Vilja koma á óhollustuskatti Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2025 21:21 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Vísir/Bjarki Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandaþjóða samkvæmt nýrri skýrslu. Sjötíu prósent fullorðinna eru í ofþyngd og tuttugu prósent barna. Sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis vill skoða að setja á óhollustuskatt og lækka gjöld á ávexti og grænmeti. Í skýrslunni NORMO kemur fram að á tíu árum hafi hlutfall Íslendinga í ofþyngd farið úr sextíu prósentum í sjötíu prósent. Hlutfallið er hæst hjá fólki eldra en 45 ára en fjórir af hverjum fimm í þeim aldursflokki eru of þungir. Ofþyngd barna er einnig mun algengari hér á landi. 26 prósent barna eru of þung, þar af rúm sex prósent með offitu. Hlutfall offitu barna er aðeins hærra á Íslandi en í Danmörku og Finnlandi en þrefalt hærra en í Noregi og Svíþjóð. Yfirþyngd ekki endilega slæm Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir þróunina vissulega ekki af hinu góða. Hins vegar þurfi að líta til fleiri þátta en eingöngu BMI-stuðuls líkt og gert er í skýrslunni. „Við erum með fólk sem kannski hreyfir sig og borðar hollt en flokkast í yfirþyngd. Það þarf ekki að vera hættulegt. Það er frekar offitan sem við horfum á. Þá geta orðið skert lífsgæði og ekki tækifæri til að hreyfa sig eins, þó það eigi ekki alltaf við. Við viljum horfa fyrst og fremst á heilsuna,“ segir Dóra. Sleppa gjörunnum matvælum í skólum Eingöngu tvö prósent fullorðinna borða ráðlagðan skammt af ávöxtum og grænmeti á dag. Engin gögn eru til um mataræði barna en bætt verður úr því á nýju ári. Dóra segir ljóst að margir skólar geti boðið upp á hollari fæðu. „Í rauninni myndum við vilja að það væri mjög lítið um, eða engin, gjörunnin matvæli í boði fyrir börnin í skólanum,“ segir Dóra. Skatta á óhollustu og afnám gjalda á hollustu Embættið vill kanna það að setja á einhvers konar óhollustuskatt, lækka álögur á ávexti og grænmeti og lækka raforkuverð til bænda. „Ég held ég hafi einhvern tímann sagt frá því að ég fékk sting í hjartað þegar ég sá lítið barn grátbiðja foreldra sína um bláber. Þau neituðu, sögðust ekki hafa efni á þeim. Svo var einhver gjörunnin vara sett í staðinn. Þessu þurfum við að breyta, það eiga öll börn að eiga kost á því að geta borðað ávexti og grænmeti,“ segir Dóra. Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Matur Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Í skýrslunni NORMO kemur fram að á tíu árum hafi hlutfall Íslendinga í ofþyngd farið úr sextíu prósentum í sjötíu prósent. Hlutfallið er hæst hjá fólki eldra en 45 ára en fjórir af hverjum fimm í þeim aldursflokki eru of þungir. Ofþyngd barna er einnig mun algengari hér á landi. 26 prósent barna eru of þung, þar af rúm sex prósent með offitu. Hlutfall offitu barna er aðeins hærra á Íslandi en í Danmörku og Finnlandi en þrefalt hærra en í Noregi og Svíþjóð. Yfirþyngd ekki endilega slæm Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir þróunina vissulega ekki af hinu góða. Hins vegar þurfi að líta til fleiri þátta en eingöngu BMI-stuðuls líkt og gert er í skýrslunni. „Við erum með fólk sem kannski hreyfir sig og borðar hollt en flokkast í yfirþyngd. Það þarf ekki að vera hættulegt. Það er frekar offitan sem við horfum á. Þá geta orðið skert lífsgæði og ekki tækifæri til að hreyfa sig eins, þó það eigi ekki alltaf við. Við viljum horfa fyrst og fremst á heilsuna,“ segir Dóra. Sleppa gjörunnum matvælum í skólum Eingöngu tvö prósent fullorðinna borða ráðlagðan skammt af ávöxtum og grænmeti á dag. Engin gögn eru til um mataræði barna en bætt verður úr því á nýju ári. Dóra segir ljóst að margir skólar geti boðið upp á hollari fæðu. „Í rauninni myndum við vilja að það væri mjög lítið um, eða engin, gjörunnin matvæli í boði fyrir börnin í skólanum,“ segir Dóra. Skatta á óhollustu og afnám gjalda á hollustu Embættið vill kanna það að setja á einhvers konar óhollustuskatt, lækka álögur á ávexti og grænmeti og lækka raforkuverð til bænda. „Ég held ég hafi einhvern tímann sagt frá því að ég fékk sting í hjartað þegar ég sá lítið barn grátbiðja foreldra sína um bláber. Þau neituðu, sögðust ekki hafa efni á þeim. Svo var einhver gjörunnin vara sett í staðinn. Þessu þurfum við að breyta, það eiga öll börn að eiga kost á því að geta borðað ávexti og grænmeti,“ segir Dóra.
Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Matur Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira