Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. desember 2025 09:37 Hutcherson og Lawrence verða með þó hlutverkin verði sennilega ekki stór. Jennifer Lawrence og Josh Hutcherson, sem urðu að Hollywood-stjörnum með Hungurleikafjórleiknum frá 2012 til 2015, munu snúa aftur í seríuna í nýrri mynd sem fjallar um Haymitch Abernathy, læriföður Katniss Everdeen. Sú heitir The Hunger Games: Sunrise on the Reaping, byggir á samnefndri bók Suzanne Collins og er væntanlega í bíóhús í nóvember 2026. Kvikmyndabransamiðillinn The Hollywood Reporter greinir frá. Sunrise on the Reaping gerist að morgni fimmtugustu Hungurleikanna, 24 árum fyrir atburði fyrstu myndarinnar. Lawrence mun snúa aftur sem Katniss Everdeen og Hutcherson sem Peeta Mellark. Líklegt er að þeim muni bregða fyrir í einhvers konar framspóli, jafnvel í stakri senu í lokin. Hins vegar er ekkert öruggt í þeim efnum þar sem engar frekari upplýsingar liggja fyrir. Francis Lawrence mun leikstýra myndinni líkt og síðustu fjórum Hungurleikamyndum (öllum nema þeirri fyrstu) en leikhópurinn er stjörnum prýddur. Þar má nefna Ralph Fiennes í hlutverki Snow forseta, Jesse Plemons sem Plutarch Heavensbee, Kieran Culkin sem Caesar Flickerman, Elle Fanning sem Effie Trinket og Joseph Zada sem ungur Abernathy. Myndin er beint framhald The Hunger Games: The Ballad of Songbirds & Snakes sem kom út 2023 með Rachel Zegler, Tom Blyth og Hunter Schafer í aðalhlutverkum og fjallaði um æskuár Snow forseta. Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Sú heitir The Hunger Games: Sunrise on the Reaping, byggir á samnefndri bók Suzanne Collins og er væntanlega í bíóhús í nóvember 2026. Kvikmyndabransamiðillinn The Hollywood Reporter greinir frá. Sunrise on the Reaping gerist að morgni fimmtugustu Hungurleikanna, 24 árum fyrir atburði fyrstu myndarinnar. Lawrence mun snúa aftur sem Katniss Everdeen og Hutcherson sem Peeta Mellark. Líklegt er að þeim muni bregða fyrir í einhvers konar framspóli, jafnvel í stakri senu í lokin. Hins vegar er ekkert öruggt í þeim efnum þar sem engar frekari upplýsingar liggja fyrir. Francis Lawrence mun leikstýra myndinni líkt og síðustu fjórum Hungurleikamyndum (öllum nema þeirri fyrstu) en leikhópurinn er stjörnum prýddur. Þar má nefna Ralph Fiennes í hlutverki Snow forseta, Jesse Plemons sem Plutarch Heavensbee, Kieran Culkin sem Caesar Flickerman, Elle Fanning sem Effie Trinket og Joseph Zada sem ungur Abernathy. Myndin er beint framhald The Hunger Games: The Ballad of Songbirds & Snakes sem kom út 2023 með Rachel Zegler, Tom Blyth og Hunter Schafer í aðalhlutverkum og fjallaði um æskuár Snow forseta.
Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira