Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar 1. desember 2025 12:31 Einmanaleiki er flókið fyrirbæri sem á sér mismunandi orsakir. Stundum læðist hann að okkur smám saman, eins og skuggi sem fylgir fallandi sól, en getur líka komið skyndilega og sprottið af aðstæðum sem einstaklingur hefur litla stjórn á. Missir maka, fjölskyldumeðlims eða náins vinar breytir til dæmis daglegu lífi og fjarlægir mikilvæga félagslega stoð. Heilsufarsvandi og færniskerðing, þar sem hreyfing og samfélagsleg virkni verða erfiðari, ýta einnig undir einangrun. Sumir búa einir, langt frá fjölskyldu eða á stöðum þar sem samgöngur eru stopular. Enginn velur einmanaleikann - hann er afleiðing aðstæðna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf fyrr á árinu út skýrslu þar sem meðal annars er fjallað um umfang einmanaleika á heimsvísu og um áhrif hans á heilsu fólks. Samkvæmt skýrslunni upplifir einn af hverjum sex einstaklingum einmanaleika og tengist hann yfir 870.000 dauðsföllum árlega. Rannsóknir sýna að einmanaleiki hefur alvarleg og mikil áhrif á heilsu okkar. Hann eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi, vitrænni skerðingu og ótímabærum dauða. Stofnunin telur að allt að einn af hverjum þremur í hópi eldra fólks upplifi félagslega einangrun. WHO bendir á að sterk félagsleg tengsl bæti ekki aðeins heilsuna, heldur styrki samfélög og dragi úr kostnaði í heilbrigðis- og velferðarkerfum. WHO hvetur ríki heims til að setja félagsleg tengsl í forgang í lýðheilsumálum. Samvera hefur mikil og jákvæð áhrif á heilsu og líðan eldra fólks. Samtal um daginn og veginn eða stutt samverustund getur haft ótrúleg áhrif til hins betra, svo einfalt er það. Hvers kyns samvera í leik og starfi hjálpar til við að styrkja sjálfsmynd fólks, dregur úr kvíða og skapar tilgang í lífinu. Samvera er því ekki bara skemmtun heldur raunveruleg heilbrigðisforvörn sem styrkir einstaklinginn - og þar með samfélagið í heild. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og DAS íbúða eru hannaðir með það að markmiði að byggja upp samfélag þar sem félagsleg tengsl geta myndast og blómstrað. Þar er lögð sérstök áhersla á hlý og notaleg rými sem hvetja fólk til að hitta nágranna, spjalla saman og taka þátt í daglegu lífi. Sameiginlegar stofur, veitingasalir og aðstaða til tómstundastarfs og líkamsræktar eru ekki aukaatriði heldur kjarninn í þjónustunni. Þessir staðir eru vettvangur þar sem íbúar, aðstandendur, starfsfólk og gestir koma sama til samveru og styrkja félagsleg tengsl. Skipulögð dagskrá og óformleg samskipti fara þar hönd í hönd. Uppbyggingaráætlun Sjómannadagsráðs til 2040 setur fram skýra framtíðarsýn um þjónustu og búsetu fyrir eldra fólk. Áætlunin er unnin í kjölfar víðtæks samráðs við íbúa, starfsfólk og hagsmunaaðila. Hún er í sífelldri endurskoðun og getur almenningur haft áhrif á hana með því að senda inn athugasemdir á vefsvæði hennar. Áætlunin kallar eftir samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu, nýsköpun og virkni íbúa. Markmiðið er að byggja samfélag þar sem lífsgæði og félagsleg virkni eru í hávegum höfð og allt umhverfi, bæði inni og úti, er hugsað sem heilsueflandi þáttur sem leiðir fólk saman. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs eru því ekki aðeins húsnæði, þeir eru samfélag sem stuðlar að raunverulegum félagsauð. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Geðheilbrigði Mest lesið Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Einsleitir stöndum vér Jón Sigurður Eyjólfsson Bakþankar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Jákvæðir bónusar Jón Kaldal Skoðun Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Skoðun Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Einmanaleiki er flókið fyrirbæri sem á sér mismunandi orsakir. Stundum læðist hann að okkur smám saman, eins og skuggi sem fylgir fallandi sól, en getur líka komið skyndilega og sprottið af aðstæðum sem einstaklingur hefur litla stjórn á. Missir maka, fjölskyldumeðlims eða náins vinar breytir til dæmis daglegu lífi og fjarlægir mikilvæga félagslega stoð. Heilsufarsvandi og færniskerðing, þar sem hreyfing og samfélagsleg virkni verða erfiðari, ýta einnig undir einangrun. Sumir búa einir, langt frá fjölskyldu eða á stöðum þar sem samgöngur eru stopular. Enginn velur einmanaleikann - hann er afleiðing aðstæðna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf fyrr á árinu út skýrslu þar sem meðal annars er fjallað um umfang einmanaleika á heimsvísu og um áhrif hans á heilsu fólks. Samkvæmt skýrslunni upplifir einn af hverjum sex einstaklingum einmanaleika og tengist hann yfir 870.000 dauðsföllum árlega. Rannsóknir sýna að einmanaleiki hefur alvarleg og mikil áhrif á heilsu okkar. Hann eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi, vitrænni skerðingu og ótímabærum dauða. Stofnunin telur að allt að einn af hverjum þremur í hópi eldra fólks upplifi félagslega einangrun. WHO bendir á að sterk félagsleg tengsl bæti ekki aðeins heilsuna, heldur styrki samfélög og dragi úr kostnaði í heilbrigðis- og velferðarkerfum. WHO hvetur ríki heims til að setja félagsleg tengsl í forgang í lýðheilsumálum. Samvera hefur mikil og jákvæð áhrif á heilsu og líðan eldra fólks. Samtal um daginn og veginn eða stutt samverustund getur haft ótrúleg áhrif til hins betra, svo einfalt er það. Hvers kyns samvera í leik og starfi hjálpar til við að styrkja sjálfsmynd fólks, dregur úr kvíða og skapar tilgang í lífinu. Samvera er því ekki bara skemmtun heldur raunveruleg heilbrigðisforvörn sem styrkir einstaklinginn - og þar með samfélagið í heild. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og DAS íbúða eru hannaðir með það að markmiði að byggja upp samfélag þar sem félagsleg tengsl geta myndast og blómstrað. Þar er lögð sérstök áhersla á hlý og notaleg rými sem hvetja fólk til að hitta nágranna, spjalla saman og taka þátt í daglegu lífi. Sameiginlegar stofur, veitingasalir og aðstaða til tómstundastarfs og líkamsræktar eru ekki aukaatriði heldur kjarninn í þjónustunni. Þessir staðir eru vettvangur þar sem íbúar, aðstandendur, starfsfólk og gestir koma sama til samveru og styrkja félagsleg tengsl. Skipulögð dagskrá og óformleg samskipti fara þar hönd í hönd. Uppbyggingaráætlun Sjómannadagsráðs til 2040 setur fram skýra framtíðarsýn um þjónustu og búsetu fyrir eldra fólk. Áætlunin er unnin í kjölfar víðtæks samráðs við íbúa, starfsfólk og hagsmunaaðila. Hún er í sífelldri endurskoðun og getur almenningur haft áhrif á hana með því að senda inn athugasemdir á vefsvæði hennar. Áætlunin kallar eftir samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu, nýsköpun og virkni íbúa. Markmiðið er að byggja samfélag þar sem lífsgæði og félagsleg virkni eru í hávegum höfð og allt umhverfi, bæði inni og úti, er hugsað sem heilsueflandi þáttur sem leiðir fólk saman. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs eru því ekki aðeins húsnæði, þeir eru samfélag sem stuðlar að raunverulegum félagsauð. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs.
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar