3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2025 12:02 Samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg nýttu 16.629 börn af alls 20.489 börnum í borginni frístundakortið að einhverju leyti á síðasta ári en meðal nýting kortsins á síðasta ári var 81%. Það þýðir að 19% barna nýttu ekki styrkinn, sem nemur 75 þúsundum króna á hvert barn, 6-18 ára. Hvað veldur? Vilja þau bara ekki taka þátt? Eru þau löt og áhugalaus eða eru aðrar ástæður fyrir því að þau taka ekki þátt? Getur e.t.v. verið að fjárhagslegar og félagslegar ástæður hamli þátttöku þeirra í íþróttum eða öðru skipulögðu tómstundastarfi? Börn og ungmenni sem koma frá tekjulágum heimilum, eiga einstætt foreldri, eru af erlendum uppruna eða búa við fötlun? Það er umhugsunarefni, fyrir öll sem er annt um velferð og líðan barna, að svona stór hópur barna og ungmenna í stærsta sveitarfélagi landsins sitji eftir. Börnin sem geta ekki verið með Í nýlegum niðurstöðum rannsóknar Vörðu, rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins,á stöðu launafólks á Ísland meðal félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB kemur fram að tæplega helmingur launafólks innan þessara félaga sem er með heimilistekjur undir 499 þúsund krónum á mánuði býr við skort eða verulegan skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Hlutfallið er líka hátt meðal þeirra sem eru með heimilistekjur á bilinu 500-749 þúsund eða 41% og á bilinu 750-999 þúsund eða 29%. Fram kemur að mun algengara er að tekjulægri heimili hafi, vegna fjárskorts síðustu 12 mánuði, ekki haft efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. Þannig getur helmingur foreldra með heimilistekjur undir hálfri milljón á mánuði ekki greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna, rúmur helmingur getur svo ekki greitt kostnað við að halda afmæli fyrir börnin sín eða gefið þeim jóla- og eða afmælisgjafir. Ef barn býr á heimili sem foreldri getur ekki greitt fyrir félagslíf eða afmæli eru ekki til fjármunir til að borga fyrir skipulagt tómstundastarf, þrátt fyrir meðgjöf. Það barn situr eftir. Frístundastyrkurinn ekki bara fjárhagsleg hvatning Félagsfræðingarnir Baumeister og Leary settu fram kenningu „um þörfina fyrir “að tilheyra“ árið 1995 en tilgátan um þörfina fyrir að tilheyra felur í sér að einstaklingurinn hefur mikla þörf fyrir að mynda og viðhalda varanlegum og jákvæðum mannlegum samskiptum. Tvö skilyrði þarf að uppfylla, annars vegar er það þörfin fyrir samfelld og ánægjuleg samskipti við nokkra aðila. Hins vegar þurfa samskiptin að hafa jákvæð áhrif á velferð þeirra. Frístundastyrkurinn er ekki bara fjárhagslegur stuðningur við börn og barnafjölskyldur heldur líka leið til að efla félagsleg tengsl, hvetja til hreyfingar í heilbrigðu umhverfi eða ýta undir skapandi hæfileika barna og ungmenna. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Í Íslensku æskulýðs rannsókninni kemur fram að þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyri ekki í skólanum sínum og fimmtungur íslenskra barna ekki heldur. Að tilheyra ekki skólanum sínum, ná ekki mynda félagsleg tengsl getur ýtt undir félagslega einangrun, andlega vanlíðan og mögulega andfélagslegrar hegðunar, neyslu vímuefna og jafnvel afbrota. Sóknarfæri mikil í valdefla börn til þátttöku Foreldrar vita hversu dýrt það er að vera með börn og ungmenni í skipulögðu tómstundastarfi enda margvíslegur auka kostnaður sem fellur til, auk æfingagjalda. Við þau bætist kostnaður við ferðalög, æfingabúnað og mótagjöld, en fjölmiðlaumfjöllun í haust sýndi fram á allt að milljón krónur í útgjöld á ári fyrir barnmargar fjölskyldur. Börn sem koma frá tekjulágum heimilum, börn sem eiga einstætt foreldri, börn sem eru af erlendum uppruna eða eru fötluð, eins og rannsókn Vörðu gefur vísbendingar um, eru ólíklegri að nýta frístundastyrkinn ef helmingur foreldra þeirra hefur ekki efni á að borga félagsstarf barna sinna. Við viljum ekki að börn sitji eftir, því skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er svo mikilvægt til að börnum líði eins og þau séu hluti af hópnum, að þau nái að tilheyra. Í stað þess að horfa á nýtinguna þarf að snúa við gleraugunum við og spyrja sig, hvar eru börnin sem ekki nýta frístundastyrkinn sinn? Hvaða ástæður liggja að baki að hann sé ekki nýttur? Eru það félagslegar eða fjárhagslegar eða jafnvel hvort tveggja. Þá þarf að hafa plan því enginn vill verða barnið sem situr eftir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg nýttu 16.629 börn af alls 20.489 börnum í borginni frístundakortið að einhverju leyti á síðasta ári en meðal nýting kortsins á síðasta ári var 81%. Það þýðir að 19% barna nýttu ekki styrkinn, sem nemur 75 þúsundum króna á hvert barn, 6-18 ára. Hvað veldur? Vilja þau bara ekki taka þátt? Eru þau löt og áhugalaus eða eru aðrar ástæður fyrir því að þau taka ekki þátt? Getur e.t.v. verið að fjárhagslegar og félagslegar ástæður hamli þátttöku þeirra í íþróttum eða öðru skipulögðu tómstundastarfi? Börn og ungmenni sem koma frá tekjulágum heimilum, eiga einstætt foreldri, eru af erlendum uppruna eða búa við fötlun? Það er umhugsunarefni, fyrir öll sem er annt um velferð og líðan barna, að svona stór hópur barna og ungmenna í stærsta sveitarfélagi landsins sitji eftir. Börnin sem geta ekki verið með Í nýlegum niðurstöðum rannsóknar Vörðu, rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins,á stöðu launafólks á Ísland meðal félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB kemur fram að tæplega helmingur launafólks innan þessara félaga sem er með heimilistekjur undir 499 þúsund krónum á mánuði býr við skort eða verulegan skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Hlutfallið er líka hátt meðal þeirra sem eru með heimilistekjur á bilinu 500-749 þúsund eða 41% og á bilinu 750-999 þúsund eða 29%. Fram kemur að mun algengara er að tekjulægri heimili hafi, vegna fjárskorts síðustu 12 mánuði, ekki haft efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. Þannig getur helmingur foreldra með heimilistekjur undir hálfri milljón á mánuði ekki greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna, rúmur helmingur getur svo ekki greitt kostnað við að halda afmæli fyrir börnin sín eða gefið þeim jóla- og eða afmælisgjafir. Ef barn býr á heimili sem foreldri getur ekki greitt fyrir félagslíf eða afmæli eru ekki til fjármunir til að borga fyrir skipulagt tómstundastarf, þrátt fyrir meðgjöf. Það barn situr eftir. Frístundastyrkurinn ekki bara fjárhagsleg hvatning Félagsfræðingarnir Baumeister og Leary settu fram kenningu „um þörfina fyrir “að tilheyra“ árið 1995 en tilgátan um þörfina fyrir að tilheyra felur í sér að einstaklingurinn hefur mikla þörf fyrir að mynda og viðhalda varanlegum og jákvæðum mannlegum samskiptum. Tvö skilyrði þarf að uppfylla, annars vegar er það þörfin fyrir samfelld og ánægjuleg samskipti við nokkra aðila. Hins vegar þurfa samskiptin að hafa jákvæð áhrif á velferð þeirra. Frístundastyrkurinn er ekki bara fjárhagslegur stuðningur við börn og barnafjölskyldur heldur líka leið til að efla félagsleg tengsl, hvetja til hreyfingar í heilbrigðu umhverfi eða ýta undir skapandi hæfileika barna og ungmenna. Þátttakan styrkir samskipti og myndun félagslegra tengsla við aðra krakka, börn verða hluti af stærri og fjölbreyttari vinahópi og mynda stærra tengslanet. Við viljum öll tilheyra hópi, vera virkir samfélagsþegnar og vaxa í umhverfi sem okkur líður vel. Í Íslensku æskulýðs rannsókninni kemur fram að þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyri ekki í skólanum sínum og fimmtungur íslenskra barna ekki heldur. Að tilheyra ekki skólanum sínum, ná ekki mynda félagsleg tengsl getur ýtt undir félagslega einangrun, andlega vanlíðan og mögulega andfélagslegrar hegðunar, neyslu vímuefna og jafnvel afbrota. Sóknarfæri mikil í valdefla börn til þátttöku Foreldrar vita hversu dýrt það er að vera með börn og ungmenni í skipulögðu tómstundastarfi enda margvíslegur auka kostnaður sem fellur til, auk æfingagjalda. Við þau bætist kostnaður við ferðalög, æfingabúnað og mótagjöld, en fjölmiðlaumfjöllun í haust sýndi fram á allt að milljón krónur í útgjöld á ári fyrir barnmargar fjölskyldur. Börn sem koma frá tekjulágum heimilum, börn sem eiga einstætt foreldri, börn sem eru af erlendum uppruna eða eru fötluð, eins og rannsókn Vörðu gefur vísbendingar um, eru ólíklegri að nýta frístundastyrkinn ef helmingur foreldra þeirra hefur ekki efni á að borga félagsstarf barna sinna. Við viljum ekki að börn sitji eftir, því skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er svo mikilvægt til að börnum líði eins og þau séu hluti af hópnum, að þau nái að tilheyra. Í stað þess að horfa á nýtinguna þarf að snúa við gleraugunum við og spyrja sig, hvar eru börnin sem ekki nýta frístundastyrkinn sinn? Hvaða ástæður liggja að baki að hann sé ekki nýttur? Eru það félagslegar eða fjárhagslegar eða jafnvel hvort tveggja. Þá þarf að hafa plan því enginn vill verða barnið sem situr eftir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun