Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. desember 2025 00:03 Björn segir framtaksleysi bæjarins bera vott um dystópíska forgangsröðun. Vísir/Samsett Íbúi Kársneshverfis segir Kópavogsbæ taka auglýsingapláss fram yfir umferðaröryggi barna. Hann og ung dóttir hans hafi ítrekað sloppið með skrekkinn þegar bílar þjóti yfir gangbraut á rauðu ljósi og að ekki hafi það bætt úr skák að bótaheit Kópavogsbæjar hafi að engu orðið og að stærðar auglýsingaskilti hafi sömuleiðis verið komið upp við gangbrautarljósin sem byrgir ökumönnum sýn í skammdeginu. Björn Atli Davíðsson, íbúi á Kársnesi, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við bæjaryfirvöld varðandi gangbraut yfir Kársnesbraut sem hann og dóttir hans þvera til að komast á róluvöll við Huldubraut. Hann vakti athygli bæjarins á málinu í september þegar hann segir þau feðgin hafa næstum orðið fyrir bíl í þriðja sinn á sömu gangbraut. Sérstakt leyfi bæjarstjórnar skilyrði Hann sendi þá erindi á Kópavogsbæ og barst honum þau svör að þegar gatnaframkvæmdum sem yfir stóðu lyki yrði gangbrautin upphækkuð sem myndi hægja á umferð bíla um götuna. Björn segir hins vegar ekkert hafa orðið af því. Fyrir um mánuði síðan fylgdi hann erindinu eftir og hengdi við það myndband af stórri rútu Reykjavik Excursions, áður Kynnisferðir, aka yfir á flennirauðu ljósi. Hann segist hafa náð því á myndband vegna þess að algengara sé að bílar bruni yfir á rauðu ljósi en ekki. Þessu erindi var ekki svarað. Sjöunda desember síðastliðinn varð Björn svo var við að upplýstu auglýsingaskilti hefði verið komið upp á strætóskýlinu við gangbrautina, þar sem áður var auglýsingaskilti með plakati sem skipt var reglulega út. Auglýsingaskiltið vísar á veginn í austur en eins og Björn bendir á þarf ekki bara sérstakt leyfi bæjarstjórnar fyrir því að setja upp auglýsingaskilti á almannafæri heldur einnig sérstakt leyfi til að setja slíka búnað við veg þannig að honum sé beint að umferð. „Á virkilega að reyna að stela athygli ökumanna og selja þeim Honey Nut Cheerios og áskrift að sjónvarpi Símans á þessum stað?“ spyr Björn sig. Dystópísk forgangsröðun Björn bendir einnig á að enn vanti skjól og bekk í strætóskýlið sem um ræðir en að auglýsingaskilti skíni skært. „Hvers konar dystópíska forgangsröðun er það að manni sé lofað hraðahindrun fyrir umferðaröryggi barna en fái upplýsta auglýsingu í smettið í staðinn?“ spyr Björn. Sunnudagskvöldið síðasta sendi hann svo Kópavogsbæ upplýsingabeiðni varðandi upplýsta auglýsingaskiltið en honum hefur að hans sögn ekki enn borist móttökustaðfesting. Umferðaröryggi Umferð Kópavogur Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Björn Atli Davíðsson, íbúi á Kársnesi, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við bæjaryfirvöld varðandi gangbraut yfir Kársnesbraut sem hann og dóttir hans þvera til að komast á róluvöll við Huldubraut. Hann vakti athygli bæjarins á málinu í september þegar hann segir þau feðgin hafa næstum orðið fyrir bíl í þriðja sinn á sömu gangbraut. Sérstakt leyfi bæjarstjórnar skilyrði Hann sendi þá erindi á Kópavogsbæ og barst honum þau svör að þegar gatnaframkvæmdum sem yfir stóðu lyki yrði gangbrautin upphækkuð sem myndi hægja á umferð bíla um götuna. Björn segir hins vegar ekkert hafa orðið af því. Fyrir um mánuði síðan fylgdi hann erindinu eftir og hengdi við það myndband af stórri rútu Reykjavik Excursions, áður Kynnisferðir, aka yfir á flennirauðu ljósi. Hann segist hafa náð því á myndband vegna þess að algengara sé að bílar bruni yfir á rauðu ljósi en ekki. Þessu erindi var ekki svarað. Sjöunda desember síðastliðinn varð Björn svo var við að upplýstu auglýsingaskilti hefði verið komið upp á strætóskýlinu við gangbrautina, þar sem áður var auglýsingaskilti með plakati sem skipt var reglulega út. Auglýsingaskiltið vísar á veginn í austur en eins og Björn bendir á þarf ekki bara sérstakt leyfi bæjarstjórnar fyrir því að setja upp auglýsingaskilti á almannafæri heldur einnig sérstakt leyfi til að setja slíka búnað við veg þannig að honum sé beint að umferð. „Á virkilega að reyna að stela athygli ökumanna og selja þeim Honey Nut Cheerios og áskrift að sjónvarpi Símans á þessum stað?“ spyr Björn sig. Dystópísk forgangsröðun Björn bendir einnig á að enn vanti skjól og bekk í strætóskýlið sem um ræðir en að auglýsingaskilti skíni skært. „Hvers konar dystópíska forgangsröðun er það að manni sé lofað hraðahindrun fyrir umferðaröryggi barna en fái upplýsta auglýsingu í smettið í staðinn?“ spyr Björn. Sunnudagskvöldið síðasta sendi hann svo Kópavogsbæ upplýsingabeiðni varðandi upplýsta auglýsingaskiltið en honum hefur að hans sögn ekki enn borist móttökustaðfesting.
Umferðaröryggi Umferð Kópavogur Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira