Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Smári Jökull Jónsson skrifar 10. desember 2025 12:00 Bátar Hvals við bryggju í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Hvals hf. hafa stefnt fyrirtækinu vegna tapaðra launa í kjölfar ákvörðunar fyrrum matvælaráðherra að banna hvalveiðar sumarið 2023. Stefna starfsmannanna er í samvinnu við fyrirtækið sjálft. Sex starfsmenn Hvals sem urðu fyrir tekjutapi eru á bakvið stefnuna en hún verður tekin fyrir í Héraðsdómi Vesturlands í dag. Gerð er krafa vegna tapaðra launa í kjölfar hvalveiðibanns sem þáverandi matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir setti á sumarið 2023, daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Hvalur hf. kvartaði til umboðsmanns Alþingis sem sagði ákvörðun Svandísar ekki í samræmi við lög. „Það lá alveg fyrir þegar matvælaráðherra þáverandi blés þessa vertíð af með fimm mínútna fyrirvara þegar menn voru að mæta til vinnu að verið var að hafa mikla tekjumöguleika af fólki,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Unnið í sátt við fyrirtækið „Þetta eru svona prófmál sem við erum að fara með og höfum unnið í sátt við fyrirtækið að fara þessa leið. Þó ég geri mér algjörlega grein fyrir því að ábyrgðin liggur algjörlega hjá stjórnvöldum á þeim tíma.“ Að fara þá leið að stefna Hval segir hann skynsamlegri þar sem ráðningarsamband starfsmanna var við fyrirtækið. „Ég skal alveg fúslega viðurkenna það að ég hefði svo sannarlega viljað stefna bara ríkinu. En þetta varð niðurstaðan að fara þessa leið. Ef við vinnum málið þá mun það náttúrulega valda því að Hvalur mun gera enn frekari og stærri kröfu á hendur ríkinu.“ Gæti verið fordæmisgefandi fyrir aðra starfsmenn Vilhjálmur segir kröfuna gerða út frá útreikningum hvað hvalveiðivertíðin hefði gefið miðað við meðaltal vertíða á undan. „Sumir voru að vinna áfram hjá Hval en bara í dagvinnu. Þá tökum við vertíðina eins og hún hefur verið árin á undan út frá stöðnum vöktum að meðaltali og drögum síðan þau laun frá sem starfsmennirnir höfðu.“ Tjón hvers starfsmanns nemur milljónum að sögn Vilhjálms og getur haft áhrif á mun fleiri en þá sex sem sækja málið. „Prófmálið líka gengur út á það að Hvalur í raun og veru ábyrgist að ef að þessi mál vinnast þá munu þau hafa fordæmisgildi gagnvart öðrum starfsmönnum. Þetta voru upp undir 200 starfsmenn sem hefðu verið á vertíðinni. Það verður þá fordæmisgefandi fyrir þá sem sannarlega voru búnir að ráða sig þegar vertíðin átti að hefjast.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hvalveiðar Vinnumarkaður Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Sex starfsmenn Hvals sem urðu fyrir tekjutapi eru á bakvið stefnuna en hún verður tekin fyrir í Héraðsdómi Vesturlands í dag. Gerð er krafa vegna tapaðra launa í kjölfar hvalveiðibanns sem þáverandi matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir setti á sumarið 2023, daginn áður en veiðar áttu að hefjast. Hvalur hf. kvartaði til umboðsmanns Alþingis sem sagði ákvörðun Svandísar ekki í samræmi við lög. „Það lá alveg fyrir þegar matvælaráðherra þáverandi blés þessa vertíð af með fimm mínútna fyrirvara þegar menn voru að mæta til vinnu að verið var að hafa mikla tekjumöguleika af fólki,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Unnið í sátt við fyrirtækið „Þetta eru svona prófmál sem við erum að fara með og höfum unnið í sátt við fyrirtækið að fara þessa leið. Þó ég geri mér algjörlega grein fyrir því að ábyrgðin liggur algjörlega hjá stjórnvöldum á þeim tíma.“ Að fara þá leið að stefna Hval segir hann skynsamlegri þar sem ráðningarsamband starfsmanna var við fyrirtækið. „Ég skal alveg fúslega viðurkenna það að ég hefði svo sannarlega viljað stefna bara ríkinu. En þetta varð niðurstaðan að fara þessa leið. Ef við vinnum málið þá mun það náttúrulega valda því að Hvalur mun gera enn frekari og stærri kröfu á hendur ríkinu.“ Gæti verið fordæmisgefandi fyrir aðra starfsmenn Vilhjálmur segir kröfuna gerða út frá útreikningum hvað hvalveiðivertíðin hefði gefið miðað við meðaltal vertíða á undan. „Sumir voru að vinna áfram hjá Hval en bara í dagvinnu. Þá tökum við vertíðina eins og hún hefur verið árin á undan út frá stöðnum vöktum að meðaltali og drögum síðan þau laun frá sem starfsmennirnir höfðu.“ Tjón hvers starfsmanns nemur milljónum að sögn Vilhjálms og getur haft áhrif á mun fleiri en þá sex sem sækja málið. „Prófmálið líka gengur út á það að Hvalur í raun og veru ábyrgist að ef að þessi mál vinnast þá munu þau hafa fordæmisgildi gagnvart öðrum starfsmönnum. Þetta voru upp undir 200 starfsmenn sem hefðu verið á vertíðinni. Það verður þá fordæmisgefandi fyrir þá sem sannarlega voru búnir að ráða sig þegar vertíðin átti að hefjast.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hvalveiðar Vinnumarkaður Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira