Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar 11. desember 2025 11:30 Þegar ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær var kunngerð, var það í sjálfu sér ekki ákvörðunin sem vakti mesta athygli, heldur tímasetningin og atburðarásin. Ljóst var frá næstsíðasta fundi stjórnar RÚV að innan hennar var meirihluti fyrir því að draga RÚV út úr keppninni í Vín næsta vor, í ljósi þess að Ísrael hafði þegar fengið aðgöngumiða í boði EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda keppnina. Og eins og tæplega fór fram hjá nokkrum manni biðu fjölmargir með öndina í hálsinum síðdegis í gær eftir að fundi stjórnar lyki og upplýst yrði um þessa stóru og afdrifaríku ákvörðun: hvort Ísland ætlaði að taka þátt eða ekki. En stjórnin fékk ekki, eða þurfti ekki, að taka efnislega afstöðu til málsins. Framkvæmdastjórn RÚV greip inn í og tók af skarið. Útvarpsstjóri tilkynnti um ákvörðunina, ekki stjórnarformaður, og fyrstu viðbrögð mín voru undrun yfir því að framkvæmdastjórnin skyldi nánast hafa „stolið glæpnum“ fyrir framan nefið á stjórninni. Eftir á að hyggja var þessi tímasetning og atburðarás þó líklega skynsamleg, þótt allir sjái hversu klaufalega þetta leit út. Hefði stjórn RÚV tekið þessa ákvörðun, eins og allt leit út fyrir að yrði raunin, er ljóst að hún hefði verið tekin algerlega á pólitískum forsendum. Og auðvitað vita allir að ástæðan fyrir því að Ísland verður ekki með næsta vor er hápólitísk. En útvarpsstjóri mildaði höggið með því að leggja áherslu á að dagskrárvaldið sé hjá framkvæmdastjórninni og að ákvörðunin feli ekki í sér pólitíska afstöðu Íslands, heldur faglegt mat RÚV. Það væri ekki hlutverk pólitískt skipaðrar stjórnar að taka ritstjórnar- eða dagskrárlegar ákvarðanir, var undirliggjandi tónn í orðum hans. Hvort þessi tilgáta er rétt veit ég ekki. Kannski vega önnur rök þyngra. Það væri fróðlegt að heyra. Sjálf Eurovision-keppnin er orðin hálfgert aukaatriði. Sem hún reyndar var orðin hvort sem er. Enginn sómi er að henni lengur: yfirgengilegar skrautlegar umbúðir utan um tónlist og söngva sem skipta stöðugt minna máli. Hvernig stjórn EBU hefur haldið utan um keppnina er mikið rannsóknarefni, reglurnar ýmist óljósar eða ósanngjarnar. Það hefur til dæmis löngum verið mér hulin ráðgáta hvernig hægt er að halda keppni þar sem frá upphafi er alltaf vitlaust gefið. Eðli máls samkvæmt byggir keppni á því að allir sitji við sama borð, en í Eurovision hefur það viðgengist áratugum saman að þau fimm ríki sem greiða mest til EBU kaupi sér beinlínis sæti á úrslitakvöldinu. Myndi einhver sætta sig við að ríkustu knattspyrnusamböndin sem leggja hvað mest til FIFA fengju sjálfkrafa sæti í átta liða úrslitum í heimsmeistarakeppni? Og svo er gleðin farin. Eftir stendur bara glysið. Þá er betur heima setið en af stað farið. Höfundu er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Á matarslóðum Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Þegar ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær var kunngerð, var það í sjálfu sér ekki ákvörðunin sem vakti mesta athygli, heldur tímasetningin og atburðarásin. Ljóst var frá næstsíðasta fundi stjórnar RÚV að innan hennar var meirihluti fyrir því að draga RÚV út úr keppninni í Vín næsta vor, í ljósi þess að Ísrael hafði þegar fengið aðgöngumiða í boði EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda keppnina. Og eins og tæplega fór fram hjá nokkrum manni biðu fjölmargir með öndina í hálsinum síðdegis í gær eftir að fundi stjórnar lyki og upplýst yrði um þessa stóru og afdrifaríku ákvörðun: hvort Ísland ætlaði að taka þátt eða ekki. En stjórnin fékk ekki, eða þurfti ekki, að taka efnislega afstöðu til málsins. Framkvæmdastjórn RÚV greip inn í og tók af skarið. Útvarpsstjóri tilkynnti um ákvörðunina, ekki stjórnarformaður, og fyrstu viðbrögð mín voru undrun yfir því að framkvæmdastjórnin skyldi nánast hafa „stolið glæpnum“ fyrir framan nefið á stjórninni. Eftir á að hyggja var þessi tímasetning og atburðarás þó líklega skynsamleg, þótt allir sjái hversu klaufalega þetta leit út. Hefði stjórn RÚV tekið þessa ákvörðun, eins og allt leit út fyrir að yrði raunin, er ljóst að hún hefði verið tekin algerlega á pólitískum forsendum. Og auðvitað vita allir að ástæðan fyrir því að Ísland verður ekki með næsta vor er hápólitísk. En útvarpsstjóri mildaði höggið með því að leggja áherslu á að dagskrárvaldið sé hjá framkvæmdastjórninni og að ákvörðunin feli ekki í sér pólitíska afstöðu Íslands, heldur faglegt mat RÚV. Það væri ekki hlutverk pólitískt skipaðrar stjórnar að taka ritstjórnar- eða dagskrárlegar ákvarðanir, var undirliggjandi tónn í orðum hans. Hvort þessi tilgáta er rétt veit ég ekki. Kannski vega önnur rök þyngra. Það væri fróðlegt að heyra. Sjálf Eurovision-keppnin er orðin hálfgert aukaatriði. Sem hún reyndar var orðin hvort sem er. Enginn sómi er að henni lengur: yfirgengilegar skrautlegar umbúðir utan um tónlist og söngva sem skipta stöðugt minna máli. Hvernig stjórn EBU hefur haldið utan um keppnina er mikið rannsóknarefni, reglurnar ýmist óljósar eða ósanngjarnar. Það hefur til dæmis löngum verið mér hulin ráðgáta hvernig hægt er að halda keppni þar sem frá upphafi er alltaf vitlaust gefið. Eðli máls samkvæmt byggir keppni á því að allir sitji við sama borð, en í Eurovision hefur það viðgengist áratugum saman að þau fimm ríki sem greiða mest til EBU kaupi sér beinlínis sæti á úrslitakvöldinu. Myndi einhver sætta sig við að ríkustu knattspyrnusamböndin sem leggja hvað mest til FIFA fengju sjálfkrafa sæti í átta liða úrslitum í heimsmeistarakeppni? Og svo er gleðin farin. Eftir stendur bara glysið. Þá er betur heima setið en af stað farið. Höfundu er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar