Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2025 11:56 Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla. Skólameistari Borgarholtsskóla segist ekki vera í nokkrum vafa um það að Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi beitt sér fyrir því að skipunartími hans sem skólastjóra hafi ekki verið framlengdur. Þar hafi munað mestu um símtal frá ráðherra í janúar um týnt skópar barnabarns hennar. Greint var frá því í gær að Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla muni brátt ljúka störfum en hann tjáði starfsfólki í tölvupósti að Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefði ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Samkvæmt svörum aðstoðarmanns ráðherra var það vegna breytinga á framhaldsskólakerfinu. Ársæll segist telja að Inga Sæland félags-og húsnæðismálaráðherra hafi beitt sér fyrir ákvörðuninni en símtal þeirra á milli um týnt skópar barnabarns hennar komst í fréttir í janúar. Þrennt komi til greina „Ef maður lítur til baka og spyr sig: Af hverju í ósköpunum er ég einn skólameistara beittur þessu ákvæði sem aldrei hefur verið beitt og búið var að lýsa því yfir að yrði ekkert beitt, og maður lítur til baka skoðar hvað það er, þá er það eina sem hefur komið upp þetta a stóra skólamál sem, Inga Sæland fór mikinn í fjölmiðlum um og bæði um, bæði skómálið og mig sem skólastjóra, sem er mjög óverðugt.“ Hann hafi auk þess gagnrýnt hugmyndir ráðherra um breytingar á framhaldsskólakerfinu og tjáð sig um stefnu gagnvart fötluðum nemendum. Ráðherra hafi á engum tímapunkti tjáð honum um óánægju með hans störf. „Þannig að ég dreg þessa ályktun, já. Að það hljóti að vera, en auðvitað þarf ráðherra sjálfur að svara fyrir þetta. Hann kom ekki á fundinn þegar ég fékk afhent þetta bréf og gaf mér ekkert færi á að eiga í einhverju samtali um mín störf eða af hverju hann, hefði komist að þessari niðurstöðu. Þannig að ég er mjög í lausu lofti náttúrulega.“ Inga hafi farið með rangt mál um símtalið Fréttastofa hefur sent menntamálaráðuneytinu fyrirspurn um skipan annarra skólameistara. Ársæll tjáði sig í fyrsta sinn efnislega um símtalið við Ingu í Morgunblaðinu í dag og sagði ráðherrann hafa hótað því að hafa samband við lögreglu og vísað til þess að hún hefði mikil ítök í lögreglunni. Fréttastofa ræddi málið við Ingu í janúar og var skrifað orðrétt: Varstu hvatvís í þessu símtali og minntist á það að þú hefðir sambönd sem ráðherra og jafnvel við lögregluna? „Nei, það gerði ég ekki. Það er orðum aukið,“ segir ráðherra. Hún kannist hins vegar við að hafa verið mjög ákveðin eins og henni væri eðlislægt. Amman hefði átt að hugsa sig betur um áður en hún tók upp símtólið. Frétt úr kvöldfréttum Sýnar um málið í janúar: Símtalið til á minnismiða Hann segist hafa ákveðið á sínum tíma að tjá sig ekki um símtalið, það væri ekki hagur neins, hvorki nemenda skólans né ráðherra. „Samt hélt Inga Sæland í framhaldinu áfram og sagði í einhverjum viðtölum hver væri ábyrgð skólastjórans og einhverjar fráleitar vangaveltur sem voru bara ósannindi. Samt ákvað ég að segja ekki neitt, til heilla fyrir nemendur og skólann og taldi engum greiða gerður en þegar nú er svona komið þá er bara rétt að alþjóð fái að vita hvernig þetta símtal var. Þannig að ráðamenn geta svo bara rætt það og ég trúi ekki öðru en að Inga Sæland segi satt og rétt frá.“ Er til upptaka af þessu símtali? „Það er engin upptaka en ég skráði símtalið strax á minnismiða sem er í skjalavistunarkerfi skólans eins og við gerum í svona og innihald þess. Þannig þetta er allt skráð í skjalakerfi skólans, allt þetta mál,“ segir Ársæll. „En mér þykir mjög leiðinlegt að einhver starfsmaður hjá mér hafi séð sér fært að brjóta trúnað gagnvart nemendum og skólanum því það eru allir bundnir þagnarskyldu sem vinna í skólum og með börn. Ég veit ekkert hvaða starfsmaður það er sem gerði þetta og sagði meira að segja að ég hefði haldið einhverjar ræður á kaffistofu skólans og svo framvegis sem er ekki rétt en við ræddum þetta innan skólans að sjálfsögðu, þetta er stórmál.“ Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Tengdar fréttir Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Inga Sæland félagsmálaráðherra iðrast símtals sem hún átti við skólameistara Borgarholtsskóla og biðst afsökunar á því. Hún segist hvatvís að eðlisfari en verði að átta sig á nýrri stöðu sem ráðherra. 28. janúar 2025 19:32 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Greint var frá því í gær að Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla muni brátt ljúka störfum en hann tjáði starfsfólki í tölvupósti að Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefði ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Samkvæmt svörum aðstoðarmanns ráðherra var það vegna breytinga á framhaldsskólakerfinu. Ársæll segist telja að Inga Sæland félags-og húsnæðismálaráðherra hafi beitt sér fyrir ákvörðuninni en símtal þeirra á milli um týnt skópar barnabarns hennar komst í fréttir í janúar. Þrennt komi til greina „Ef maður lítur til baka og spyr sig: Af hverju í ósköpunum er ég einn skólameistara beittur þessu ákvæði sem aldrei hefur verið beitt og búið var að lýsa því yfir að yrði ekkert beitt, og maður lítur til baka skoðar hvað það er, þá er það eina sem hefur komið upp þetta a stóra skólamál sem, Inga Sæland fór mikinn í fjölmiðlum um og bæði um, bæði skómálið og mig sem skólastjóra, sem er mjög óverðugt.“ Hann hafi auk þess gagnrýnt hugmyndir ráðherra um breytingar á framhaldsskólakerfinu og tjáð sig um stefnu gagnvart fötluðum nemendum. Ráðherra hafi á engum tímapunkti tjáð honum um óánægju með hans störf. „Þannig að ég dreg þessa ályktun, já. Að það hljóti að vera, en auðvitað þarf ráðherra sjálfur að svara fyrir þetta. Hann kom ekki á fundinn þegar ég fékk afhent þetta bréf og gaf mér ekkert færi á að eiga í einhverju samtali um mín störf eða af hverju hann, hefði komist að þessari niðurstöðu. Þannig að ég er mjög í lausu lofti náttúrulega.“ Inga hafi farið með rangt mál um símtalið Fréttastofa hefur sent menntamálaráðuneytinu fyrirspurn um skipan annarra skólameistara. Ársæll tjáði sig í fyrsta sinn efnislega um símtalið við Ingu í Morgunblaðinu í dag og sagði ráðherrann hafa hótað því að hafa samband við lögreglu og vísað til þess að hún hefði mikil ítök í lögreglunni. Fréttastofa ræddi málið við Ingu í janúar og var skrifað orðrétt: Varstu hvatvís í þessu símtali og minntist á það að þú hefðir sambönd sem ráðherra og jafnvel við lögregluna? „Nei, það gerði ég ekki. Það er orðum aukið,“ segir ráðherra. Hún kannist hins vegar við að hafa verið mjög ákveðin eins og henni væri eðlislægt. Amman hefði átt að hugsa sig betur um áður en hún tók upp símtólið. Frétt úr kvöldfréttum Sýnar um málið í janúar: Símtalið til á minnismiða Hann segist hafa ákveðið á sínum tíma að tjá sig ekki um símtalið, það væri ekki hagur neins, hvorki nemenda skólans né ráðherra. „Samt hélt Inga Sæland í framhaldinu áfram og sagði í einhverjum viðtölum hver væri ábyrgð skólastjórans og einhverjar fráleitar vangaveltur sem voru bara ósannindi. Samt ákvað ég að segja ekki neitt, til heilla fyrir nemendur og skólann og taldi engum greiða gerður en þegar nú er svona komið þá er bara rétt að alþjóð fái að vita hvernig þetta símtal var. Þannig að ráðamenn geta svo bara rætt það og ég trúi ekki öðru en að Inga Sæland segi satt og rétt frá.“ Er til upptaka af þessu símtali? „Það er engin upptaka en ég skráði símtalið strax á minnismiða sem er í skjalavistunarkerfi skólans eins og við gerum í svona og innihald þess. Þannig þetta er allt skráð í skjalakerfi skólans, allt þetta mál,“ segir Ársæll. „En mér þykir mjög leiðinlegt að einhver starfsmaður hjá mér hafi séð sér fært að brjóta trúnað gagnvart nemendum og skólanum því það eru allir bundnir þagnarskyldu sem vinna í skólum og með börn. Ég veit ekkert hvaða starfsmaður það er sem gerði þetta og sagði meira að segja að ég hefði haldið einhverjar ræður á kaffistofu skólans og svo framvegis sem er ekki rétt en við ræddum þetta innan skólans að sjálfsögðu, þetta er stórmál.“
Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Tengdar fréttir Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Inga Sæland félagsmálaráðherra iðrast símtals sem hún átti við skólameistara Borgarholtsskóla og biðst afsökunar á því. Hún segist hvatvís að eðlisfari en verði að átta sig á nýrri stöðu sem ráðherra. 28. janúar 2025 19:32 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Inga Sæland félagsmálaráðherra iðrast símtals sem hún átti við skólameistara Borgarholtsskóla og biðst afsökunar á því. Hún segist hvatvís að eðlisfari en verði að átta sig á nýrri stöðu sem ráðherra. 28. janúar 2025 19:32