Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Jón Ísak Ragnarsson og Kjartan Kjartansson skrifa 1. desember 2025 07:00 Nýtt merki Þjóoðkirkjunnar er einfalt. Krossinn, tákn upprisunnar á einlitum grunni. Til vinstri er Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands. Þjóðkirkjan Þjóðkirkjan hefur sett í loftið nýja vefsíðu, og er markmiðið að gera þjónustu kirkjunnar sýnilegri og svara spurningum um hlutverk Þjóðkirkjunnar og þá þjónustu sem hún veitir. Þá hefur kirkjan kynnt nýtt merki Þjóðkirkjunnar, sem er einfaldur kross á einlitum grunni. Gamla merki Þjóðkirkjunnar var frá árinu 2003. Auk krossins sýndi það skip, sem er tákn kirkjunnar, og fiskinn sem er fornt tákn um Jesú, aðalpersónu kristinnar trúar. Bæði skipið og fiskurinn eru nú horfin úr merki Þjóðkirkjunnar. Eldra merki Þjóðkirkjunnar með Jesúfisknum undir krossinum. Karl Sigurbjörnsson heitinn, fyrrverandi biskup, átti hugmyndina að merkinu. Jóna Sigríður Þorleifsdóttir, grafískur hönnuður, hannaði merkið.Þjóðkirkjan Fiskurinn er sagður hafa orðið að leynilegu tákni kristinna manna á fyrstu öldum trúarinnar þegar þeir sættu ofsóknum. Ástæðan er sögð sú að á grísku getur orðið fiskur verið skammstöfun fyrir „Jesú krist, guðsson, frelsara“. Táknið hefur verið því stundum verið nefnt „Jesúfiskurinn“. Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni segir að með nýjum vef (kirkjan.is) sé nú í fyrsta sinn hægt að skoða sameiginlegt viðburðardagatal allra kirkna um landið. Þar sé einnig að finna heildstæðan lista yfir kirkjur, kapellur og bænhús Þjóðkirkjunnar. „Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt er tekið saman á einum stað.“ „Þjóðkirkjan leggur áherslu á bæn, boðun og þjónustu en einnig kærleika og nærveru. Í kirkjunni er rými fyrir allar manneskjur, hvort sem fólk leitar í bænina, vill njóta kyrrðar og friðar, fallegrar tónlistar, sálgæslu eða einfaldlega staðar til að vera með gleði sína og sorg,“ segir í tilkynningunni. Kristin gildi séu grunnstoðir samfélagsins „Kristin gildi eru grunnstoðir íslensks samfélags og Þjóðkirkjan vinnur að því að halda þeim á lofti og minna á þau í daglegu starfi og allri þjónustu við fólk. Rannsóknir sýna að samfélag sem sameinast um grunngildi stendur sterkt.“ Á nýrri vefsíðu sé hægt að kynna sér þessi gildi og jafnvel velja þau sem standa manni næst og úr því verði fallegur persónulegur kross. Ný heimasíða leggi auk þess áherslu á þjónustu kirkjunnar við almenning, athafnir, helgihald, sálgæslu, viðburði og helgihald. Þjóðkirkjan sé opin aðgengileg og kærleiksrík Auk þess veðri lögð áhersla á fróðleik um Þjóðkirkjuna, kirkjur landsins, kristna trú, hefðir og venjur sem mótast hafa innan Þjóðkirkjunnar undanfarnar aldir. „Trú er margbreytileg. Þjóðkirkjan á ekki trúna og ber virðingu fyrir ólíkri trúarupplifun fólks og lífsskoðunum. Allar manneskjur eru velkomnar í Þjóðkirkjuna, sem er kærleiksríkur staður sem lætur sig allt mannlegt varða,“ er haft eftir Guðrúnu Karls Helgudóttur biskup. Hún vonar að nýja vefsíðan endurspegli það að Þjóðkirkjan sé opin, aðgengileg og kærleiksrík. Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Gamla merki Þjóðkirkjunnar var frá árinu 2003. Auk krossins sýndi það skip, sem er tákn kirkjunnar, og fiskinn sem er fornt tákn um Jesú, aðalpersónu kristinnar trúar. Bæði skipið og fiskurinn eru nú horfin úr merki Þjóðkirkjunnar. Eldra merki Þjóðkirkjunnar með Jesúfisknum undir krossinum. Karl Sigurbjörnsson heitinn, fyrrverandi biskup, átti hugmyndina að merkinu. Jóna Sigríður Þorleifsdóttir, grafískur hönnuður, hannaði merkið.Þjóðkirkjan Fiskurinn er sagður hafa orðið að leynilegu tákni kristinna manna á fyrstu öldum trúarinnar þegar þeir sættu ofsóknum. Ástæðan er sögð sú að á grísku getur orðið fiskur verið skammstöfun fyrir „Jesú krist, guðsson, frelsara“. Táknið hefur verið því stundum verið nefnt „Jesúfiskurinn“. Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni segir að með nýjum vef (kirkjan.is) sé nú í fyrsta sinn hægt að skoða sameiginlegt viðburðardagatal allra kirkna um landið. Þar sé einnig að finna heildstæðan lista yfir kirkjur, kapellur og bænhús Þjóðkirkjunnar. „Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt er tekið saman á einum stað.“ „Þjóðkirkjan leggur áherslu á bæn, boðun og þjónustu en einnig kærleika og nærveru. Í kirkjunni er rými fyrir allar manneskjur, hvort sem fólk leitar í bænina, vill njóta kyrrðar og friðar, fallegrar tónlistar, sálgæslu eða einfaldlega staðar til að vera með gleði sína og sorg,“ segir í tilkynningunni. Kristin gildi séu grunnstoðir samfélagsins „Kristin gildi eru grunnstoðir íslensks samfélags og Þjóðkirkjan vinnur að því að halda þeim á lofti og minna á þau í daglegu starfi og allri þjónustu við fólk. Rannsóknir sýna að samfélag sem sameinast um grunngildi stendur sterkt.“ Á nýrri vefsíðu sé hægt að kynna sér þessi gildi og jafnvel velja þau sem standa manni næst og úr því verði fallegur persónulegur kross. Ný heimasíða leggi auk þess áherslu á þjónustu kirkjunnar við almenning, athafnir, helgihald, sálgæslu, viðburði og helgihald. Þjóðkirkjan sé opin aðgengileg og kærleiksrík Auk þess veðri lögð áhersla á fróðleik um Þjóðkirkjuna, kirkjur landsins, kristna trú, hefðir og venjur sem mótast hafa innan Þjóðkirkjunnar undanfarnar aldir. „Trú er margbreytileg. Þjóðkirkjan á ekki trúna og ber virðingu fyrir ólíkri trúarupplifun fólks og lífsskoðunum. Allar manneskjur eru velkomnar í Þjóðkirkjuna, sem er kærleiksríkur staður sem lætur sig allt mannlegt varða,“ er haft eftir Guðrúnu Karls Helgudóttur biskup. Hún vonar að nýja vefsíðan endurspegli það að Þjóðkirkjan sé opin, aðgengileg og kærleiksrík.
Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira