Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 29. desember 2025 12:26 Inga Sæland er með aðeins tíu prósent sjón en lætur það ekki stöðva sig í stjórnmálunum. Þessa stundina er hún með þrjá ráðherrahatta vegna veikinda og fæðingarorlofs. Vísir/Lýður Valberg Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sem er þessa dagana með þrjá ráðherrahatta á höfði sínu segir ekki von á breytingum í ráðherraskipan Flokks fólksins á næstunni. Hjartaaðgerð Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra hafi gengið vel. Boðað hefur verið til árlega áramótsfundar ríkisráðs á Bessastöðum á morgun. Fundurinn hefur fengið ýmsa til að velta því upp hvort von sé á ráðherraskiptum í ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Ástæðan er sú að Guðmundur Ingi Kristinsson gekkst á dögunum undir opna hjartaaðgerð og viðbúið að endurhæfing eftir slíka aðgerð muni taka nokkurn tíma. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra tók við stjórnartaumunum í mennta- og barnamálaráðuneytinu þegar Guðmundur Ingi hvarf frá. En hann var ekki lengi við völd þar því hann fór fljótlega í fæðingarorlof og dvelur í Noregi með konu sinni sem á von á sér í upphafi nýs árs. Inga Sæland formaður flokksins og félags- og húsnæðismálaráðherra er því þrefaldur ráðherra og hefur verið undanfarna rúma viku. Félags- og húsnæðismálaráðherra, innviðaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra. Hún segir tímasetninguna ágæta að fjarveruna beri upp um jóla og áramót. Hún beri hattana til að tryggja að ekki verði rof í stjórnsýslunni. „Eins og þið sjáið þá er það heppilegt, það lendir um bæði jól og áramót þar sem bæði þingið er ekki að störfum og lítið um að vera í ráðueytum fyrir utan það að öll mál ráðuneytanna eru í góðum farvegi. Þannig að ég í rauninni þarf bara að fylgja því eftir sem þegar hefur verið gert, að því verður framhaldið og vera þá talsmaður og málsvari fyrir ráðherrana sem eru ekki við látnir akkurat núna.“ Ekki séu neinar fyrirséðar breytingar á ráðherraliðinu í kortunum. „Guðmundur Ingi var að koma úr hjartaaðgerð. Það verður að koma í ljós hve langan tíma Guðmundur Ingi þarf til að ná sér að fullu. Aðgerðin gekk vel,“ segir Inga. Ekki sé von á ráðherraskiptum á ríkisráðsfundi á morgun. „Engin sem ég veit um,“ segir Inga. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira
Boðað hefur verið til árlega áramótsfundar ríkisráðs á Bessastöðum á morgun. Fundurinn hefur fengið ýmsa til að velta því upp hvort von sé á ráðherraskiptum í ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Ástæðan er sú að Guðmundur Ingi Kristinsson gekkst á dögunum undir opna hjartaaðgerð og viðbúið að endurhæfing eftir slíka aðgerð muni taka nokkurn tíma. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra tók við stjórnartaumunum í mennta- og barnamálaráðuneytinu þegar Guðmundur Ingi hvarf frá. En hann var ekki lengi við völd þar því hann fór fljótlega í fæðingarorlof og dvelur í Noregi með konu sinni sem á von á sér í upphafi nýs árs. Inga Sæland formaður flokksins og félags- og húsnæðismálaráðherra er því þrefaldur ráðherra og hefur verið undanfarna rúma viku. Félags- og húsnæðismálaráðherra, innviðaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra. Hún segir tímasetninguna ágæta að fjarveruna beri upp um jóla og áramót. Hún beri hattana til að tryggja að ekki verði rof í stjórnsýslunni. „Eins og þið sjáið þá er það heppilegt, það lendir um bæði jól og áramót þar sem bæði þingið er ekki að störfum og lítið um að vera í ráðueytum fyrir utan það að öll mál ráðuneytanna eru í góðum farvegi. Þannig að ég í rauninni þarf bara að fylgja því eftir sem þegar hefur verið gert, að því verður framhaldið og vera þá talsmaður og málsvari fyrir ráðherrana sem eru ekki við látnir akkurat núna.“ Ekki séu neinar fyrirséðar breytingar á ráðherraliðinu í kortunum. „Guðmundur Ingi var að koma úr hjartaaðgerð. Það verður að koma í ljós hve langan tíma Guðmundur Ingi þarf til að ná sér að fullu. Aðgerðin gekk vel,“ segir Inga. Ekki sé von á ráðherraskiptum á ríkisráðsfundi á morgun. „Engin sem ég veit um,“ segir Inga.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira