Innlent

Leitaði á lög­reglu­stöð til að komast úr járnunum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Níu gistu fangageymslur lögreglu nú í morgun.
Níu gistu fangageymslur lögreglu nú í morgun. Vísir/Ívar Fannar

Lögregla rannsakar nú atvik þar sem bifreið var bakkað á barn en meiðsl barnsins eru sögð hafa verið minniháttar. Þá kom upp sérkennilegt atvik á vaktinni í gærkvöldi eða nótt þegar einstaklingur leitaði á lögreglustöð til að fá aðstoð til að komast úr handjárnum.

Lögregla gat því miður ekki hjálpað viðkomandi en var bent á að leita til slökkviliðsins.

Einn var handtekinn fyrir þjófnað í verslun en hann reyndist einnig hafa á sér vasahníf og var sagður ógnandi. Þá var tilkynnt um þjófnað í tveimur matvöruverslunum.

Lögregla fór einnig á vettvang vegna hávaða í heimahúsi og þá voru sex stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn var handtekinn fyrir að aka á yfir tvöföldum hámarkshraða og sviptur ökuréttindum tímabundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×