Ekkert verður af áttafréttum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. desember 2025 16:46 Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið hefur fallið frá ákvörðuninni um að færa útsendingartíma sjónvarpsfrétta. Til stóð að sjöfréttir yrðu sendar út klukkan átta. Fréttastjóri segir boðaðar breytingar stjórnvalda á auglýsingasölu miðilsins hafi haft áhrif á ákvörðunina. Í dag tilkynnti fréttastofa Ríkisútvarpsins að fréttir, íþróttir og veður fá nýtt útlit í sjónvarpinu í tilefni af 95 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Þá segir að til skoðunar hafi verið að breyta útsendingartíma sjónvarpsfrétta en fallið hefur verið frá þeim áformum. Í apríl tilkynnti fréttastofa RÚV að fréttatími sjónvarps, sem er núna klukkan sjö, yrði færður til klukkan átta. Sömuleiðis myndu tíufréttir heyra sögunni til. Síðasti sjónvarpsfréttatíminn klukkan tíu var lesinn þann 1. júlí. Seinkun fréttatímans klukkan sjö átti að taka gildi 24. júlí, eftir að EM kvenna í fótbolta lyki. Hins vegar var ákveðið að seinka seinkuninni þar sem ekki hefði tekist að klára nauðsynleg verkefni tengd breytingunni fyrir sumarfrí. „Þetta reyndist stærri og erfiðari ákvörðun innanhúss heldur en við gerðum ráð fyrir þar sem við lentum í smá vandræðum með dagskrársetningu á öðrum tíma,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, í samtali við fréttastofu. Þá hafi einnig spilað inn í óvissa með rekstur Ríkisútvarpsins þar sem stjórnvöld hafi boðað breytingar á auglýsingasölu miðilsins. Staða fjölmiðla á Íslandi hefur verið til umræðu undanfarna mánuði. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hyggst kynna nýjan aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í þessari viku sem viðbrögð við aukinni alþjóðlegri samkeppni og tæknibreytingum. „Við endanlega ákváðum að falla frá þessu vegna þess að það er svo mikil óvissa uppi um áhrifin sem þetta myndi hafa á áhorf og öll óvissa er erfið í rekstri. Það var komið á þann tímapunkt að við þyrftum að draga úr þessari óvissu þegar við vorum að plana næsta ár,“ segir Heiðar Örn. Hann áréttar að um endanlega ákvörðun sé að ræða. Hugmyndin hafi verið slegin út af borðinu. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Í dag tilkynnti fréttastofa Ríkisútvarpsins að fréttir, íþróttir og veður fá nýtt útlit í sjónvarpinu í tilefni af 95 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Þá segir að til skoðunar hafi verið að breyta útsendingartíma sjónvarpsfrétta en fallið hefur verið frá þeim áformum. Í apríl tilkynnti fréttastofa RÚV að fréttatími sjónvarps, sem er núna klukkan sjö, yrði færður til klukkan átta. Sömuleiðis myndu tíufréttir heyra sögunni til. Síðasti sjónvarpsfréttatíminn klukkan tíu var lesinn þann 1. júlí. Seinkun fréttatímans klukkan sjö átti að taka gildi 24. júlí, eftir að EM kvenna í fótbolta lyki. Hins vegar var ákveðið að seinka seinkuninni þar sem ekki hefði tekist að klára nauðsynleg verkefni tengd breytingunni fyrir sumarfrí. „Þetta reyndist stærri og erfiðari ákvörðun innanhúss heldur en við gerðum ráð fyrir þar sem við lentum í smá vandræðum með dagskrársetningu á öðrum tíma,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, í samtali við fréttastofu. Þá hafi einnig spilað inn í óvissa með rekstur Ríkisútvarpsins þar sem stjórnvöld hafi boðað breytingar á auglýsingasölu miðilsins. Staða fjölmiðla á Íslandi hefur verið til umræðu undanfarna mánuði. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hyggst kynna nýjan aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í þessari viku sem viðbrögð við aukinni alþjóðlegri samkeppni og tæknibreytingum. „Við endanlega ákváðum að falla frá þessu vegna þess að það er svo mikil óvissa uppi um áhrifin sem þetta myndi hafa á áhorf og öll óvissa er erfið í rekstri. Það var komið á þann tímapunkt að við þyrftum að draga úr þessari óvissu þegar við vorum að plana næsta ár,“ segir Heiðar Örn. Hann áréttar að um endanlega ákvörðun sé að ræða. Hugmyndin hafi verið slegin út af borðinu.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira