Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir og Darri Gunnarsson skrifa 1. desember 2025 09:31 Svín eru hin merkilegustu dýr sem fæst okkar fá að kynnast enda eru þau hulin sjónum okkar, innilokuð við hræðilegar aðstæður. Þau eru með greindustu skepnum, hafa vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau hafa flókna vitsmunagreind, eru félagsverur, mynda tengsl sín á milli, sýna samkennd og tilfinningar í garð annarra. Á síðasta ári skrifuðum við um grísina, bleiku hvolpana. Nú ætlum við að segja ykkur frá gyltunni. Gyltan er umhyggjusöm móðir. Hún gýtur að jafnaði 8-14 grísum í goti. Hún gefur grísum sínum hljóðmerki sem þeir þekkja frá öðrum degi og greina frá öðrum gyltum. Þær gefa frá sér hljóð sem vísindamenn líkja við söngva. Þær s.s. syngja fyrir afkvæmi sín. Gyltur í stærri svínahópum hjálpast að við að sinna grísum og má segja að þær passi hver fyrir aðra þegar þannig stendur á. Við eðlilega aðstæður útbúa gyltur flet eða hreiður þar sem þær sinna grísum sínum af mikilli natni. Hreiðurgerðin er mikilvægur hluti atferlis gyltunnar þegar hún undirbýr got. Hún safnar efni í hreiðrið af miklum ákafa og þegar það er fullbúið róast hún og kemur sér fyrir til að gjóta. Gyltur í búrum sýna tilburði til hreiðurgerðar þrátt fyrir þær ömurlegu aðstæður sem þeim eru búnar. Svín eru frjósöm og þann eiginleika nýtir maðurinn af miskunnarleysi og hörku. Gyltur í verskmiðju búum gjóta að jafnaði tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sínum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við og eðlileg hreyfing þeirra er útilokuð. Þær hafa engin tök á að sinna afkvæmum sínum sem eru aðskilin frá móður sinni og sjúga spena hennar í gegnum rimla. Gylturnar fara aldrei út á þriggja til sex ára langri ævi. Gyltur lifa í um 3-6 ár við þessar aðstæður en þá gefur líkami þeirra sig undan stöðugu álagi. Fætur þeirra eru oft illa farnar eftir áralangt hreyfingarleysi. Við náttúrulegar kringumstæður lifa svín í 15 - 20 ár. Ævi gyltunnar líkur gjarnan í gasklefa þar sem hópur svína er kæfður. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun slíkra klefa þar sem mannshöndin kemur ekki nærri. Matvælastofnun Evrópu vill að hætt verði að deyða svín með þessari miskunnarlausu aðferð þar sem að hún veldur ótta, sársauka og þjáningu. Enginn á að vera hryggur um jólin Kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum um jólin. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Fylgist með á instagram, tiktok og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Darri Gunnarsson verkfræðingur og meðlimur Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Svín eru hin merkilegustu dýr sem fæst okkar fá að kynnast enda eru þau hulin sjónum okkar, innilokuð við hræðilegar aðstæður. Þau eru með greindustu skepnum, hafa vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau hafa flókna vitsmunagreind, eru félagsverur, mynda tengsl sín á milli, sýna samkennd og tilfinningar í garð annarra. Á síðasta ári skrifuðum við um grísina, bleiku hvolpana. Nú ætlum við að segja ykkur frá gyltunni. Gyltan er umhyggjusöm móðir. Hún gýtur að jafnaði 8-14 grísum í goti. Hún gefur grísum sínum hljóðmerki sem þeir þekkja frá öðrum degi og greina frá öðrum gyltum. Þær gefa frá sér hljóð sem vísindamenn líkja við söngva. Þær s.s. syngja fyrir afkvæmi sín. Gyltur í stærri svínahópum hjálpast að við að sinna grísum og má segja að þær passi hver fyrir aðra þegar þannig stendur á. Við eðlilega aðstæður útbúa gyltur flet eða hreiður þar sem þær sinna grísum sínum af mikilli natni. Hreiðurgerðin er mikilvægur hluti atferlis gyltunnar þegar hún undirbýr got. Hún safnar efni í hreiðrið af miklum ákafa og þegar það er fullbúið róast hún og kemur sér fyrir til að gjóta. Gyltur í búrum sýna tilburði til hreiðurgerðar þrátt fyrir þær ömurlegu aðstæður sem þeim eru búnar. Svín eru frjósöm og þann eiginleika nýtir maðurinn af miskunnarleysi og hörku. Gyltur í verskmiðju búum gjóta að jafnaði tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sínum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við og eðlileg hreyfing þeirra er útilokuð. Þær hafa engin tök á að sinna afkvæmum sínum sem eru aðskilin frá móður sinni og sjúga spena hennar í gegnum rimla. Gylturnar fara aldrei út á þriggja til sex ára langri ævi. Gyltur lifa í um 3-6 ár við þessar aðstæður en þá gefur líkami þeirra sig undan stöðugu álagi. Fætur þeirra eru oft illa farnar eftir áralangt hreyfingarleysi. Við náttúrulegar kringumstæður lifa svín í 15 - 20 ár. Ævi gyltunnar líkur gjarnan í gasklefa þar sem hópur svína er kæfður. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun slíkra klefa þar sem mannshöndin kemur ekki nærri. Matvælastofnun Evrópu vill að hætt verði að deyða svín með þessari miskunnarlausu aðferð þar sem að hún veldur ótta, sársauka og þjáningu. Enginn á að vera hryggur um jólin Kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum um jólin. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Fylgist með á instagram, tiktok og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Darri Gunnarsson verkfræðingur og meðlimur Samtaka um dýravelferð.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar