Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Árni Sæberg skrifar 5. desember 2025 15:30 Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru gagnrýnir í garð innviðaráðherra á þingfundi dagsins. Vísir Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær. Eyjólfur gekkst við því í gær, í viðtali við Austurfrétt, að hafa ekki lesið alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. Hann sagði að ákvörðun um að velja Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðargöng byggði á faglegum greiningum og verið væri að skapa nýtt atvinnusvæði á Austfjörðum. Þann hluta skýrslunnar sagðist Eyjólfur hafa lesið allan. Kristrún Frostadóttir sagði á þingfundi í gær að samgönguáætlunin væri byggð á faglegu mati, þegar hún barst í tal í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær. Forsendur brostnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta, sem virðist notuð til þess að ræða ýmislegt annað en fundarstjórn þessa dagana, og ræddu þessar vendingar í málum samgönguáætlunar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar og þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, reið á vaðið og lagði út af orðum Kristrúnar um faglega matið. „Það sem er hins vegar að koma í ljós mjög skýrt núna er að allar forsendur fyrir þessu faglega mati eru brostnar. Ráðherra virðist ekki hafa kynnt sér skýrsluna sem hann vísar til og byggir sitt faglega mat á, auk þess sem skýrsluhöfundar hafa bent á að skilningur ráðherrans sé allt annar heldur en skýrsluhöfunda sjálfra. Í ljósi þessa virðast vera algerlega brostnar forsendur hvað varðar samgönguáætlun,“ sagði hún. Þá beindi hún því til forseta að fá Kristrúnu og Eyjólf til þess að útskýra fyrir þingheimi hvernig þær faglegu forsendur voru fengnar og líka fyrir fólkinu á Austurlandi, þar sem ákvörðun um að fresta Fjarðarheiðargönfum væri engin smá ákvörðun. Réttar upplýsingar en ekki froðusnakk Þorgrímur Sigmundsson, þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi, sagði það ljóst að túlkun Eyjólfs á umræddri skýrslu hafi ekki verið rétt, miðað við það sem komið hafi fram hjá höfundum hennar. „Ég beini því til forseta að brýna fyrir ráðherrum og meiri hlutanum, ríkisstjórninni allri, að við fáum réttar upplýsingar en ekki eitthvert froðusnakk til að láta hlutina líta vel út.“ Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, steig í ræðustól og talaði á sömu nótum og Ingibjörg og Þorgrímur. „Það undirstrikar bara það eitt sem við Austfirðingar vissum og nú er búið að staðfesta, að þetta er hrein og bein pólitík og hefur ekkert með fagleg vinnubrögð að gera. Og eftir sitja Austfirðingar með sárt ennið,“ sagði hann. Meti valið heildstætt Eyjólfur tók til máls og sagðist í kynningunni á dögunum hefði verið að tala um skýrslu sem kom út 24. nóvember síðastliðinn. Hann hefði átt gríðarlega góðan fund með skrifstofustjóra samgöngumála í ráðuneyti sínu um skýrslu. „Ég las samantekt skýrslunnar frá bls. 55 og ég skora á allan þingheim að lesa hana.“ Í kafla skýrslunnar um arðsemi, kæmi fram að Fjarðarheiðargöng væru með núvirtan ábata mínus 38 milljarða. Fjarðagöng væru með mínus 23 milljarða ábata. Í skýrslunni væri einnig fjallað um tengingu svæða og til dæmis talað um að Fjarðarheiðargöng og Mjóafjarðargöng væru bylting saman. Í skýrslu frá 2023 frá sama háskóla væru hins vegar sagt að Fjarðagöng yrðu byltingarkennd. Í öðrum kafla skýrslunnar væri fjallað um að vissulega rjúfi Fjarðarheiðargöng vetrareinangrun og svo framvegis. En það breytti því ekki að jarðgangaval væri metið heildstætt „Þegar ég tók við embætti 21. desember síðastliðinn fór ég strax að pæla í samgönguáætlun, höfum það alveg á hreinu. Það eru skýrslur til frá 2019 um Seyðisfjarðargöng sem ég er búinn lesa, og líka skýrsla sem er um jarðgöng á áætlun. Hún er 250 blaðsíður. Ég vona að þingmenn verði búnir að lesa þetta áður en við hefjum umræðu, vonandi í næstu viku, um samgönguáætlun.“ Vill ræða samgönguáætlun á milli umræða um fjárlög Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagðist skynja það á þingmönnum og finna ákall úr samfélaginu öllu að nýkynnt samgönguáætlun kæmist á dagskrá þingsins. Þingmenn fengu tækifæri til að ræða hana, vísa henni til nefndar og að hún fengi gott umsagnarferli. „Ég óska eftir því við hæstv. forseta að við reynum að finna tíma til að koma samgönguáætlun á dagskrá milli umræðna í fjárlögum. Þá getum við einmitt tekið og rætt samgönguáætlun, sent hana svo til nefndar og vísað til umsagnar þar sem við höfum góðan tíma yfir jólin, inn í janúar, til að vera með lengra umsagnarferli í svona stóru og mikilvægu máli.“ Óhætt er að segja að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið illa í þessa tillögu Guðmundar Ara. „Ríkisstjórnin hlýtur því að vilja kalla þetta mál til baka, endurskoða það og vinna betur. Því væri ekki gagn að því, tel ég, að skýrslan komi hér til umræðu og við lendum í þeirri stöðu að hæstv. ráðherra og ríkisstjórnin fari að verja hana óbreytta gagnvart þinginu þegar hún byggist ekki á réttum forsendum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson til að mynda. Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgönguáætlun Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira
Eyjólfur gekkst við því í gær, í viðtali við Austurfrétt, að hafa ekki lesið alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. Hann sagði að ákvörðun um að velja Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðargöng byggði á faglegum greiningum og verið væri að skapa nýtt atvinnusvæði á Austfjörðum. Þann hluta skýrslunnar sagðist Eyjólfur hafa lesið allan. Kristrún Frostadóttir sagði á þingfundi í gær að samgönguáætlunin væri byggð á faglegu mati, þegar hún barst í tal í óundirbúnum fyrirspurnatíma í gær. Forsendur brostnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta, sem virðist notuð til þess að ræða ýmislegt annað en fundarstjórn þessa dagana, og ræddu þessar vendingar í málum samgönguáætlunar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar og þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, reið á vaðið og lagði út af orðum Kristrúnar um faglega matið. „Það sem er hins vegar að koma í ljós mjög skýrt núna er að allar forsendur fyrir þessu faglega mati eru brostnar. Ráðherra virðist ekki hafa kynnt sér skýrsluna sem hann vísar til og byggir sitt faglega mat á, auk þess sem skýrsluhöfundar hafa bent á að skilningur ráðherrans sé allt annar heldur en skýrsluhöfunda sjálfra. Í ljósi þessa virðast vera algerlega brostnar forsendur hvað varðar samgönguáætlun,“ sagði hún. Þá beindi hún því til forseta að fá Kristrúnu og Eyjólf til þess að útskýra fyrir þingheimi hvernig þær faglegu forsendur voru fengnar og líka fyrir fólkinu á Austurlandi, þar sem ákvörðun um að fresta Fjarðarheiðargönfum væri engin smá ákvörðun. Réttar upplýsingar en ekki froðusnakk Þorgrímur Sigmundsson, þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi, sagði það ljóst að túlkun Eyjólfs á umræddri skýrslu hafi ekki verið rétt, miðað við það sem komið hafi fram hjá höfundum hennar. „Ég beini því til forseta að brýna fyrir ráðherrum og meiri hlutanum, ríkisstjórninni allri, að við fáum réttar upplýsingar en ekki eitthvert froðusnakk til að láta hlutina líta vel út.“ Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, steig í ræðustól og talaði á sömu nótum og Ingibjörg og Þorgrímur. „Það undirstrikar bara það eitt sem við Austfirðingar vissum og nú er búið að staðfesta, að þetta er hrein og bein pólitík og hefur ekkert með fagleg vinnubrögð að gera. Og eftir sitja Austfirðingar með sárt ennið,“ sagði hann. Meti valið heildstætt Eyjólfur tók til máls og sagðist í kynningunni á dögunum hefði verið að tala um skýrslu sem kom út 24. nóvember síðastliðinn. Hann hefði átt gríðarlega góðan fund með skrifstofustjóra samgöngumála í ráðuneyti sínu um skýrslu. „Ég las samantekt skýrslunnar frá bls. 55 og ég skora á allan þingheim að lesa hana.“ Í kafla skýrslunnar um arðsemi, kæmi fram að Fjarðarheiðargöng væru með núvirtan ábata mínus 38 milljarða. Fjarðagöng væru með mínus 23 milljarða ábata. Í skýrslunni væri einnig fjallað um tengingu svæða og til dæmis talað um að Fjarðarheiðargöng og Mjóafjarðargöng væru bylting saman. Í skýrslu frá 2023 frá sama háskóla væru hins vegar sagt að Fjarðagöng yrðu byltingarkennd. Í öðrum kafla skýrslunnar væri fjallað um að vissulega rjúfi Fjarðarheiðargöng vetrareinangrun og svo framvegis. En það breytti því ekki að jarðgangaval væri metið heildstætt „Þegar ég tók við embætti 21. desember síðastliðinn fór ég strax að pæla í samgönguáætlun, höfum það alveg á hreinu. Það eru skýrslur til frá 2019 um Seyðisfjarðargöng sem ég er búinn lesa, og líka skýrsla sem er um jarðgöng á áætlun. Hún er 250 blaðsíður. Ég vona að þingmenn verði búnir að lesa þetta áður en við hefjum umræðu, vonandi í næstu viku, um samgönguáætlun.“ Vill ræða samgönguáætlun á milli umræða um fjárlög Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagðist skynja það á þingmönnum og finna ákall úr samfélaginu öllu að nýkynnt samgönguáætlun kæmist á dagskrá þingsins. Þingmenn fengu tækifæri til að ræða hana, vísa henni til nefndar og að hún fengi gott umsagnarferli. „Ég óska eftir því við hæstv. forseta að við reynum að finna tíma til að koma samgönguáætlun á dagskrá milli umræðna í fjárlögum. Þá getum við einmitt tekið og rætt samgönguáætlun, sent hana svo til nefndar og vísað til umsagnar þar sem við höfum góðan tíma yfir jólin, inn í janúar, til að vera með lengra umsagnarferli í svona stóru og mikilvægu máli.“ Óhætt er að segja að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið illa í þessa tillögu Guðmundar Ara. „Ríkisstjórnin hlýtur því að vilja kalla þetta mál til baka, endurskoða það og vinna betur. Því væri ekki gagn að því, tel ég, að skýrslan komi hér til umræðu og við lendum í þeirri stöðu að hæstv. ráðherra og ríkisstjórnin fari að verja hana óbreytta gagnvart þinginu þegar hún byggist ekki á réttum forsendum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson til að mynda.
Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgönguáætlun Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira