Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2025 22:29 Júrí Úsjakóv og Vladimír Pútín á fundinum í kvöld. Steve Witkoff er á milli þeirra. AP/Alexander Kazakov, Sputnik Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir að fundur þeirra með þeim Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og Jared Kushner, tengdasyni Trumps, hafi verið skilvirkur, innihaldsríkur og mjög gagnlegur. Fundurinn stóð yfir í tæpar fimm klukkustundir í Kreml í kvöld en fyrstu ummæli Úsjakóvs gefa til kynna að lítill árangur hafi náðst. Eftir hann sagði Újsakóv, samkvæmt rússneskum fjölmiðlum, að ekkert samkomulag lægi fyrir að svo stöddu og ekki stæði til að Pútín og Trump funduðu. Það gæti þó gerst seinna. Hann sagði einnig að einhverjir hlutar nýrrar friðaráætlunar væru ásættanlegir og aðrir alls ekki. Heilt yfir hafi fundurinn verið gagnlegur en ekki hefði verið talað um einstaka liði heldur heildarinnihald áætlunarinnar, sem hefur tekið nokkrum breytingum frá því hún var fyrst opinberuð. Þá var henni lýst sem óskalista Pútíns og er Dmitríev sagður hafa spilað stórt hlutverk í gerð áætlunarinnar. Í kjölfarið áttu ráðamenn í Evrópu og Úkraínu í viðræðum við Bandaríkjamenn um áætlunina og var henni þá breytt. Úsjakóv sagði þörf á frekari viðræðum varðandi Úkraínu en hann sagði einnig að á fundinum hefðu þeir talað um þörfina á efnahagslegri samvinnu Bandaríkjanna og Rússlands. Sjá einnig: Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Kirill Dmitríev, rússneskur auðjöfur og sérstakur erindreki Pútíns sem sat einnig fundinn, sagði á X að fundurinn hafi verið skilvirkur. Dmitríev og Witkoff hafa átt í miklum samskiptum að undanförnu. Sjá einnig: Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Áætlunin fól að miklu leyti í sér að ríki Evrópu áttu að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu og útvega Úkraínu öryggistryggingar en ráðamenn í Evrópu komu ekkert að því að semja áætlunina. Þeir liðir upprunalegu friðaráætlunarinnar sem féllu hvað verst í kramið í Kænugarði sneru að landsvæðum og öryggistryggingum. Áætlunin þótti loðin þegar kæmi að því að tryggja fullveldi Úkraínu til framtíðar. Í stuttu máli sagt fól upprunalega áætlunin í sér að Úkraínumenn gæfu eftir umfangsmikið og víggirt svæði í Dónetsk-héraði og að í staðinn myndu Rússar halda yfirráðasvæðum sínum í Lúhansk, Kerson og Spórisjía, auk Krímskaga. Þeir ættu þó að hörfa frá einhverjum hernumdum svæðum eins og í Súmí og Karkív en þeir liðir voru nokkuð óljósir varðandi hvenær og hvernig það ætti að gerast. Witkoff og Kushner funduðu með úkraínskum erindrekum áður en þeir fóru til Moskvu og eru sagðir ætla að hitta Úkraínumenn aftur í kjölfar fundarins með Pútín. Sérfræðingum og greinendum þykir ólíklegt að Pútín hafi áhuga á að semja um frið að svo stöddu. Hann telji sig í betri stöðu en Úkraínumenn og að Rússar séu að sigra og skynji veikleika í Evrópu og í Bandaríkjunum. Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður. 2. desember 2025 17:56 Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. 1. desember 2025 23:22 Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49 Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Fundurinn stóð yfir í tæpar fimm klukkustundir í Kreml í kvöld en fyrstu ummæli Úsjakóvs gefa til kynna að lítill árangur hafi náðst. Eftir hann sagði Újsakóv, samkvæmt rússneskum fjölmiðlum, að ekkert samkomulag lægi fyrir að svo stöddu og ekki stæði til að Pútín og Trump funduðu. Það gæti þó gerst seinna. Hann sagði einnig að einhverjir hlutar nýrrar friðaráætlunar væru ásættanlegir og aðrir alls ekki. Heilt yfir hafi fundurinn verið gagnlegur en ekki hefði verið talað um einstaka liði heldur heildarinnihald áætlunarinnar, sem hefur tekið nokkrum breytingum frá því hún var fyrst opinberuð. Þá var henni lýst sem óskalista Pútíns og er Dmitríev sagður hafa spilað stórt hlutverk í gerð áætlunarinnar. Í kjölfarið áttu ráðamenn í Evrópu og Úkraínu í viðræðum við Bandaríkjamenn um áætlunina og var henni þá breytt. Úsjakóv sagði þörf á frekari viðræðum varðandi Úkraínu en hann sagði einnig að á fundinum hefðu þeir talað um þörfina á efnahagslegri samvinnu Bandaríkjanna og Rússlands. Sjá einnig: Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Kirill Dmitríev, rússneskur auðjöfur og sérstakur erindreki Pútíns sem sat einnig fundinn, sagði á X að fundurinn hafi verið skilvirkur. Dmitríev og Witkoff hafa átt í miklum samskiptum að undanförnu. Sjá einnig: Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Áætlunin fól að miklu leyti í sér að ríki Evrópu áttu að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu og útvega Úkraínu öryggistryggingar en ráðamenn í Evrópu komu ekkert að því að semja áætlunina. Þeir liðir upprunalegu friðaráætlunarinnar sem féllu hvað verst í kramið í Kænugarði sneru að landsvæðum og öryggistryggingum. Áætlunin þótti loðin þegar kæmi að því að tryggja fullveldi Úkraínu til framtíðar. Í stuttu máli sagt fól upprunalega áætlunin í sér að Úkraínumenn gæfu eftir umfangsmikið og víggirt svæði í Dónetsk-héraði og að í staðinn myndu Rússar halda yfirráðasvæðum sínum í Lúhansk, Kerson og Spórisjía, auk Krímskaga. Þeir ættu þó að hörfa frá einhverjum hernumdum svæðum eins og í Súmí og Karkív en þeir liðir voru nokkuð óljósir varðandi hvenær og hvernig það ætti að gerast. Witkoff og Kushner funduðu með úkraínskum erindrekum áður en þeir fóru til Moskvu og eru sagðir ætla að hitta Úkraínumenn aftur í kjölfar fundarins með Pútín. Sérfræðingum og greinendum þykir ólíklegt að Pútín hafi áhuga á að semja um frið að svo stöddu. Hann telji sig í betri stöðu en Úkraínumenn og að Rússar séu að sigra og skynji veikleika í Evrópu og í Bandaríkjunum.
Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður. 2. desember 2025 17:56 Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. 1. desember 2025 23:22 Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49 Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar væru tilbúnir í stríð við í Evrópu, ef ráðamenn heimsálfunnar óskuðu þess. Þá sakaði hann Evrópumenn um að standa í vegi friðar í Úkraínu, eins og hann hefur ítrekað haldið fram áður. 2. desember 2025 17:56
Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að fall Pokrovsk muni gera rússneskum hermönnum kleift að sækja fram lengra inn í Úkraínu. Hann sagði borgina vera mikilvægan lið í því að ná fram markmiðum hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ eins og hann kallar innrásina í Úkraínu. 1. desember 2025 23:22
Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að fundur hans með úkraínskri sendinefnd um friðarsamkomulag milli Rússlands og Úkraínu hafi verið afkastamikill, en þó væri mikið verk enn fyrir höndum. 30. nóvember 2025 23:49
Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39