Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar 9. desember 2025 14:33 Íslenskum bönkum ber skylda til að meta raunlæga áhættu á fasteignasafni sínu, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, og upplýsa um möguleg áhrif slíkrar áhættu á eignasafnið. Raunlæg áhætta er áhætta sem stafar af umhverfisbreytingum, einkum vegna loftslagsbreytinga. Hún getur m.a. falist í hættu á flóðum vegna hækkunar sjávarstöðu eða aukinnar úrkomu á tilteknum svæðum, auk veðuröfga eins og storma eða langvarandi þurrka. Þar sem lánasöfn bankanna eru að mestu bundin við fasteignir á Íslandi þarf einnig að taka tillit til náttúruvár. Þar er átt við náttúrulega atburði eða fyrirbæri sem geta valdið tjóni, svo sem jarðskjálfta, eldgos og skriðuföll. Tilgangur upplýsingagjafar bankanna er að auka gagnsæi gagnvart hagaðilum um hvernig loftslagsbreytingar og náttúruvá geta haft áhrif á efnahagsreikninga þeirra. Hvað með upplýsingagjöf til eigenda fasteigna? Þrátt fyrir að bönkum beri að meta þessa áhættuþætti, þá ættu þessar upplýsingar erindi við miklu fleiri heldur en bara banka. Ég sem fasteignaeigandi vil geta flett upp hvort að mín eign sé t.d. undir flóðaáhættu eða á sprungusvæði. Þegar einstaklingar kaupa fasteign ætti að liggja fyrir hvort hún sé útsett fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og náttúruvár. Verktakar sem eru að fara í ný fasteignaverkefni gætu einnig metið með upplýstari hætti hvernig skuli haga staðsetningum á nýjum verkefnum. Sveitarfélög og ríkisstofnanir væru einnig viðeigandi notendur af viðkomandi upplýsingum, t.d. við skipulagningu nýrra hverfa, og ríkið við forgangsröðun fjárfestinga og uppbyggingu innviða. Hver ber ábyrgð á þessari upplýsingagjöf? Að mínu mati ættu þessar upplýsingar að vera opinberar og aðgengilegar í miðlægum gagnagrunni, þar sem hagaðilar geta nálgast gögn um áhættu sem steðjar að fasteignum á Íslandi. Hingað til hefur reynst erfitt að framkvæma slíkt mat þar sem gögn um Ísland hafa verið takmörkuð og í höndum margra mismunandi stofnanna. Með tilkomu Loftslagsatlass Veðurstofu Íslands hefur orðið mikil framför, en þau gögn ein og sér duga ekki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þyrfti einnig að koma að málinu, þar sem stofnunin hefur upplýsingar um allar fasteignir landsins. Með því að gera þessar upplýsingar opinberar og aðgengilegar tryggjum við að stuðst sé við sömu gögnin við mat á þessum áhættuþáttum, af öllum viðeigandi hagaðilum. Af hverju skiptir þetta máli? Það er hagur fleiri en banka að þessar upplýsingar séu skráðar miðlægt og aðgengi tryggt fyrir alla helstu hagaðila á Íslandi. Með því tryggjum við að mat á raunlægri áhættu sé framkvæmt með samræmdum hætti, sem eykur gagnsæi og traust í ákvarðanatöku. Slíkt kerfi myndi ekki aðeins gagnast fjármálakerfinu, heldur einnig veita fasteignaeigendum, verktökum, sveitarfélögum og opinberum stofnunum nauðsynleg gögn til að skipuleggja, fjárfesta í og vernda innviði með öryggi í huga. Höfundur er forstöðumaður rekstrar- og sjálfbærniáhættu í Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Fjármálafyrirtæki Tryggingar Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Íslenskum bönkum ber skylda til að meta raunlæga áhættu á fasteignasafni sínu, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, og upplýsa um möguleg áhrif slíkrar áhættu á eignasafnið. Raunlæg áhætta er áhætta sem stafar af umhverfisbreytingum, einkum vegna loftslagsbreytinga. Hún getur m.a. falist í hættu á flóðum vegna hækkunar sjávarstöðu eða aukinnar úrkomu á tilteknum svæðum, auk veðuröfga eins og storma eða langvarandi þurrka. Þar sem lánasöfn bankanna eru að mestu bundin við fasteignir á Íslandi þarf einnig að taka tillit til náttúruvár. Þar er átt við náttúrulega atburði eða fyrirbæri sem geta valdið tjóni, svo sem jarðskjálfta, eldgos og skriðuföll. Tilgangur upplýsingagjafar bankanna er að auka gagnsæi gagnvart hagaðilum um hvernig loftslagsbreytingar og náttúruvá geta haft áhrif á efnahagsreikninga þeirra. Hvað með upplýsingagjöf til eigenda fasteigna? Þrátt fyrir að bönkum beri að meta þessa áhættuþætti, þá ættu þessar upplýsingar erindi við miklu fleiri heldur en bara banka. Ég sem fasteignaeigandi vil geta flett upp hvort að mín eign sé t.d. undir flóðaáhættu eða á sprungusvæði. Þegar einstaklingar kaupa fasteign ætti að liggja fyrir hvort hún sé útsett fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og náttúruvár. Verktakar sem eru að fara í ný fasteignaverkefni gætu einnig metið með upplýstari hætti hvernig skuli haga staðsetningum á nýjum verkefnum. Sveitarfélög og ríkisstofnanir væru einnig viðeigandi notendur af viðkomandi upplýsingum, t.d. við skipulagningu nýrra hverfa, og ríkið við forgangsröðun fjárfestinga og uppbyggingu innviða. Hver ber ábyrgð á þessari upplýsingagjöf? Að mínu mati ættu þessar upplýsingar að vera opinberar og aðgengilegar í miðlægum gagnagrunni, þar sem hagaðilar geta nálgast gögn um áhættu sem steðjar að fasteignum á Íslandi. Hingað til hefur reynst erfitt að framkvæma slíkt mat þar sem gögn um Ísland hafa verið takmörkuð og í höndum margra mismunandi stofnanna. Með tilkomu Loftslagsatlass Veðurstofu Íslands hefur orðið mikil framför, en þau gögn ein og sér duga ekki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þyrfti einnig að koma að málinu, þar sem stofnunin hefur upplýsingar um allar fasteignir landsins. Með því að gera þessar upplýsingar opinberar og aðgengilegar tryggjum við að stuðst sé við sömu gögnin við mat á þessum áhættuþáttum, af öllum viðeigandi hagaðilum. Af hverju skiptir þetta máli? Það er hagur fleiri en banka að þessar upplýsingar séu skráðar miðlægt og aðgengi tryggt fyrir alla helstu hagaðila á Íslandi. Með því tryggjum við að mat á raunlægri áhættu sé framkvæmt með samræmdum hætti, sem eykur gagnsæi og traust í ákvarðanatöku. Slíkt kerfi myndi ekki aðeins gagnast fjármálakerfinu, heldur einnig veita fasteignaeigendum, verktökum, sveitarfélögum og opinberum stofnunum nauðsynleg gögn til að skipuleggja, fjárfesta í og vernda innviði með öryggi í huga. Höfundur er forstöðumaður rekstrar- og sjálfbærniáhættu í Arion banka.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar