Enski boltinn

Beint: Slot spurður út í Salah á blaða­manna­fundi í Mílanó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður mjög athyglisvert að heyra hvað Arne Slot hefur að segja á fjölmiðlafundi sínum í kvöld.
Það verður mjög athyglisvert að heyra hvað Arne Slot hefur að segja á fjölmiðlafundi sínum í kvöld. EPA/ADAM VAUGHAN

Einn athyglisverðasti blaðamannafundur í sögu Liverpool fer fram í kvöld og það er hægt að fylgjast með honum í beinni á Vísi.

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hittir fjölmiðlamenn í kvöld og ræðir Meistaradeildarleikinn á móti Internazionale annað kvöld. 

Hollenski stjórinn verður samt örugglega mikið spurður út í Mohamed Salah og framtíð Egyptans hjá Liverpool.

Mohamed Salah sagði að það væri ekkert samband lengur á milli þeirra eftir að Salah byrjaði á varamannabekknum þriðja leikinn í röð. 

Salah æfði með Liverpool í Liverpool í dag en ferðaðist ekki með liðinu suður til Mílanó. Hann gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir félagið og því mun allur fótboltaheimurinn vakta hvert orð hjá Slot á fundinum í kvöld en hann á að hefjast klukkan 18.45.


Tengdar fréttir

Búist við að Salah verði hent úr hóp

Búist er við því að Mohamed Salah ferðist ekki með Liverpool yfir til Ítalíu í dag og verði ekki í hóp á morgun er liðið mætir Inter Milan í Meistaradeildinni. 

Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“

Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær.

Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“

Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×