Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2025 15:13 Tæknimenn í hlífðarbúningum að störfum eftir taugaeiturstilræði í Salisbury á Englandi árið 2018. AP/Frank Augstein Rannsóknarnefnd í Bretlandi komst að þeirri niðurstöðu í dag að Vladímír Pútín, forseti Rússlands væri siðferðislega ábyrgur fyrir dauða breskrar konu sem lést af völdum taugaeiturs sem var beitt gegn rússneskum uppgjafarnjósnara árið 2018. Rússneska leyniþjónustan sem stóð að tilræðinu var sett á þvingunarlista í dag. Dawn Sturgess var 44 ára gömul þegar hún lést í júlí árið 2018. Hún og maður hennar höfðu fundið ilmvatnsflösku með taugaeitrinu novichok sem útsendarar rússnesku leyniþjónustunna GRU skildu eftir þegar þeir eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars sama ár. Opinber rannsókn á dauða Sturgess lauk með birtingu skýrslu Anthonys Hughes, fyrrverandi hæstaréttardómara í dag. Hann lýsti Sturgess sem saklausu fórnarlambi tilraunar útsendarar rússneskra stjórnvalda til þess að fremja morð á götum Salisbury með banvænu taugaeitri. Átaldi Hughes rússnesku tilræðismennina sérstaklega fyrir skeytingarleysi í garð annarra íbúa Salisbury. „Að nota baneitrað taugaeitur í fjölfarinni borg var sláandi glannalegt. Hættan á að aðrir en skotmarkið létust eða bæru skaða af var algerlega fyrirsjáanleg,“ sagði Hughes. Áhættan hefði stóraukist þegar þeir skildu eitrið eftir í flösku sem leit út eins og ilmvatnsglas, að því er The Guardian hefur eftir. Yfirgnæfandi vísbendingar bentu til sektar rússnesku leyniþjónustunnar. Taldi Hughes ákvörðunina um tilræðið aðeins hafa getað verið tekna á æðstu stigum rússnesku ríkisstjórnarinnar. Pútín forseti væri þannig siðferðislega ábyrgur fyrir dauða Sturgess. Lítil von um að réttlæti nái fram að ganga Bresk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í dag að þau hefðu sett rússnesku leyniþjónustuna GRU á þvingunarlista eins og hún leggur sig vegna þess sem þau kölluðu „glannalegar“ aðgerðir hennar, þar á meðal tilræðið í Salisbury. Kölluðu þau jafnframt rússneska sendiherrann á teppið til sín í dag. Stjórnvöld í Kreml hafa alla tíð neitað að hafa komið nokkuð nálægt tilræðinu gegn Skripal. Pútín sjálfur kallað hann „drullusokk“ sem rússnesk stjórnvöld hefðu engan áhuga á. Lögreglumenn nærri staðnum í Salisbury þar sem Skripal-feðginin fundust meðvitundarlaus í mars árið 2018.AP/Matt Dunham Skripal starfaði fyrir GRU en var fangelsaður fyrir að njósna í þágu Breta árið 2006. Honum var sleppt í fangaskiptum árið 2010 og settist þá að í Bretlandi. Þrír útsendarar GRU voru ákærðir fyrir tilræðið í Bretlandi en engir framsalssamningar eru í gildi á milli þess og Rússlands. Útsendararnir héldu því sjálfir fram við rússneskan ríkismiðil á sínum tíma að þeir hefðu aðeins verið í Salisbury til þess að berja rómaða dómkirkju bæjarins augum. Úðaði eitrinu á úlnliðinn Bæði Skripal-feðginin og lögreglumaður í Salisbury veiktust alvarlega þegar þau komust í snertingu við taugaeitrið en lifðu af. Rússnesku leyniþjónustumennirnir höfðu makað eitrinu á hurðarhún á útidyrum Skripal. Sturgess var ekki svo heppin en hún úðaði eitrinu á úlnlið sinn eftir að hún og maðurinn hennar fundu ilmvatnsflöskuna með eitrinu þremur mánuðum eftir tilræðið gegn Skripal. Þau voru bæði flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús og lést Sturgess nokkrum dögum síðar. Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira
Dawn Sturgess var 44 ára gömul þegar hún lést í júlí árið 2018. Hún og maður hennar höfðu fundið ilmvatnsflösku með taugaeitrinu novichok sem útsendarar rússnesku leyniþjónustunna GRU skildu eftir þegar þeir eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars sama ár. Opinber rannsókn á dauða Sturgess lauk með birtingu skýrslu Anthonys Hughes, fyrrverandi hæstaréttardómara í dag. Hann lýsti Sturgess sem saklausu fórnarlambi tilraunar útsendarar rússneskra stjórnvalda til þess að fremja morð á götum Salisbury með banvænu taugaeitri. Átaldi Hughes rússnesku tilræðismennina sérstaklega fyrir skeytingarleysi í garð annarra íbúa Salisbury. „Að nota baneitrað taugaeitur í fjölfarinni borg var sláandi glannalegt. Hættan á að aðrir en skotmarkið létust eða bæru skaða af var algerlega fyrirsjáanleg,“ sagði Hughes. Áhættan hefði stóraukist þegar þeir skildu eitrið eftir í flösku sem leit út eins og ilmvatnsglas, að því er The Guardian hefur eftir. Yfirgnæfandi vísbendingar bentu til sektar rússnesku leyniþjónustunnar. Taldi Hughes ákvörðunina um tilræðið aðeins hafa getað verið tekna á æðstu stigum rússnesku ríkisstjórnarinnar. Pútín forseti væri þannig siðferðislega ábyrgur fyrir dauða Sturgess. Lítil von um að réttlæti nái fram að ganga Bresk stjórnvöld tilkynntu jafnframt í dag að þau hefðu sett rússnesku leyniþjónustuna GRU á þvingunarlista eins og hún leggur sig vegna þess sem þau kölluðu „glannalegar“ aðgerðir hennar, þar á meðal tilræðið í Salisbury. Kölluðu þau jafnframt rússneska sendiherrann á teppið til sín í dag. Stjórnvöld í Kreml hafa alla tíð neitað að hafa komið nokkuð nálægt tilræðinu gegn Skripal. Pútín sjálfur kallað hann „drullusokk“ sem rússnesk stjórnvöld hefðu engan áhuga á. Lögreglumenn nærri staðnum í Salisbury þar sem Skripal-feðginin fundust meðvitundarlaus í mars árið 2018.AP/Matt Dunham Skripal starfaði fyrir GRU en var fangelsaður fyrir að njósna í þágu Breta árið 2006. Honum var sleppt í fangaskiptum árið 2010 og settist þá að í Bretlandi. Þrír útsendarar GRU voru ákærðir fyrir tilræðið í Bretlandi en engir framsalssamningar eru í gildi á milli þess og Rússlands. Útsendararnir héldu því sjálfir fram við rússneskan ríkismiðil á sínum tíma að þeir hefðu aðeins verið í Salisbury til þess að berja rómaða dómkirkju bæjarins augum. Úðaði eitrinu á úlnliðinn Bæði Skripal-feðginin og lögreglumaður í Salisbury veiktust alvarlega þegar þau komust í snertingu við taugaeitrið en lifðu af. Rússnesku leyniþjónustumennirnir höfðu makað eitrinu á hurðarhún á útidyrum Skripal. Sturgess var ekki svo heppin en hún úðaði eitrinu á úlnlið sinn eftir að hún og maðurinn hennar fundu ilmvatnsflöskuna með eitrinu þremur mánuðum eftir tilræðið gegn Skripal. Þau voru bæði flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús og lést Sturgess nokkrum dögum síðar.
Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Sjá meira