Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Árni Sæberg skrifar 10. desember 2025 17:18 Samkvæmt heimildum Vísis áttu atvik málsins sér stað á Sauðárkróki. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mildaði í dag refsingu konu, sem sakfelld var fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur drengjum og kynferðislega áreitni gegn einum þeirra, úr tveggja mánaða skilorðsbundnu fangelsi í þrjátíu daga. Einn dómara skilaði sératkvæði og taldi að ekki bæri að gera konunni refsingu, meðal annars þar sem drengirnir hefðu viðhaft kynferðislegt tal sín á milli. Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 14 í dag. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Landsréttar í málinu, sem kveðinn var upp í desember í fyrra. Í Landsrétti var konan sakfelld fyrir blygðunarsemisbrot gegn drengjunum með kynferðislegu og vanvirðandi tali, eftir að hún hafði sest upp í bíl hjá þeim, og kynferðisbrot gegn einum þeirra, með því teygja sig í buxna- og nærbuxnastreng eins drengsins. Hún var dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Í héraði var konan aftur á móti sýknuð af ákæru fyrir blygðunarsemisbrotið og dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Krafðist frávísunar Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar um að ákæra málsins hefði fullnægt kröfum um skýrleika samkvæmt lögum um meðferð sakamála með vísan til forsendna hans og að viðbættum frekari röksemdum. Kröfu konunnar um frávísun málsins frá héraðsdómi var því hafnað. Þá var kröfu konunnar um ómerkingu dóms Landsréttar einnig hafnað með vísan til þess að af honum yrði ráðið að niðurstaða um sakfellingu væri byggð á heildstæðu mati á sönnunargögnum málsins auk þess sem ekkert væri komið fram um að annmarkar hefðu verið á aðferð við mat á sönnunargildi framburðar vitna sem fallnir væru til þess að hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins. Hæstiréttur endurmetur ekki munnlegan framburð Um efnishlið málsins rakti Hæstiréttur að niðurstaða Landsréttar hefði verið reist á heildstæðu mati á öllum sönnunargögnum og þá einkum sönnunargildi munnlegs framburðar brotaþola og vitna fyrir dómi. Það mat yrði ekki endurmetið af Hæstarétti, samanber lög um meðferð sakamála. Samkvæmt því en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms var hann staðfestur um sakfellingu konunnar en henni gert að sæta fangelsi í 30 daga skilorðsbundið. Þá voru ákvæði Landsréttar um sakarkostnað staðfest og konunni gert að greiða helming sakarkostnaðar fyrir Hæstarétti. Heildarsakarkostnaður sem fellur á konuna nemur því rúmlega 3,5 milljónum króna. Loks var konan dæmd til að greiða einum brotaþola 200 þúsund krónur í miskabætur. Ólafur Börkur vildi ekki refsa Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði í málinu. Í því segir að hann sé samþykkur forsendum og niðurstöðum meirihluta dómenda um önnur atriði en ákvörðun refsingar og sakarkostnað fyrir Hæstarétti. „Eins og greinir í héraðsdómi og fram kom við flutning málsins fyrir Hæstarétti voru aðstæður á þann veg að þegar ákærða steig inn í bifreiðina voru drengirnir að viðhafa kynferðislegt tal sín á milli þó ekki sé upplýst með hvernig hætti það var. Þá er fram komið að ákærða fór hvorki inn fyrir streng buxna né nærbuxna [eins brotaþola]. Að virtum atvikum öllum, sakarferli ákærðu og högum hennar að öðru leyti er rétt að henni verði ekki gerð refsing í málinu og að sakarkostnaður fyrir Hæstarétti falli á ríkissjóð.“ Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Dómsmál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 14 í dag. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Landsréttar í málinu, sem kveðinn var upp í desember í fyrra. Í Landsrétti var konan sakfelld fyrir blygðunarsemisbrot gegn drengjunum með kynferðislegu og vanvirðandi tali, eftir að hún hafði sest upp í bíl hjá þeim, og kynferðisbrot gegn einum þeirra, með því teygja sig í buxna- og nærbuxnastreng eins drengsins. Hún var dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Í héraði var konan aftur á móti sýknuð af ákæru fyrir blygðunarsemisbrotið og dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Krafðist frávísunar Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar um að ákæra málsins hefði fullnægt kröfum um skýrleika samkvæmt lögum um meðferð sakamála með vísan til forsendna hans og að viðbættum frekari röksemdum. Kröfu konunnar um frávísun málsins frá héraðsdómi var því hafnað. Þá var kröfu konunnar um ómerkingu dóms Landsréttar einnig hafnað með vísan til þess að af honum yrði ráðið að niðurstaða um sakfellingu væri byggð á heildstæðu mati á sönnunargögnum málsins auk þess sem ekkert væri komið fram um að annmarkar hefðu verið á aðferð við mat á sönnunargildi framburðar vitna sem fallnir væru til þess að hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins. Hæstiréttur endurmetur ekki munnlegan framburð Um efnishlið málsins rakti Hæstiréttur að niðurstaða Landsréttar hefði verið reist á heildstæðu mati á öllum sönnunargögnum og þá einkum sönnunargildi munnlegs framburðar brotaþola og vitna fyrir dómi. Það mat yrði ekki endurmetið af Hæstarétti, samanber lög um meðferð sakamála. Samkvæmt því en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms var hann staðfestur um sakfellingu konunnar en henni gert að sæta fangelsi í 30 daga skilorðsbundið. Þá voru ákvæði Landsréttar um sakarkostnað staðfest og konunni gert að greiða helming sakarkostnaðar fyrir Hæstarétti. Heildarsakarkostnaður sem fellur á konuna nemur því rúmlega 3,5 milljónum króna. Loks var konan dæmd til að greiða einum brotaþola 200 þúsund krónur í miskabætur. Ólafur Börkur vildi ekki refsa Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði í málinu. Í því segir að hann sé samþykkur forsendum og niðurstöðum meirihluta dómenda um önnur atriði en ákvörðun refsingar og sakarkostnað fyrir Hæstarétti. „Eins og greinir í héraðsdómi og fram kom við flutning málsins fyrir Hæstarétti voru aðstæður á þann veg að þegar ákærða steig inn í bifreiðina voru drengirnir að viðhafa kynferðislegt tal sín á milli þó ekki sé upplýst með hvernig hætti það var. Þá er fram komið að ákærða fór hvorki inn fyrir streng buxna né nærbuxna [eins brotaþola]. Að virtum atvikum öllum, sakarferli ákærðu og högum hennar að öðru leyti er rétt að henni verði ekki gerð refsing í málinu og að sakarkostnaður fyrir Hæstarétti falli á ríkissjóð.“
Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Dómsmál Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira