Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 1. desember 2025 06:48 Við upphaf aðventunnar voru ákveðin tímamót í Þjóðkirkjunni er ný heimasíða var opnuð. Þetta hljómar ef til vill ekki sem stór frétt í hugum allra því heimasíður eru nú alltaf að opna, en þessi síða markar þó ákveðið upphaf fyrir Þjóðkirkjuna. Kirkja í nútímasamfélagi þarf að hafa alla sína miðla í lagi, jafnt samfélagsmiðla sem og vefsíðu. Þrátt fyrir að prédikunarstóllinn sé mikilvægur og fullt af fólki mæti nú þegar í kirkju er nauðsynlegt fyrir öfluga Þjóðkirkju í sókn að nýta enn fleiri miðla en kirkjurýmið. Því hef ég, ásamt breiðum hópi kirkjufólks, lagt áherslu á að efla alla okkar miðla sem og að láta teikna nýtt merki kirkjunnar og hanna samræmt útlit fyrir allt efni sem frá henni kemur. Við vinnu heimasíðunnar var unnið með mörgum og ólíkum hópum fólks þar sem lagt var upp með að skoða hvað það er sem sameinar okkur. Nóg er um sundrung og skautun í samfélaginu og mikilvægt að Þjóðkirkjan sé sameinandi og bjóði skjól. Að þessari vinnu kom fjölbreyttur hópur fólks úr ólíkum áttum og í ferlinu rákumst við ítrekað á EN:ið þegar fólk var spurt hvort það væri trúað. Þ.e. fólk svaraði gjarnan: „Ég trúi alveg... EN“ eða „Ég er ekki trúuð... EN“. Við sáum því smám saman að í þessu EN:i fælist eitthvað sem ef til vill sameinar fólk, hvort sem það telur sig vera trúað eður ei. Eftir mikla vinnu, rýnihópa, samtöl og vangaveltur komumst við að því að það sem sameinar okkur eru gildi. Þar má nefna gildi eins og kærleika, örlæti, samkennd og von. Allar manneskjur fylgja ákveðnum gildum, hvort sem við erum trúuð eða ekki, og þessi gildi eru í grunninn kristin. Því er nú í boði, á nýrri heimasíðu kirkjunnar, að raða þeim gildum sem þér þykir mikilvægust inn í sjálfan krossinn, tákn kristinnar trúar. Þar með getur þú sameinað trúna og gildin þín. Nýtt merki Nýtt merki kirkjunnar er alls ekki nýtt því það er einfaldlega krossinn, tákn upprisunnar. Merkið er einfalt, kross og nafn Þjóðkirkjunnar á einlitum grunni. Hægt er að birta merkið í nokkrum mismunandi litasamsetningum og möguleiki er á að raða inn í hann þínum persónulegu gildum. Þannig getur þú búið til þinn eigin kross, og hann verður að öllum líkindum þinn eigin um alla tíð – því hægt er að búa til yfir 200 milljónir ólíkar samsetningar. Þjónustan í forgrunni Lagt var upp með að þjónusta kirkjunnar væri í forgrunni þ.e. hvað kirkjan getur gert fyrir þig. Snertifletir almennings við kirkjuna eru í forgrunni s.s. helgihald, athafnir (hjónavígslur, skírnir o.s.frv.), sálgæsla, viðburðir og safnaðarstarf. Þá er á síðunni að finna upplýsingar og fróðleik um kristna trú, skipulag kirkjunnar, upplýsingar um kirkjubyggingar, lýsingu á skrúða og margt fleira. Kirkjur landsins Í fyrsta skipti er heildstæð samantekt á öllum kirkjum, kapellum og bænhúsum safnaða Þjóðkirkjunnar tiltæk á einum stað. Þær eru 360 talsins. Á síðunni eru myndir af öllum þessum byggingum sem og upplýsingar um allar kirkjunnar. Þar má t.d. lesa um hver teiknaði kirkjuna og hverjir smíðuðu, hvað hún tekur margt fólk í sæti, hljóðkerfi, aðgengi og annað er skiptir máli. Á síðu hverrar kirkju má svo sjá hvað er að gerast þar á næstunni. Viðburðadagatal Í kirkjum landsins eru þúsundir viðburða á hverju ári. Fyrir utan helgihald, eldriborgarastarf og barna- og æskulýðsstarf er þar að m.a. að finna öflugt kórstarf, bæna- og leshópa, vina- og prjónahópa, sorgarhópa, einbúakaffi, karlakaffi og kvenfélög og svo mætti lengi telja. Afar öflugt gervigreindardrifið viðburðadagatal Þjóðkirkjunnar er að finna á nýju vefsíðunni. Vélmennið virkar þannig að það les allar heimasíður safnaða Þjóðkirkjunnar, sem og Facebook síður, oft á dag og býr til viðburði inn í dagatalið okkar. Hér er um að ræða byltingu í notkun gervigreindar við kynningarmál hjá kirkju og mun stórbæta aðgengi að upplýsingum um viðburði á vegum kirkjunnar. Verður nú, svo dæmi sé tekið, hægt að finna upplýsingar um allt helgihald yfir hátíðirnar á einum stað. Ekki allt nýtt Þrátt fyrir nýjar áherslur er áfram að finna flest það sem var á gömlu síðunni s.s. sálmarbókarvefinn, upplýsingar um kirkjuárið og yfirskrift Þjóðkirkjunnar er enn: Biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja. Þessi yfirskrift lýsir hlutverki Þjóðkirkjunnar jafn vel nú sem fyrr. Vinnan við þessa nýju heimasíðu og aðra miðla kirkjunnar hefur tekið um það bil eitt ár og hefur gefið okkur snertifleti við svo ótal margt fólk. Markmiðið með þessari vinnu er að sýna betur hve öflug Þjóðkirkjan er og hversu margt fólk kemur þar við sögu. Að fólk finni að Þjóðkirkjan sameinar okkur þrátt fyrir að við séum á ólíkum stöðum í okkar persónulega trúarlífi. Þjóðkirkja sem er til staðar fyrir þig verður að vera sýnileg. Það er hún nú þökk sé öllu því fólki sem hefur unnið hörðum höndum að því að koma þessari síðu í loftið og lagt sitt af mörkum til þess að gera kirkjuna sýnilega í sýndarheimum – sem og í raunheimum. Það er mín von að þú upplifir þig velkomna/velkominn í Þjóðkirkjuna hvar sem þú ert í þinni vegferð og hvort sem snertifletir þínir við kirkjuna eru í gegnum miðla hennar eða við persónulega nálgun. Ég trúi því að öll séum við elskuð börn Guðs og því er kirkja Guðs staður þar sem við öll erum velkomin. Höfundur er biskup Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Karls Helgudóttir Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Við upphaf aðventunnar voru ákveðin tímamót í Þjóðkirkjunni er ný heimasíða var opnuð. Þetta hljómar ef til vill ekki sem stór frétt í hugum allra því heimasíður eru nú alltaf að opna, en þessi síða markar þó ákveðið upphaf fyrir Þjóðkirkjuna. Kirkja í nútímasamfélagi þarf að hafa alla sína miðla í lagi, jafnt samfélagsmiðla sem og vefsíðu. Þrátt fyrir að prédikunarstóllinn sé mikilvægur og fullt af fólki mæti nú þegar í kirkju er nauðsynlegt fyrir öfluga Þjóðkirkju í sókn að nýta enn fleiri miðla en kirkjurýmið. Því hef ég, ásamt breiðum hópi kirkjufólks, lagt áherslu á að efla alla okkar miðla sem og að láta teikna nýtt merki kirkjunnar og hanna samræmt útlit fyrir allt efni sem frá henni kemur. Við vinnu heimasíðunnar var unnið með mörgum og ólíkum hópum fólks þar sem lagt var upp með að skoða hvað það er sem sameinar okkur. Nóg er um sundrung og skautun í samfélaginu og mikilvægt að Þjóðkirkjan sé sameinandi og bjóði skjól. Að þessari vinnu kom fjölbreyttur hópur fólks úr ólíkum áttum og í ferlinu rákumst við ítrekað á EN:ið þegar fólk var spurt hvort það væri trúað. Þ.e. fólk svaraði gjarnan: „Ég trúi alveg... EN“ eða „Ég er ekki trúuð... EN“. Við sáum því smám saman að í þessu EN:i fælist eitthvað sem ef til vill sameinar fólk, hvort sem það telur sig vera trúað eður ei. Eftir mikla vinnu, rýnihópa, samtöl og vangaveltur komumst við að því að það sem sameinar okkur eru gildi. Þar má nefna gildi eins og kærleika, örlæti, samkennd og von. Allar manneskjur fylgja ákveðnum gildum, hvort sem við erum trúuð eða ekki, og þessi gildi eru í grunninn kristin. Því er nú í boði, á nýrri heimasíðu kirkjunnar, að raða þeim gildum sem þér þykir mikilvægust inn í sjálfan krossinn, tákn kristinnar trúar. Þar með getur þú sameinað trúna og gildin þín. Nýtt merki Nýtt merki kirkjunnar er alls ekki nýtt því það er einfaldlega krossinn, tákn upprisunnar. Merkið er einfalt, kross og nafn Þjóðkirkjunnar á einlitum grunni. Hægt er að birta merkið í nokkrum mismunandi litasamsetningum og möguleiki er á að raða inn í hann þínum persónulegu gildum. Þannig getur þú búið til þinn eigin kross, og hann verður að öllum líkindum þinn eigin um alla tíð – því hægt er að búa til yfir 200 milljónir ólíkar samsetningar. Þjónustan í forgrunni Lagt var upp með að þjónusta kirkjunnar væri í forgrunni þ.e. hvað kirkjan getur gert fyrir þig. Snertifletir almennings við kirkjuna eru í forgrunni s.s. helgihald, athafnir (hjónavígslur, skírnir o.s.frv.), sálgæsla, viðburðir og safnaðarstarf. Þá er á síðunni að finna upplýsingar og fróðleik um kristna trú, skipulag kirkjunnar, upplýsingar um kirkjubyggingar, lýsingu á skrúða og margt fleira. Kirkjur landsins Í fyrsta skipti er heildstæð samantekt á öllum kirkjum, kapellum og bænhúsum safnaða Þjóðkirkjunnar tiltæk á einum stað. Þær eru 360 talsins. Á síðunni eru myndir af öllum þessum byggingum sem og upplýsingar um allar kirkjunnar. Þar má t.d. lesa um hver teiknaði kirkjuna og hverjir smíðuðu, hvað hún tekur margt fólk í sæti, hljóðkerfi, aðgengi og annað er skiptir máli. Á síðu hverrar kirkju má svo sjá hvað er að gerast þar á næstunni. Viðburðadagatal Í kirkjum landsins eru þúsundir viðburða á hverju ári. Fyrir utan helgihald, eldriborgarastarf og barna- og æskulýðsstarf er þar að m.a. að finna öflugt kórstarf, bæna- og leshópa, vina- og prjónahópa, sorgarhópa, einbúakaffi, karlakaffi og kvenfélög og svo mætti lengi telja. Afar öflugt gervigreindardrifið viðburðadagatal Þjóðkirkjunnar er að finna á nýju vefsíðunni. Vélmennið virkar þannig að það les allar heimasíður safnaða Þjóðkirkjunnar, sem og Facebook síður, oft á dag og býr til viðburði inn í dagatalið okkar. Hér er um að ræða byltingu í notkun gervigreindar við kynningarmál hjá kirkju og mun stórbæta aðgengi að upplýsingum um viðburði á vegum kirkjunnar. Verður nú, svo dæmi sé tekið, hægt að finna upplýsingar um allt helgihald yfir hátíðirnar á einum stað. Ekki allt nýtt Þrátt fyrir nýjar áherslur er áfram að finna flest það sem var á gömlu síðunni s.s. sálmarbókarvefinn, upplýsingar um kirkjuárið og yfirskrift Þjóðkirkjunnar er enn: Biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja. Þessi yfirskrift lýsir hlutverki Þjóðkirkjunnar jafn vel nú sem fyrr. Vinnan við þessa nýju heimasíðu og aðra miðla kirkjunnar hefur tekið um það bil eitt ár og hefur gefið okkur snertifleti við svo ótal margt fólk. Markmiðið með þessari vinnu er að sýna betur hve öflug Þjóðkirkjan er og hversu margt fólk kemur þar við sögu. Að fólk finni að Þjóðkirkjan sameinar okkur þrátt fyrir að við séum á ólíkum stöðum í okkar persónulega trúarlífi. Þjóðkirkja sem er til staðar fyrir þig verður að vera sýnileg. Það er hún nú þökk sé öllu því fólki sem hefur unnið hörðum höndum að því að koma þessari síðu í loftið og lagt sitt af mörkum til þess að gera kirkjuna sýnilega í sýndarheimum – sem og í raunheimum. Það er mín von að þú upplifir þig velkomna/velkominn í Þjóðkirkjuna hvar sem þú ert í þinni vegferð og hvort sem snertifletir þínir við kirkjuna eru í gegnum miðla hennar eða við persónulega nálgun. Ég trúi því að öll séum við elskuð börn Guðs og því er kirkja Guðs staður þar sem við öll erum velkomin. Höfundur er biskup Íslands
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun