Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. desember 2025 14:02 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, rýnir í stöðuna en verðbólgan jókst í desember umfram það sem spár höfðu gert ráð fyrir. Vísir/Vilhelm Minni líkur eru á að Seðlabankinn lækki vexti í febrúar eftir að verðbólgan tók stóran kipp upp á við í desember að sögn hagfræðings. Óvenju mikil hækkun flugfargjalda í desember og snemmbúin hækkun hitaveituverðs er meðal þess sem skýrir meiri verðbólguaukningu milli mánaða en spár gerðu ráð fyrir. Þá sé undirliggjandi verðbólguþrýstingur meiri en búist hafi verið við sem sé áhyggjuefni. Hins vegar séu jákvæðari teikn á lofti hvað lýtur að húsaleigu- og matvælaverði. Verðbólga mældist 3,7 prósent í nóvember en er nú komin upp 4,5 prósent sem er töluvert meiri aukning en spár höfðu gert ráð fyrir. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, koma nokkuð á óvart. „Já, þetta er að hluta óvænt. Það sem er að drífa muninn á opinberum spám, þar á meðal okkar spám og tölunum núna, er eiginlega fyrst og fremst tvennt: Það er hversu mikið flugfargjöld hækkuðu í desember, við gerðum ráð fyrir talsverðri hækkun en hún er óvenju mikil þennan desembermánuðinn. Og svo hitt að hitaveitukostnaður er að aukast umtalsvert í desember. Við áttum von á því flestir að það myndi gerast um áramótin og að hækkunin yrði ekki svona skörp,“ segir Jón Bjarki. Áhrif afsláttardaga gengin til baka en áfram undirliggjandi þrýstingur Þá hafi viðbúin verðhækkun gengið eftir í mörgum vöruflokkum, svo sem á fötum, leikföngum og tækjum, að afloknum stórum afsláttardögum í nóvember. Þetta spili inn í til viðbótar við árstíðarbundin áhrif sem eru tímabundin. „Það er að segja óvenju mikil hækkun á fluginu og það að hitaveituhækkunin kemur núna í desember, sem að gæti þýtt heldur hagfelldari tölur næstu mánuði. Þannig að það er ekki útséð með að verðbólgan gangi eitthvað hraðar til baka fyrir vikið á næstu mánuðum. En í þriðja lagi erum við með heldur meiri undirliggjandi verðbólguþrýsting heldur en við áttum von á og það er áhyggjuefni,“ segir Jón Bjarki. „Þar erum við með heldur meiri hækkun á ýmsum liðum en við vorum að vonast til að sjá, það er ekki síst í innfluttum vörum og reyndar í ýmsum þjónustuliðum líka,“ bætir hann við hvað lýtur að undirliggjandi verðbólguþrýstingi. Ekki sé þó um stórar sveiflur að ræða en „margt smátt gerir töluverðan þrýsting þegar allt er tekið saman“ eins og hann orðar það. Kaldara hagkerfi og verðbólguþróun vegast á við næstu ákvörðun Þetta gefi tilefni til minni bjartsýni um frekari vaxtalækkun við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í febrúar. „Líkur á vaxtalækkun í febrúar hafa því miður minnkað eftir þessar tölur. Við sjáum að markaðurinn er greinilega þeirrar skoðunar því að við sjáum verðþróun á skuldabréfum endurspegla minni vonir um vaxtalækkun allra næsta kastið. Þannig að þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu, í febrúar að vega saman augljós merki um kaldara hagkerfi og það að verðbólguþróunin er að verða óhagfelldari heldur en þau voru að vonast til þegar þau lækkuðu vexti núna í nóvember,“ segir Jón Bjarki. Matarverðið lækkar lítillega Hins vegar sé útlitið ekki að öllu leyti svart. Þannig hafi spár gengið eftir hvað varðar húsaleiguverð auk þess sem verð á matvöru sé ekki að hækka. Sjá einnig: Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum „Góðu fréttirnar í þessari mælingu, ef við getum talað um það, eru þó eiginlega tvennar. Reiknuð húsaleiga, þessi margfrægi liður sem að hefur nú oft verið áhyggjuefni, hann er þó ekki að hækka meira en við áttum von á og hækkunin hóflegri heldur en oft hefur verið undanfarna mánuði. Og svo hitt að matvöruverðið var að lækka lítillega. Þannig það eru kærkomin tíðindi væntanlega fyrir þá sem eru að versla í jólamatinn þessa dagana. En það er því miður heldur meiri undirliggjandi verðbólguþrýstingur heldur en við vorum að vonast til og horfurnar hafa þá eitthvað dökknað horft fram á næstu mánuði,“ segir Jón Bjarki. Verðbólgan verði yfir 4% næstu mánuði Hann telur að einkum megi rekja meiri hækkun flugfargjalda til minna framboðs á flugi í kjölfar falls Play, fremur en að eftirspurn hafi aukist mikið umfram það sem verið hefur á þessum vinsæla ferðatíma í desember. Jón Bjarki gerir ráð fyrir að vísitalan lækki eitthvað í janúar, og jafnvel meira en við hefði mátt búast í ljósi þess að hitaveituverðið hækkaði strax í desember en ekki um áramót líkt og búist hafi verið við. Þá sé viðbúið að flugfargjöld lækki strax upp úr áramótum. „Lækkunin gæti orðið meiri en ella eftir þessa miklu hækkun núna í desember. Þannig að við eigum von á nokkurri lækkun á vísitölunni sjálfri sem að þá aðeins gerir höfuðstólsþróunina á verðtryggðu lánunum hagfelldari en ella. En heilt yfir þá er útlit fyrir að verðbólgan verði eitthvað yfir 4% næstu mánuðina,“ segir Jón Bjarki. Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Verðbólga mældist 3,7 prósent í nóvember en er nú komin upp 4,5 prósent sem er töluvert meiri aukning en spár höfðu gert ráð fyrir. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, koma nokkuð á óvart. „Já, þetta er að hluta óvænt. Það sem er að drífa muninn á opinberum spám, þar á meðal okkar spám og tölunum núna, er eiginlega fyrst og fremst tvennt: Það er hversu mikið flugfargjöld hækkuðu í desember, við gerðum ráð fyrir talsverðri hækkun en hún er óvenju mikil þennan desembermánuðinn. Og svo hitt að hitaveitukostnaður er að aukast umtalsvert í desember. Við áttum von á því flestir að það myndi gerast um áramótin og að hækkunin yrði ekki svona skörp,“ segir Jón Bjarki. Áhrif afsláttardaga gengin til baka en áfram undirliggjandi þrýstingur Þá hafi viðbúin verðhækkun gengið eftir í mörgum vöruflokkum, svo sem á fötum, leikföngum og tækjum, að afloknum stórum afsláttardögum í nóvember. Þetta spili inn í til viðbótar við árstíðarbundin áhrif sem eru tímabundin. „Það er að segja óvenju mikil hækkun á fluginu og það að hitaveituhækkunin kemur núna í desember, sem að gæti þýtt heldur hagfelldari tölur næstu mánuði. Þannig að það er ekki útséð með að verðbólgan gangi eitthvað hraðar til baka fyrir vikið á næstu mánuðum. En í þriðja lagi erum við með heldur meiri undirliggjandi verðbólguþrýsting heldur en við áttum von á og það er áhyggjuefni,“ segir Jón Bjarki. „Þar erum við með heldur meiri hækkun á ýmsum liðum en við vorum að vonast til að sjá, það er ekki síst í innfluttum vörum og reyndar í ýmsum þjónustuliðum líka,“ bætir hann við hvað lýtur að undirliggjandi verðbólguþrýstingi. Ekki sé þó um stórar sveiflur að ræða en „margt smátt gerir töluverðan þrýsting þegar allt er tekið saman“ eins og hann orðar það. Kaldara hagkerfi og verðbólguþróun vegast á við næstu ákvörðun Þetta gefi tilefni til minni bjartsýni um frekari vaxtalækkun við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í febrúar. „Líkur á vaxtalækkun í febrúar hafa því miður minnkað eftir þessar tölur. Við sjáum að markaðurinn er greinilega þeirrar skoðunar því að við sjáum verðþróun á skuldabréfum endurspegla minni vonir um vaxtalækkun allra næsta kastið. Þannig að þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu, í febrúar að vega saman augljós merki um kaldara hagkerfi og það að verðbólguþróunin er að verða óhagfelldari heldur en þau voru að vonast til þegar þau lækkuðu vexti núna í nóvember,“ segir Jón Bjarki. Matarverðið lækkar lítillega Hins vegar sé útlitið ekki að öllu leyti svart. Þannig hafi spár gengið eftir hvað varðar húsaleiguverð auk þess sem verð á matvöru sé ekki að hækka. Sjá einnig: Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum „Góðu fréttirnar í þessari mælingu, ef við getum talað um það, eru þó eiginlega tvennar. Reiknuð húsaleiga, þessi margfrægi liður sem að hefur nú oft verið áhyggjuefni, hann er þó ekki að hækka meira en við áttum von á og hækkunin hóflegri heldur en oft hefur verið undanfarna mánuði. Og svo hitt að matvöruverðið var að lækka lítillega. Þannig það eru kærkomin tíðindi væntanlega fyrir þá sem eru að versla í jólamatinn þessa dagana. En það er því miður heldur meiri undirliggjandi verðbólguþrýstingur heldur en við vorum að vonast til og horfurnar hafa þá eitthvað dökknað horft fram á næstu mánuði,“ segir Jón Bjarki. Verðbólgan verði yfir 4% næstu mánuði Hann telur að einkum megi rekja meiri hækkun flugfargjalda til minna framboðs á flugi í kjölfar falls Play, fremur en að eftirspurn hafi aukist mikið umfram það sem verið hefur á þessum vinsæla ferðatíma í desember. Jón Bjarki gerir ráð fyrir að vísitalan lækki eitthvað í janúar, og jafnvel meira en við hefði mátt búast í ljósi þess að hitaveituverðið hækkaði strax í desember en ekki um áramót líkt og búist hafi verið við. Þá sé viðbúið að flugfargjöld lækki strax upp úr áramótum. „Lækkunin gæti orðið meiri en ella eftir þessa miklu hækkun núna í desember. Þannig að við eigum von á nokkurri lækkun á vísitölunni sjálfri sem að þá aðeins gerir höfuðstólsþróunina á verðtryggðu lánunum hagfelldari en ella. En heilt yfir þá er útlit fyrir að verðbólgan verði eitthvað yfir 4% næstu mánuðina,“ segir Jón Bjarki.
Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira