Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar 1. desember 2025 13:01 Þjóðkirkjan boðar nú tvo krossa – og sá nýi frelsar engan Nýja heimasíða Þjóðkirkjunnar fór í loftið nýverið. Hún er glæsilega hönnuð, nútímaleg og vel unnin. Enginn ástæða til annars en að óska til hamingju með tæknilegar endurbætur. En stundum segir yfirborðið meira en það ætlar sér. Heimasíðan varpar ljósi á dýpri krísu sem ekki má hunsa. Þjóðkirkjan kennir tvö ólík trúarkerfi á sama vettvangi Á nýju síðunni má lesa skýra, fallega og klassíska lýsingu á kristinni trú: „Grunnur kristinnar trúar er trúin á Jesú Krist sem vitnað er um í Biblíunni.“ „Nýja testamentið segir frá persónu, verki og örlögum Jesú Krists – fæðingu, dauða og upprisu.“ „Vitnisburðurinn stendur í djúpum rótum Gamla testamentisins.“ Þetta er 100% í takt við lútherska játningu, postulega trúfræði og hina evangelísku arfleifð. Þetta er trú sem stendur á fullkomnu hjálpræðisverki Jesú Krists, ekki frammistöðu manneskjunnar sjálfrar. En strax á forsíðu sömu vefsíðu birtist allt önnur trú: „Ég trúi á minn hátt.“ „Settu saman þinn eigin kross.“ Þetta er ekki smávægilegt sjónarspil. Þetta er guðfræðileg mótsögn sem skers sem naglaklór á krítartöflu. Ef Jesús er grunnurinn – hvers vegna er krossinn samt sjálfmiðaður “ég”? Þjóðkirkjan boðar á einni og sömu heimassíðunni: A) „Jesús Kristur er uppspretta lífs.“ B) „Smíðaðu þinn eigin kross með þínum eigin gildum.“ Þetta er trúarlegt ósamræmi sem engin kirkja lifir af. Kristin trú segir: „Fylg þú mér.“ Póstmodern trúarhönnun segir: „Ég móta mig.“ Kristni boðar: „Taktu upp krossinn.“ Nýja vefsíðan boðar: „Veldu lit á krossinn.“ Þetta er ekki guðfræðileg endurnýjun. Þetta er markaðsleg sjálfssmíði. Ekki hönnunarvandi – þetta er hjartsláttavandi Þjóðkirkjan hefur frá 2021 til 2026 gefið út fjölmörg stefnuplögg um: fræðslu jafnrétti umhverfisstefnu kærleiksþjónustu samstarf við þjóðfélagsstofnanir Margt er gott og málefnalegt. En í öllum þessum textum birtist sami undirliggjandi tónn: Meira félagsfræði, minna fagnaðarerindi. Meiri sjálfsmynd, minni trúar játning. Meiri menningarbylgja, minni biblía. Og nýja heimasíðan er nákvæmlega í sama takt. Fólk gengur ekki úr kirkjunni vegna litapalletu – heldur vegna forgangsröðunar Það þarf ekki trúarsálfræðing til að sjá þetta: Fólk hættir ekki að mæta í kirkju vegna þess að hún notar vitlausan pantónkóða. Fólk hættir að mæta þegar hún segir ekkert um okkar sælu von sem bjargar. Þjóðkirkjan glímir ekki við skort á litum. Hún glímir við skort á skýrleika: Hver er Jesús? Hver er sannleikurinn? Hvað er synd, náð, hjálpræði og umskipti? Hver er boðskapurinn sem snýr lífi við? Hvað er að endurfæðast? Þessa heilnæmu kenningu heyrir fólk sjaldnar og sjaldnar. Lógóið er endurnýjað – en Logos er þaggað. Það er táknrænt að krossinn á forsíðunni er hreyfimynd, en boðskapur kirkjunnar hefur staðið í kyrrstöðu í áratugi. Kirkjan þarf ekki kross sem dansar. Hún þarf kross sem kallar. Þjóðkirkjan stendur á krossgötum – og það sést á síðunni. Hún þarf að ákveða hvort hún ætlar að: A)Mótast af samfélaginu, Eða B)Móta samfélagið með fagnaðarerindi Krists. Núverandi vefur sýnir báðar hliðar á sama tíma – og það er ekki hægt til lengdar. Engin kirkja lifir af tvískipt hjarta. Niðurstaða Nýja heimasíðan er falleg, en hún er glansmynd yfir dýpri vanda. Þjóðkirkjan þarf ekki nýtt lógó. Hún þarf að endurheimta Lógos – Orðið sem gefur líf. Hún þarf ekki kross í tólf litum. Hún þarf þann kross sem táknar lit blóðsins og náðarinnar. Ekki „ég móta minn kross“. Heldur: „Kristur mótar mig.“ Þegar það gerist, þá verður heimasíðan ekki aðeins falleg – heldur verður kirkjan aftur lifandi. Höfundur er guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan boðar nú tvo krossa – og sá nýi frelsar engan Nýja heimasíða Þjóðkirkjunnar fór í loftið nýverið. Hún er glæsilega hönnuð, nútímaleg og vel unnin. Enginn ástæða til annars en að óska til hamingju með tæknilegar endurbætur. En stundum segir yfirborðið meira en það ætlar sér. Heimasíðan varpar ljósi á dýpri krísu sem ekki má hunsa. Þjóðkirkjan kennir tvö ólík trúarkerfi á sama vettvangi Á nýju síðunni má lesa skýra, fallega og klassíska lýsingu á kristinni trú: „Grunnur kristinnar trúar er trúin á Jesú Krist sem vitnað er um í Biblíunni.“ „Nýja testamentið segir frá persónu, verki og örlögum Jesú Krists – fæðingu, dauða og upprisu.“ „Vitnisburðurinn stendur í djúpum rótum Gamla testamentisins.“ Þetta er 100% í takt við lútherska játningu, postulega trúfræði og hina evangelísku arfleifð. Þetta er trú sem stendur á fullkomnu hjálpræðisverki Jesú Krists, ekki frammistöðu manneskjunnar sjálfrar. En strax á forsíðu sömu vefsíðu birtist allt önnur trú: „Ég trúi á minn hátt.“ „Settu saman þinn eigin kross.“ Þetta er ekki smávægilegt sjónarspil. Þetta er guðfræðileg mótsögn sem skers sem naglaklór á krítartöflu. Ef Jesús er grunnurinn – hvers vegna er krossinn samt sjálfmiðaður “ég”? Þjóðkirkjan boðar á einni og sömu heimassíðunni: A) „Jesús Kristur er uppspretta lífs.“ B) „Smíðaðu þinn eigin kross með þínum eigin gildum.“ Þetta er trúarlegt ósamræmi sem engin kirkja lifir af. Kristin trú segir: „Fylg þú mér.“ Póstmodern trúarhönnun segir: „Ég móta mig.“ Kristni boðar: „Taktu upp krossinn.“ Nýja vefsíðan boðar: „Veldu lit á krossinn.“ Þetta er ekki guðfræðileg endurnýjun. Þetta er markaðsleg sjálfssmíði. Ekki hönnunarvandi – þetta er hjartsláttavandi Þjóðkirkjan hefur frá 2021 til 2026 gefið út fjölmörg stefnuplögg um: fræðslu jafnrétti umhverfisstefnu kærleiksþjónustu samstarf við þjóðfélagsstofnanir Margt er gott og málefnalegt. En í öllum þessum textum birtist sami undirliggjandi tónn: Meira félagsfræði, minna fagnaðarerindi. Meiri sjálfsmynd, minni trúar játning. Meiri menningarbylgja, minni biblía. Og nýja heimasíðan er nákvæmlega í sama takt. Fólk gengur ekki úr kirkjunni vegna litapalletu – heldur vegna forgangsröðunar Það þarf ekki trúarsálfræðing til að sjá þetta: Fólk hættir ekki að mæta í kirkju vegna þess að hún notar vitlausan pantónkóða. Fólk hættir að mæta þegar hún segir ekkert um okkar sælu von sem bjargar. Þjóðkirkjan glímir ekki við skort á litum. Hún glímir við skort á skýrleika: Hver er Jesús? Hver er sannleikurinn? Hvað er synd, náð, hjálpræði og umskipti? Hver er boðskapurinn sem snýr lífi við? Hvað er að endurfæðast? Þessa heilnæmu kenningu heyrir fólk sjaldnar og sjaldnar. Lógóið er endurnýjað – en Logos er þaggað. Það er táknrænt að krossinn á forsíðunni er hreyfimynd, en boðskapur kirkjunnar hefur staðið í kyrrstöðu í áratugi. Kirkjan þarf ekki kross sem dansar. Hún þarf kross sem kallar. Þjóðkirkjan stendur á krossgötum – og það sést á síðunni. Hún þarf að ákveða hvort hún ætlar að: A)Mótast af samfélaginu, Eða B)Móta samfélagið með fagnaðarerindi Krists. Núverandi vefur sýnir báðar hliðar á sama tíma – og það er ekki hægt til lengdar. Engin kirkja lifir af tvískipt hjarta. Niðurstaða Nýja heimasíðan er falleg, en hún er glansmynd yfir dýpri vanda. Þjóðkirkjan þarf ekki nýtt lógó. Hún þarf að endurheimta Lógos – Orðið sem gefur líf. Hún þarf ekki kross í tólf litum. Hún þarf þann kross sem táknar lit blóðsins og náðarinnar. Ekki „ég móta minn kross“. Heldur: „Kristur mótar mig.“ Þegar það gerist, þá verður heimasíðan ekki aðeins falleg – heldur verður kirkjan aftur lifandi. Höfundur er guðfræðingur.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun