Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Árni Sæberg skrifar 12. desember 2025 13:44 Sanna er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins en ætlar að bjóða fram undir öðrum merkjum í vor. Vísir/Ívar Fannar Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur tilkynnt að hún muni bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor. Það gerir hún undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri, en þó ætlar hún ekki að segja sig úr Sósíalistaflokknum. Frá þessu greinir Sanna í myndskeiði á Facebook, sem sjá má hér að neðan: Þá segir á vef Vors til vinstri að hún trúi því að lausnirnar fyrir Reykjavík sé að finna í félagshyggju — í því að byggja borg þar sem lífsgæði og réttlæti eru í forgrunni. Hún vilji bjóða sig fram í komandi borgarstjórnarkosningum. „Nú er kominn tími til að við, fólkið á vinstri vængnum, tökum höndum saman og búum til raunverulegt afl fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Við þurfum samstöðu og opið samtal.“ Ný stjórn skapað óvissu Þá segir að hún hafi undanfarin tvö kjörtímabil lagt sig alla fram við að vinna fyrir borgarbúa sem þurfi á öflugu vinstra afli að halda. Hún sé þakklát fyrir það traust henni hafi verið sýnt. „Það er ekkert leyndarmál að innan sósíalistaflokksins hafa orðið miklar breytingar. Ný stjórn hefur skapað óvissu og togstreitu meðal félaga, bæði innan sem utan flokks. Fjöldi fólks hefur áhyggjur af því hvert flokkurinn stefnir. Ég skil þær áhyggjur mjög vel. En ég er sannfærð um að þessi tímabundna óvissa verði stuttur kafli í sögu flokksins. Kjarninn í minni nálgun er enn sá sami; efnahagslegt og félagslegt réttlæti.“ Hún starfi fyrir grasrótina og fólkið í borginni. Þess vegna ætli hún ekki að segja sig úr flokknum, þrátt fyrir þrýsting frá nýrri stjórn. Hún trúi því að á næsta aðalfundi taki fólk við stjórn sem hafi skýra sýn, heiðarleika og stuðning meirihluta félaga. „Þar til ætla ég að halda áfram að vinna af fullum krafti fyrir þau gildi sem sameina vinstra fólk. Því baráttan framundan er stærri en flokkar. Baráttan krefst samstöðu allra þeirra sem vilja réttlátari, ódýrari og lífvænlegri borg.“ Fólk í öðrum sveitarfélögum velkomið Þau sem viti að félagshyggjan sé svarið við vanda borgarinnar þurfi að sýna ábyrgð, sameinast og skapa grundvöll fyrir öflugt vinstra framboð í þágu fólksins í borginni — óháð flokksmerkjum. Þau þurfi sameiginlegan vettvang þar sem hugmyndir fólks fái að blómstra og vinna út frá því sem sameinar, en ekki því sem sundrar þeim. „Þó að ég bjóði til samtals um borgina, þá veit ég að þetta er stærra verkefni. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er víða sá sami. Fólki í öðrum sveitarfélögum er velkomið að taka þátt og tengjast öðrum. Þannig stöndum við sterk. Gerum þetta saman því við viljum vor til vinstri!“ Vinsælasti borgarfulltrúinn Samkvæmt nýlegri könnun Maskínu er Sanna vinsælasti borgarfulltrúinn en 24 prósent svarenda sögðu hana hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Á eftir henni kemur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem eykur vinsældir sínar frá síðustu könnun. Tuttugu og eitt prósent íbúa segir hana hafa staðið sig best á kjörtímabilinu en 17% voru þeirrar skoðunar í ágúst síðastliðnum. Þar á eftir kemur Einar Þorsteinsson fyrir Framsókn, en níu prósent telja hann hafa staðið sig best, og loks Dóra Björg Guðjónsdóttir Pírati sem sögð er standa sig best af átta prósent svarenda. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Vor til vinstri Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Frá þessu greinir Sanna í myndskeiði á Facebook, sem sjá má hér að neðan: Þá segir á vef Vors til vinstri að hún trúi því að lausnirnar fyrir Reykjavík sé að finna í félagshyggju — í því að byggja borg þar sem lífsgæði og réttlæti eru í forgrunni. Hún vilji bjóða sig fram í komandi borgarstjórnarkosningum. „Nú er kominn tími til að við, fólkið á vinstri vængnum, tökum höndum saman og búum til raunverulegt afl fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Við þurfum samstöðu og opið samtal.“ Ný stjórn skapað óvissu Þá segir að hún hafi undanfarin tvö kjörtímabil lagt sig alla fram við að vinna fyrir borgarbúa sem þurfi á öflugu vinstra afli að halda. Hún sé þakklát fyrir það traust henni hafi verið sýnt. „Það er ekkert leyndarmál að innan sósíalistaflokksins hafa orðið miklar breytingar. Ný stjórn hefur skapað óvissu og togstreitu meðal félaga, bæði innan sem utan flokks. Fjöldi fólks hefur áhyggjur af því hvert flokkurinn stefnir. Ég skil þær áhyggjur mjög vel. En ég er sannfærð um að þessi tímabundna óvissa verði stuttur kafli í sögu flokksins. Kjarninn í minni nálgun er enn sá sami; efnahagslegt og félagslegt réttlæti.“ Hún starfi fyrir grasrótina og fólkið í borginni. Þess vegna ætli hún ekki að segja sig úr flokknum, þrátt fyrir þrýsting frá nýrri stjórn. Hún trúi því að á næsta aðalfundi taki fólk við stjórn sem hafi skýra sýn, heiðarleika og stuðning meirihluta félaga. „Þar til ætla ég að halda áfram að vinna af fullum krafti fyrir þau gildi sem sameina vinstra fólk. Því baráttan framundan er stærri en flokkar. Baráttan krefst samstöðu allra þeirra sem vilja réttlátari, ódýrari og lífvænlegri borg.“ Fólk í öðrum sveitarfélögum velkomið Þau sem viti að félagshyggjan sé svarið við vanda borgarinnar þurfi að sýna ábyrgð, sameinast og skapa grundvöll fyrir öflugt vinstra framboð í þágu fólksins í borginni — óháð flokksmerkjum. Þau þurfi sameiginlegan vettvang þar sem hugmyndir fólks fái að blómstra og vinna út frá því sem sameinar, en ekki því sem sundrar þeim. „Þó að ég bjóði til samtals um borgina, þá veit ég að þetta er stærra verkefni. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er víða sá sami. Fólki í öðrum sveitarfélögum er velkomið að taka þátt og tengjast öðrum. Þannig stöndum við sterk. Gerum þetta saman því við viljum vor til vinstri!“ Vinsælasti borgarfulltrúinn Samkvæmt nýlegri könnun Maskínu er Sanna vinsælasti borgarfulltrúinn en 24 prósent svarenda sögðu hana hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Á eftir henni kemur Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sem eykur vinsældir sínar frá síðustu könnun. Tuttugu og eitt prósent íbúa segir hana hafa staðið sig best á kjörtímabilinu en 17% voru þeirrar skoðunar í ágúst síðastliðnum. Þar á eftir kemur Einar Þorsteinsson fyrir Framsókn, en níu prósent telja hann hafa staðið sig best, og loks Dóra Björg Guðjónsdóttir Pírati sem sögð er standa sig best af átta prósent svarenda.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Vor til vinstri Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira