Bíó og sjónvarp

Dick van Dyke á hundrað ára af­mæli

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Dick van Dyke og Julie Andrews í hlutverkum Berts og Mary Poppins árið 1964.
Dick van Dyke og Julie Andrews í hlutverkum Berts og Mary Poppins árið 1964. Getty

Bandaríski leikarinn og grínistinn Dick van Dyke fagnar hundrað ára afmæli í dag. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sín í söngleikjunum Mary Poppins og Chitty Chitty Bang Bang auk grínþáttanna The Dick van Dyke Show. 

Dick van Dyke fæddist 13. desember 1925 í Missouri í Bandaríkjunum. Farsæll leiklistarferill hans hófst af alvöru í söngleiknum Bye Bye Birdie árið 1963. Á sjöunda áratugnum lék hann sömuleiðis sótarann Bert í Mary Poppins, Caractacus Potts í Chitty Chitty Bang Bang og Claude Fitzwillam í grínmyndinni Fitzwilly.

Á sama tíma lék hann aðalhlutverkið í The Dick Van Dyke Show, grínþáttahöfundinn Rob Petrie. Þættirnir voru framleiddir á árunum 1961-1966 og urðu 158 talsins.

Van Dyke brá sömuleiðis fyrir í Mary Poppins Returns, sem kom út árið 2018. Þá sem Mr. Dawes yngri, sem er sonur illa bankastjórans sem (höskuldarviðvörun) dó úr hlátri eftir að fjölskyldufaðirinn sagði honum brandara í upprunalegu myndinni.

Hér að neðan má sjá myndbrot af van Dyke ásamt Julie Andrews, mótleikkonu sinni, syngja eitt þekktasta lag Mary Poppins, Supercalifragilisticexpialidocious.

Sé litið á feril van Dyke er af nægu að taka enda hefur hann fengið mörg ár til að sanka að sér verkefnum. Ef marka má Imdb-síðu van Dyke hefur hann tekið þátt í 83 kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum yfir ævina. 

Þrátt fyrir annasöm ár og háan aldur virðist leikarinn enn í fullu fjöri ef marka má færslur á samfélagsmiðlum hans. Myndin að neðan er titluð „síðustu augnablik hans á tveggja stafa aldri“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.