Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2025 10:44 Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að ætla ekki að framlengja skipun skólameistara Borgarholtsskóla. Vísir/Anton Brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu embættisfærslur mennta- og barnamálaráðherra við upphaf þingfundar í morgun og lýstu áhyggjum af því hvernig hann hafi beitt sér í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Forseti þingsins benti á að málið varði ekki störf þingsins eða fundarstjórn forseta en upplýsti að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, væri á sjúkrahúsi og geti sökum þessa ekki verið viðstaddur umræður á Alþingi. Hann er ekki sagður alvarlega veikur. „Allir sem lesa þessa umfjöllun þeir vita að það er eitthvað stórkostleg að hjá ráðherrum Flokks fólksins,“ sagði Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem steig fyrstur í pontu, og vísaði þar í viðtal Morgunblaðsins við Ársæl Guðmundsson, fráfarandi skólameistara Borgarholtsskóla. Fleiri þingmenn, þar á meðal Ingibjörg Isaksen og Guðlaugur Þór Þórðarson tóku undir og lýstu alvarlegum áhyggjum sínum af embættisfærslum ráðherrans í málinu. Ítrekað svaraði Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, á þá leið að umrætt mál ætti ekki erindi við fundarstjórn forseta en það var ekki fyrr en þrír þingmenn höfðu kvatt sér hljóðs um málið sem Þórunn upplýsti að ráðherrann hafi forfallast þar sem hann væri á sjúkrahúsi. Fleiri þingmenn sem svo stigu í pontu sendu Guðmundi Inga batakveðjur, en þótti miður að hafa verið upplýst um málið með þessum hætti. Gagnrýni á embættisfærslur ráðherrans í máli skólameistarans var þó ítrekað haldið til streitu af hálfu þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kvaddi sér loks hljóðs þar sem hún upplýsti að ráðherrann væri ekki alvarlega veikur. „Það er ekki gott að við séum að ræða heilsufar einstakra ráðherra í pontu. Við vissum ekki komandi inn í þennan þingsal í morgun og inn í fundarstjórn að þetta yrði til umræðu með þessum hætti. Það er ekki um alvarlegt mál að ræða, ég vil bara að það komi fram hér svo það sé engin óþarfa dramatík um stöðu ráðherra. En það er vissulega svo að hann þurfti að fara á spítala í nokkra daga, það er búið að gera mjög eðlilegar ráðstafanir fyrir því. Svona aðstæður bara koma upp og þetta er óviðráðanlegt,“ sagði Kristrún. „Ef að um er spurt þá liggur alltaf fyrir hver staðgengill ráðherra er,“ sagði forsætisráðherra, en áfram héldu heitar umræður í þingsal, sem hlusta má á í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
„Allir sem lesa þessa umfjöllun þeir vita að það er eitthvað stórkostleg að hjá ráðherrum Flokks fólksins,“ sagði Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem steig fyrstur í pontu, og vísaði þar í viðtal Morgunblaðsins við Ársæl Guðmundsson, fráfarandi skólameistara Borgarholtsskóla. Fleiri þingmenn, þar á meðal Ingibjörg Isaksen og Guðlaugur Þór Þórðarson tóku undir og lýstu alvarlegum áhyggjum sínum af embættisfærslum ráðherrans í málinu. Ítrekað svaraði Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, á þá leið að umrætt mál ætti ekki erindi við fundarstjórn forseta en það var ekki fyrr en þrír þingmenn höfðu kvatt sér hljóðs um málið sem Þórunn upplýsti að ráðherrann hafi forfallast þar sem hann væri á sjúkrahúsi. Fleiri þingmenn sem svo stigu í pontu sendu Guðmundi Inga batakveðjur, en þótti miður að hafa verið upplýst um málið með þessum hætti. Gagnrýni á embættisfærslur ráðherrans í máli skólameistarans var þó ítrekað haldið til streitu af hálfu þingmanna stjórnarandstöðunnar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kvaddi sér loks hljóðs þar sem hún upplýsti að ráðherrann væri ekki alvarlega veikur. „Það er ekki gott að við séum að ræða heilsufar einstakra ráðherra í pontu. Við vissum ekki komandi inn í þennan þingsal í morgun og inn í fundarstjórn að þetta yrði til umræðu með þessum hætti. Það er ekki um alvarlegt mál að ræða, ég vil bara að það komi fram hér svo það sé engin óþarfa dramatík um stöðu ráðherra. En það er vissulega svo að hann þurfti að fara á spítala í nokkra daga, það er búið að gera mjög eðlilegar ráðstafanir fyrir því. Svona aðstæður bara koma upp og þetta er óviðráðanlegt,“ sagði Kristrún. „Ef að um er spurt þá liggur alltaf fyrir hver staðgengill ráðherra er,“ sagði forsætisráðherra, en áfram héldu heitar umræður í þingsal, sem hlusta má á í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira