á jafnvægi í lánamálum ríkisins „Með þessari uppfærðu stefnu er verið að aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum á fjármálamörkuðum og tryggja að ríkið sé áfram í sterkri stöðu þegar kemur að fjármögnun. Áhersla er lögð á jafnvægi, varfærni og skýra upplýsingagjöf, sem skiptir máli bæði fyrir almenning og markaðsaðila,“ er haft eftir Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að í nýrri stefnu séu gerðar breytingar á samsetningu lánasafns ríkissjóðs. Sett eru fram ný viðmið um skiptingu lána, þar sem gert er ráð fyrir að óverðtryggð lán nemi um 45 prósentum af lánasafni, verðtryggð lán um 40 prósentum og lán í erlendri mynt um 15 prósentum. Með þessu eru fyrri viðmið endurskoðuð og lögð áhersla á breytta samsetningu skulda ríkissjóðs á tímabilinu. Þá eru í stefnunni einnig sett fram uppfærð viðmið um útgáfu ríkisbréfa. Lögð er áhersla á skýra verðmyndun með bæði verðtryggða og óverðtryggða flokka ríkisbréfa. Endanleg stærð útgáfuflokka skal að jafnaði vera að lágmarki 50 milljarðar króna til allra tímalengda. Meðallánstími skulda ríkissjóðs er óbreyttur, eða fimm til sjö ár. Þá er stefnt að því að hlutfall skulda sem falla á gjalddaga á næstu 24 mánuðum verði innan við fjórðungur af heildarskuldum ríkissjóðs. Í stefnunni er jafnframt gert ráð fyrir árlegri útgáfu skuldabréfa á alþjóðamörkuðum.Í stefnunni kemur fram að ofangreind viðmið í skuldastýringu gildi ekki um sjálfbæra fjármögnun ríkissjóðs. Stefna í lánamálum byggist á gildandi fjármálaáætlun og er gefin út árlega. Hún er sett fram til fimm ára í senn.
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent