Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 2. desember 2025 07:47 Á dögunum lagði Evrópusambandið verndartolla á iðnað frá EES-löndunum Íslandi og Noregi. Þjóðir sem eru ekki aðeins nánustu vinaþjóðir þeirra, heldur eru hluti af innri markaði sambandsins gegnum EES-samninginn. Tollar ESB voru yfirvofandi í 11 mánuði, u.þ.b. allan starfstíma ríkisstjórnarinnar. En þrátt fyrir tíðar heimsóknir til Brussel og útsýnisferðir um landið með helstu ráðamenn ESB, var þetta niðurstaðan. Aðgerðin er skýrt brot á EES-samningnum og við sjálfstæðismenn munum fylgja því fast á eftir að við sækjum rétt okkar gagnvart ESB. Óprúttnir stjórnmálamenn, sem voru þó í stafni þegar þessi ákvörðun skellur á okkur, hafa m.a. sakað stjórnarandstöðuna um að grafa undan EES-samningnum. Því finn ég mig knúna til að benda á hið augljósa. Á Íslandi er ríkisstjórn sem grefur undan EES-samningnum hvern dag sem hún situr. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur sett aðild að ESB aftur á dagskrá. Forsætisráðherra og helstu ráðamenn þjóðarinnar vilja að Ísland gangi í ESB. Og hvað verður um EES-samninginn ef sú vegferð verður farin? Embættismönnunum í Brussel er þetta fullljóst. Viðsemjendur þeirra eru stjórnmálamenn sem vilja segja upp EES-samningnum og ganga í ESB. Eins og fulltrúi ESB benti okkur Íslendingum á á fundi í Strasbourg á dögunum, hefur viðlíka framkoma ekki hent okkur allan samningstímann. Er tímasetningin þá tilviljun? Eftir að ESB beitti Ísland þessum órétti, hvatti ég til þess að utanríkisráðherra skrifaði ekki undir frekari samninga eða yfirlýsingar við ESB. Það væru röng skilaboð við þessar aðstæður. Hún tilkynnti svo um að undirritun varnarsamkomulags við ESB yrði frestað. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum velt því upp að við þurfum að hugsa vel og vandlega um næstu skref í EES-samstarfinu, umgjörðina um okkar mikilvægast viðskiptasamning. Þar skipta tímasetningar miklu máli. Vonandi getum við átt yfirvegað samtal um það á vettvangi stjórnmálanna, en það má öllum vera það fullljóst hverjir það eru sem vilja út úr EES. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum lagði Evrópusambandið verndartolla á iðnað frá EES-löndunum Íslandi og Noregi. Þjóðir sem eru ekki aðeins nánustu vinaþjóðir þeirra, heldur eru hluti af innri markaði sambandsins gegnum EES-samninginn. Tollar ESB voru yfirvofandi í 11 mánuði, u.þ.b. allan starfstíma ríkisstjórnarinnar. En þrátt fyrir tíðar heimsóknir til Brussel og útsýnisferðir um landið með helstu ráðamenn ESB, var þetta niðurstaðan. Aðgerðin er skýrt brot á EES-samningnum og við sjálfstæðismenn munum fylgja því fast á eftir að við sækjum rétt okkar gagnvart ESB. Óprúttnir stjórnmálamenn, sem voru þó í stafni þegar þessi ákvörðun skellur á okkur, hafa m.a. sakað stjórnarandstöðuna um að grafa undan EES-samningnum. Því finn ég mig knúna til að benda á hið augljósa. Á Íslandi er ríkisstjórn sem grefur undan EES-samningnum hvern dag sem hún situr. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur sett aðild að ESB aftur á dagskrá. Forsætisráðherra og helstu ráðamenn þjóðarinnar vilja að Ísland gangi í ESB. Og hvað verður um EES-samninginn ef sú vegferð verður farin? Embættismönnunum í Brussel er þetta fullljóst. Viðsemjendur þeirra eru stjórnmálamenn sem vilja segja upp EES-samningnum og ganga í ESB. Eins og fulltrúi ESB benti okkur Íslendingum á á fundi í Strasbourg á dögunum, hefur viðlíka framkoma ekki hent okkur allan samningstímann. Er tímasetningin þá tilviljun? Eftir að ESB beitti Ísland þessum órétti, hvatti ég til þess að utanríkisráðherra skrifaði ekki undir frekari samninga eða yfirlýsingar við ESB. Það væru röng skilaboð við þessar aðstæður. Hún tilkynnti svo um að undirritun varnarsamkomulags við ESB yrði frestað. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum velt því upp að við þurfum að hugsa vel og vandlega um næstu skref í EES-samstarfinu, umgjörðina um okkar mikilvægast viðskiptasamning. Þar skipta tímasetningar miklu máli. Vonandi getum við átt yfirvegað samtal um það á vettvangi stjórnmálanna, en það má öllum vera það fullljóst hverjir það eru sem vilja út úr EES. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun