Prada gengur frá kaupunum á Versace Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2025 11:04 Starfsnemar í verksmiðju Prada á Ítalíu vinna með leðurvörur. AP/Gregorio Borgia Tískurisinn Prada Group tilkynnti að hann hefði fest kaup á keppinaut sínum Versace fyrir um 1,25 milljarða evra í dag. Samkeppnisyfirvöld eru sögð hafa gefið samrunanum grænt ljós. Lorenzo Bertelli, erfingi Prada-veldsins, er sagður taka við stjórnartaumunum hjá Versace eftir samrunann. Hann segist ekki sjá fyrir sér að gera stórtækar breytingar til að byrja með þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ekki staðið undir væntingum um skeið, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Versace var hluti af fjölþjóðlegu samsteypunni Capri Holdings sem á einnig vörumerkin Jimmy Choo og Michael Kors. Capri Holdings greiddi tvo milljarða dollara fyrir Versace árið 2018. Samkomulag um samrunann var gert í apríl en það var háð samþykki yfirvalda og viðræðna um endanlega skilmála viðskiptanna. Prada gerir ráð fyrir að Versace verði um þrettán prósent af reglulegum tekjum samsteypunnar. Sem fyrr verður Prada-vörumerkið það stærsta. Samsteypan á einnig vörumerkið Miu Miu og Church's-skóvörur. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Ítalski tískurisinn Prada hefur keypt vörumerkið Versace úr höndum bandarískra eiganda fyrir 1,4 milljarða Bandaríkjadala, um 183 milljarða króna. 10. apríl 2025 13:18 Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár. 13. mars 2025 13:03 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira
Lorenzo Bertelli, erfingi Prada-veldsins, er sagður taka við stjórnartaumunum hjá Versace eftir samrunann. Hann segist ekki sjá fyrir sér að gera stórtækar breytingar til að byrja með þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ekki staðið undir væntingum um skeið, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Versace var hluti af fjölþjóðlegu samsteypunni Capri Holdings sem á einnig vörumerkin Jimmy Choo og Michael Kors. Capri Holdings greiddi tvo milljarða dollara fyrir Versace árið 2018. Samkomulag um samrunann var gert í apríl en það var háð samþykki yfirvalda og viðræðna um endanlega skilmála viðskiptanna. Prada gerir ráð fyrir að Versace verði um þrettán prósent af reglulegum tekjum samsteypunnar. Sem fyrr verður Prada-vörumerkið það stærsta. Samsteypan á einnig vörumerkið Miu Miu og Church's-skóvörur.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Ítalski tískurisinn Prada hefur keypt vörumerkið Versace úr höndum bandarískra eiganda fyrir 1,4 milljarða Bandaríkjadala, um 183 milljarða króna. 10. apríl 2025 13:18 Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár. 13. mars 2025 13:03 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira
Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Ítalski tískurisinn Prada hefur keypt vörumerkið Versace úr höndum bandarískra eiganda fyrir 1,4 milljarða Bandaríkjadala, um 183 milljarða króna. 10. apríl 2025 13:18
Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár. 13. mars 2025 13:03