Innlent

Slökktu eld á Stór­höfða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá aðgerðum á vettvangi.
Frá aðgerðum á vettvangi. Vísir

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá dælubíla á Stórhöfða í Reykjavík á fjórða tímanum vegna tilkynningar um eld í iðnaðarhúsnæði.

Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að þegar fyrsti bíll hafi mætt á svæðið hafi eldurinn reynst minni en óttast hafði verið. Var einn bíllinn afturkallaður.

Greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn.


Veistu meira? Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×