Innlent

Sagt upp eftir 26 ár á Morgun­blaðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Víðir Sigurðsson á kunnuglegum slóðum, vel klæddur í stúkunni á Laugardalsvelli við störf.
Víðir Sigurðsson á kunnuglegum slóðum, vel klæddur í stúkunni á Laugardalsvelli við störf. Vísir/Vilhelm

Víði Sigurðssyni, fréttastjóra íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is, hefur verið sagt upp störfum hjá Árvakri. Hann hefur lokið störfum hjá fjölmiðlinum eftir 26 ára starf.

Víðir upplýsir um starfslok sín í tölvupósti til samstarfsmanna nú í hádeginu.

„Mér var sagt upp störfum hjá Árvakri núna fyrir hádegið og hef yfirgefið Hádegismóana fyrir fullt og allt eftir 26 ár hjá fyrirtækinu,“ segir Víðir í pósti sínum.

„Takk fyrir frábært samstarf, sum ykkar í öll2 6 árin. Þetta hefur verið góður tími, enda ríflega hálf starfsævin, en nú tekur eitthvað annað skemmtilegt við,“ segir Víðir.

Samhliða störfum sínum hjá Árvakri hefur Víðir gefið út bækurnar Íslensk knattspyrna síðan á níunda áratug síðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×