Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2025 07:57 Jódís Skúladóttir sat á þingi frá 2021 til 2024. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, hefur tjáð sig um sæðisgjafamálið sem greint var frá í gær og segist meðal annars velta því fyrir sér hvort börnin hennar eigi tugi systkina á Íslandi sem geta ekki rakið uppruna sinn. Greint var frá því í gær að að minnsta kosti 197 börn hefðu verið getin með sæði manns með alvarlegan erfðagalla, þar af fjögur á Íslandi. Nokkur fjöldi barnanna hefur síðan verið greindur með krabbamein og einhver eru dáin. Gjafinn gaf sæði til dansks sæðisbanka, sem seldi sæðið til fjórtán landa. Það var í umferð í um sautján ár og var í einhverjum tilvikum notað oftar en reglur kveða á um. „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum þegar fyrstu fréttir bárust af þessu hörmulega máli. Ég hringdi strax í Livio og óskaði ráðgjafar þar sem við nýttum þjónustu Art Medica á sínum tíma og það fyrirtæki er ekki lengur til. Stuttu seinna fékk ég símtal frá rannsóknarstofu sem fletti upp okkar númerum og staðfesti að við hefðum aldrei nýtt þennan gjafa,“ segir Jódís á Facebook. Hún segir að sem hinsegin kona og síðar sem einhleyp kona hafi hún farið í fleiri frjósemismeðferðir en hún geti talið og það í þremur löndum. Meðferðirnar hafi kostað milljónir. Jódís segist telja að víða sé pottur brotinn þegar kemur að frjósemismeðferðum og ráðast þurfi í rannsókn á lagalegri stöðu og framkvæmd frjósemisaðgerða á Íslandi. „Fólk sem sækir þjónustuna er í örvæntingu og stendur mjög höllum fæti gagnvart slíkum fyrirtækjum. Fólk á allt undir þeim og hefur auk þess margt nýtt allt sitt sparifé í meðferðina. Það veldur því að fólk er hrætt við að gagnrýna eða spyrja spurninga,“ segir Jódís. Hún setur meðal annars spurningamerki við kostnaðinn, við lakan árangur og það hvers vegna gjafar geta enn verið nafnlausir á meðan réttur barna til að þekkja uppruna sinn hafi verið festur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Hvernig getur þetta verið svona? Jú þetta er í fyrsta lagi einkarekin heilbrigðisþjónusta sem starfar eins og önnur fyrirtæki eftir arðsemiskröfu en ekki þjónustuþörf og verðleggur þjónustuna eftir sínu höfði. Eftirliti, eins og við þekkjum vel frá annari einkarekinni heilbrigðisþjónustu, er verulega ábótavant. Ítrekað hefur komið í ljós erlendis að ákveðnir gjafar hafa verið notaðir allt of oft. Þessi ákveðni gjafi sennilega mörghundruð sinnum. Ég spyr mig á litla Íslandi, eiga mín börn tugi systkina hér á landi þar sem engin þeirra getur rakið uppruna sinn? Er það í lagi?“ spyr Jódís. Frjósemi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Greint var frá því í gær að að minnsta kosti 197 börn hefðu verið getin með sæði manns með alvarlegan erfðagalla, þar af fjögur á Íslandi. Nokkur fjöldi barnanna hefur síðan verið greindur með krabbamein og einhver eru dáin. Gjafinn gaf sæði til dansks sæðisbanka, sem seldi sæðið til fjórtán landa. Það var í umferð í um sautján ár og var í einhverjum tilvikum notað oftar en reglur kveða á um. „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum þegar fyrstu fréttir bárust af þessu hörmulega máli. Ég hringdi strax í Livio og óskaði ráðgjafar þar sem við nýttum þjónustu Art Medica á sínum tíma og það fyrirtæki er ekki lengur til. Stuttu seinna fékk ég símtal frá rannsóknarstofu sem fletti upp okkar númerum og staðfesti að við hefðum aldrei nýtt þennan gjafa,“ segir Jódís á Facebook. Hún segir að sem hinsegin kona og síðar sem einhleyp kona hafi hún farið í fleiri frjósemismeðferðir en hún geti talið og það í þremur löndum. Meðferðirnar hafi kostað milljónir. Jódís segist telja að víða sé pottur brotinn þegar kemur að frjósemismeðferðum og ráðast þurfi í rannsókn á lagalegri stöðu og framkvæmd frjósemisaðgerða á Íslandi. „Fólk sem sækir þjónustuna er í örvæntingu og stendur mjög höllum fæti gagnvart slíkum fyrirtækjum. Fólk á allt undir þeim og hefur auk þess margt nýtt allt sitt sparifé í meðferðina. Það veldur því að fólk er hrætt við að gagnrýna eða spyrja spurninga,“ segir Jódís. Hún setur meðal annars spurningamerki við kostnaðinn, við lakan árangur og það hvers vegna gjafar geta enn verið nafnlausir á meðan réttur barna til að þekkja uppruna sinn hafi verið festur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Hvernig getur þetta verið svona? Jú þetta er í fyrsta lagi einkarekin heilbrigðisþjónusta sem starfar eins og önnur fyrirtæki eftir arðsemiskröfu en ekki þjónustuþörf og verðleggur þjónustuna eftir sínu höfði. Eftirliti, eins og við þekkjum vel frá annari einkarekinni heilbrigðisþjónustu, er verulega ábótavant. Ítrekað hefur komið í ljós erlendis að ákveðnir gjafar hafa verið notaðir allt of oft. Þessi ákveðni gjafi sennilega mörghundruð sinnum. Ég spyr mig á litla Íslandi, eiga mín börn tugi systkina hér á landi þar sem engin þeirra getur rakið uppruna sinn? Er það í lagi?“ spyr Jódís.
Frjósemi Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira