Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar 7. desember 2025 09:03 Við göngum í gegnum einmanaleikakrísu. Við færumst áfram á sporum, drukknum í hversdagslífinu undir hraðari og flóknari tilveru, efnahagslegum þrengingum og óttablöndnu andrúmslofti. Þetta er allt svo erfitt og óskiljanlegt og við vitum ekki alveg af hverju innilokunarkenndin grípur um brjóst okkar. Glundroðinn fær okkur til að sækja inn á við, passa upp á sjálfa okkur — eitt skref í einu, ég þarf bara að komast í gegnum daginn. Ég skulda engum neitt, ég á nóg með mitt. En það er erfitt hugsa sér kaldlyndari hugmynd en að við skuldum engum neitt. Það er grunnstef þróunar í átt að vaxandi einmanaleika og félagslegri einangrun. Fólk vill samt samfélag, kallar eftir því. En samfélag krefst fórna, það skapast ekki af sjálfu sér. Að hjálpa vini að flytja þótt maður nenni því ekki, að mæta í boðið sem er alls ekki á góðum tíma. Við manneskjurnar þurfum hvor aðrar og þurfum að finna að aðrir þurfi okkur. Við pössum ekki upp á hvort annað því það hagnast okkur. Að gæta að öldruðum og fátækum þarf ekki að réttlæta með rökum um efnahagslegan ábáta. Okkar sameiginlegu gæði, almenningsgarðar, sundlaugar, fegurð í opinberum rýmum, þurfa ekki kostnaðar- og ábatagreiningu. Sumt gerum við af því það er rétt, ekki af því það skilar okkur arði, og sumt sem er rétt þurfum við að gera þrátt fyrir að það kosti okkur. Þessar fórnir skapa samfélag — sameiginleg skuld okkar hvort við annað. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Handboltaangistin Fastir pennar Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stóristyrkur Sigurður Árni Þórðarson Bakþankar Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Draumur Vigdísar Ragnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við göngum í gegnum einmanaleikakrísu. Við færumst áfram á sporum, drukknum í hversdagslífinu undir hraðari og flóknari tilveru, efnahagslegum þrengingum og óttablöndnu andrúmslofti. Þetta er allt svo erfitt og óskiljanlegt og við vitum ekki alveg af hverju innilokunarkenndin grípur um brjóst okkar. Glundroðinn fær okkur til að sækja inn á við, passa upp á sjálfa okkur — eitt skref í einu, ég þarf bara að komast í gegnum daginn. Ég skulda engum neitt, ég á nóg með mitt. En það er erfitt hugsa sér kaldlyndari hugmynd en að við skuldum engum neitt. Það er grunnstef þróunar í átt að vaxandi einmanaleika og félagslegri einangrun. Fólk vill samt samfélag, kallar eftir því. En samfélag krefst fórna, það skapast ekki af sjálfu sér. Að hjálpa vini að flytja þótt maður nenni því ekki, að mæta í boðið sem er alls ekki á góðum tíma. Við manneskjurnar þurfum hvor aðrar og þurfum að finna að aðrir þurfi okkur. Við pössum ekki upp á hvort annað því það hagnast okkur. Að gæta að öldruðum og fátækum þarf ekki að réttlæta með rökum um efnahagslegan ábáta. Okkar sameiginlegu gæði, almenningsgarðar, sundlaugar, fegurð í opinberum rýmum, þurfa ekki kostnaðar- og ábatagreiningu. Sumt gerum við af því það er rétt, ekki af því það skilar okkur arði, og sumt sem er rétt þurfum við að gera þrátt fyrir að það kosti okkur. Þessar fórnir skapa samfélag — sameiginleg skuld okkar hvort við annað. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar