Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar 4. desember 2025 11:01 Í grein á Vísi þann 3.12 2025 heldur Agnar Þór Guðmundsson hrl. því fram að starfsmönnum í hlutastörfum hjá Reykjavíkurborg sé með samþykki stéttarfélaga mismunað á grundvelli starfshlutfalls verði þeir fyrir slysum sem bótaskyld kunna að vera skv. reglum Reykjavíkurborgar nr. 1/1990 og 2/1990. Reglurnar sem klárlega fela í sér mismunun, eru settar einhliða af Reykjavíkurborg en vísað er til þeirra í kjarasamningum. Önnur sveitarfélög eru ekki í sömu stöðu gagnvart aðildarfélögum ASÍ enda kaupa þau atvinnuslysatryggingar vegna starfsmanna sinna hjá tryggingafélögunum með samningsskilmálum sem ASÍ og tryggingafélögin hafa orðið ásátt um. Fullyrðing lögmannsins um að beiting þessara reglna sé með samþykki stéttarfélaganna er bæði röng og meiðandi. Lögmanninum til frekari fróðleiks þá skal upplýst að reglur ríkisins nr. 30/1990 og 31/1990 fela í sér sömu mismunun. ASÍ hefur átt í samskiptum við Reykjavíkurborg og ríkið vegna þessa og gert kröfu um að reglunum verði breytt í ljósi ólögmætis þeirra. Vilyrði voru gefin en efndir voru engar auk þess sem við vorum upplýst um að í reynd væri þeim ekki beitt sem við reyndar drögum í efna án þess að hafa tiltækar sannanir fyrir því. Á þessu stigi hafði ASÍ efnt til samstarfs með BSRB og BHM sem búa við sömu reglur í sínum kjarasamningum. Þann 17.ferbrúr s.l. kærðu samstökin sameiginlega íslenska ríkið til ESA vegna brota á tilskipun 97/81/EC um hlutastörf sem innleidd var hér á landi með lögum nr. 10/2004. Þar er málið nú statt. Kærendur hafa lagt ESA til frekari upplýsingar og ESA krafið ríkið skýringa. Þessara upplýsinga hefði lögmaðurinn getað aflað sér með faglegri gagnaöflun eins og lögmanna á að vera siður í störfum sínum. Höfundur er lögfræðingur ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Sæstrengjasteypa Bjarni Már Magnússon Skoðun Hommar í sjónvarpinu Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Löglegt skutl Fastir pennar Mannauður í mjólkinni Ari Edwald og Inga Guðrún Birgisdóttir Skoðun Hættum griðkaupum Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Hamskipti húsa Skoðun Forgangsröðun Hörður Ægisson Fastir pennar Veðmál forsetans Jón Kaldal Fastir pennar Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Í grein á Vísi þann 3.12 2025 heldur Agnar Þór Guðmundsson hrl. því fram að starfsmönnum í hlutastörfum hjá Reykjavíkurborg sé með samþykki stéttarfélaga mismunað á grundvelli starfshlutfalls verði þeir fyrir slysum sem bótaskyld kunna að vera skv. reglum Reykjavíkurborgar nr. 1/1990 og 2/1990. Reglurnar sem klárlega fela í sér mismunun, eru settar einhliða af Reykjavíkurborg en vísað er til þeirra í kjarasamningum. Önnur sveitarfélög eru ekki í sömu stöðu gagnvart aðildarfélögum ASÍ enda kaupa þau atvinnuslysatryggingar vegna starfsmanna sinna hjá tryggingafélögunum með samningsskilmálum sem ASÍ og tryggingafélögin hafa orðið ásátt um. Fullyrðing lögmannsins um að beiting þessara reglna sé með samþykki stéttarfélaganna er bæði röng og meiðandi. Lögmanninum til frekari fróðleiks þá skal upplýst að reglur ríkisins nr. 30/1990 og 31/1990 fela í sér sömu mismunun. ASÍ hefur átt í samskiptum við Reykjavíkurborg og ríkið vegna þessa og gert kröfu um að reglunum verði breytt í ljósi ólögmætis þeirra. Vilyrði voru gefin en efndir voru engar auk þess sem við vorum upplýst um að í reynd væri þeim ekki beitt sem við reyndar drögum í efna án þess að hafa tiltækar sannanir fyrir því. Á þessu stigi hafði ASÍ efnt til samstarfs með BSRB og BHM sem búa við sömu reglur í sínum kjarasamningum. Þann 17.ferbrúr s.l. kærðu samstökin sameiginlega íslenska ríkið til ESA vegna brota á tilskipun 97/81/EC um hlutastörf sem innleidd var hér á landi með lögum nr. 10/2004. Þar er málið nú statt. Kærendur hafa lagt ESA til frekari upplýsingar og ESA krafið ríkið skýringa. Þessara upplýsinga hefði lögmaðurinn getað aflað sér með faglegri gagnaöflun eins og lögmanna á að vera siður í störfum sínum. Höfundur er lögfræðingur ASÍ.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar