Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2025 07:30 Norðmenn eru afar spenntir fyrir því að sjá Erling Haaland og félaga í norska landsliðinu fara langt á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Getty/Image Photo Agency Norðmenn eru komnir inn á heimsmeistaramót karla í fótbolta í fyrsta sinn í næstum því þrjá áratugi og það er óhætt að segja að það sé spenna hjá norsku þjóðinni. Ekki spillir fyrir að norska liðið er afar spennandi með marga heimsklassa leikmenn innanborðs. Pressan er því mikil á að Norðmenn fái tækifæri til að njóta HM-veislunnar í botn. Norska ríkisstjórnin vill tryggja að það geti orðið þjóðhátíð meðan á HM stendur jafnvel þótt nokkrir leikjanna verði spilaðir eftir að veitingaleyfi skemmtistaða rennur út. Jú, það kemur til greina að breyta áfengislögum norsku þjóðarinnar vegna HM næsta sumar Munu skoða hvað þarf að gera „Við munum skoða hvað þarf að gera, hvort sem það verða lagabreytingar eða aðrar aðgerðir sem þarf,“ sagði Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs Norðmenn spila leiki sína í nokkrum borgum í Bandaríkjunum, landi sem er á nokkrum tímabeltum á eftir Noregi. Það þýðir að nokkrir leikjanna fara fram á tímum sem fyrir okkur eru seint að kvöldi eða um miðja nótt. Þegar er vitað að Noregur mun spila tvo af HM-leikjunum að næturlagi að norskum tíma. „Það er hefð í Noregi að fólk fari á skemmtistaði til að horfa á leiki saman, og við teljum að það eigi að geta gert það allan leikinn. Þetta er eitthvað sem við munum finna lausn á í tæka tíð fyrir HM,“ sagði Störe. Einnig á pöbbnum Tonje Brenna, þingflokksformaður Verkamannaflokksins, lofar því sama. „Auðvitað á fólk að fá að horfa á HM í fótbolta. Einnig á pöbbnum. Einnig þegar leikirnir eru spilaðir að næturlagi. Ef við höfum reglur sem koma í veg fyrir þetta, verðum við að leysa það. Því lofar Verkamannaflokkurinn,“ skrifar hún á Facebook. Þetta fær veitingageirann til að fagna. „Þetta eru frábærar fréttir. Það er gott að Tonje Brenna og ríkisstjórnin grípi inn í og tryggi að HM verði þjóðhátíð. Veitingageirinn er tilbúinn að leggja sitt af mörkum,“ sagði Tobias Strandskog-Christensen, sviðsstjóri veitingasviðs hjá NHO Reiseliv. Reglurna strangar Í grundvallaratriðum eru strangar reglur um áfengisveitingar í Noregi. Það eru sveitarfélögin sem ákveða hvenær skemmtistaðir mega veita áfengi og flestir hafa haft veitingastopp í kringum klukkan tvö til þrjú í mörg ár. Í samanburði við nágrannalönd þeirra eru reglurnar því frekar strangar. Í Svíþjóð geta sveitarfélög veitt lengri veitingatíma, en oft loka þau í kringum klukkan eitt. Í Danmörku eru reglurnar mun frjálslegri. Þar mega margir staðir hafa opið til klukkan fimm eða jafnvel lengur, ef þeir fá leyfi til þess. Í Noregi hafa áfengislögin verið nánast óbreytt í mörg ár. HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Ekki spillir fyrir að norska liðið er afar spennandi með marga heimsklassa leikmenn innanborðs. Pressan er því mikil á að Norðmenn fái tækifæri til að njóta HM-veislunnar í botn. Norska ríkisstjórnin vill tryggja að það geti orðið þjóðhátíð meðan á HM stendur jafnvel þótt nokkrir leikjanna verði spilaðir eftir að veitingaleyfi skemmtistaða rennur út. Jú, það kemur til greina að breyta áfengislögum norsku þjóðarinnar vegna HM næsta sumar Munu skoða hvað þarf að gera „Við munum skoða hvað þarf að gera, hvort sem það verða lagabreytingar eða aðrar aðgerðir sem þarf,“ sagði Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs Norðmenn spila leiki sína í nokkrum borgum í Bandaríkjunum, landi sem er á nokkrum tímabeltum á eftir Noregi. Það þýðir að nokkrir leikjanna fara fram á tímum sem fyrir okkur eru seint að kvöldi eða um miðja nótt. Þegar er vitað að Noregur mun spila tvo af HM-leikjunum að næturlagi að norskum tíma. „Það er hefð í Noregi að fólk fari á skemmtistaði til að horfa á leiki saman, og við teljum að það eigi að geta gert það allan leikinn. Þetta er eitthvað sem við munum finna lausn á í tæka tíð fyrir HM,“ sagði Störe. Einnig á pöbbnum Tonje Brenna, þingflokksformaður Verkamannaflokksins, lofar því sama. „Auðvitað á fólk að fá að horfa á HM í fótbolta. Einnig á pöbbnum. Einnig þegar leikirnir eru spilaðir að næturlagi. Ef við höfum reglur sem koma í veg fyrir þetta, verðum við að leysa það. Því lofar Verkamannaflokkurinn,“ skrifar hún á Facebook. Þetta fær veitingageirann til að fagna. „Þetta eru frábærar fréttir. Það er gott að Tonje Brenna og ríkisstjórnin grípi inn í og tryggi að HM verði þjóðhátíð. Veitingageirinn er tilbúinn að leggja sitt af mörkum,“ sagði Tobias Strandskog-Christensen, sviðsstjóri veitingasviðs hjá NHO Reiseliv. Reglurna strangar Í grundvallaratriðum eru strangar reglur um áfengisveitingar í Noregi. Það eru sveitarfélögin sem ákveða hvenær skemmtistaðir mega veita áfengi og flestir hafa haft veitingastopp í kringum klukkan tvö til þrjú í mörg ár. Í samanburði við nágrannalönd þeirra eru reglurnar því frekar strangar. Í Svíþjóð geta sveitarfélög veitt lengri veitingatíma, en oft loka þau í kringum klukkan eitt. Í Danmörku eru reglurnar mun frjálslegri. Þar mega margir staðir hafa opið til klukkan fimm eða jafnvel lengur, ef þeir fá leyfi til þess. Í Noregi hafa áfengislögin verið nánast óbreytt í mörg ár.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti