Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar 30. nóvember 2025 07:02 Stafrænt ofbeldi rænir þolendur öryggi — hvar sem þeir eru og hvert sem þeir fara. Gerendur ofbeldis leita stöðugt nýrra leiða til að ganga lengra í stjórn og hrellingum, og stafrænar tæknilausnir hafa opnað áður óþekkt tækifæri til að beita ofbeldi og eftirliti. Nauðungarstjórnun (coercive control) er kerfisbundið, endurtekið og stýrandi ofbeldi þar sem gerandinn nýtir ýmsar leiðir til að taka yfir líf þolandans. Vegna stöðugrar hræðslu við afleiðingarnar forgangsraða þolendur oft þörfum og kröfum gerandans fram yfir eigið öryggi — stundum án þess að gera sér fulla grein fyrir því. Í Bjarkarhlíð sjáum við allt of oft að þolendur geta ekki mætt í viðtöl á eigin bíl eða þurfa að skilja síma eftir á „samþykktum“ stöðum, eins og heima eða á vinnustað — þeim stöðum þar sem gerandi samykkir. Þannig stuðlar gerandinn að einangrun og bjargarleysi. Þolendur greina frá því að þeir þori hvorki að hringja né senda skilaboð til aðila sem gætu stutt þá, af ótta við að gerandinn sjái samskiptin og refsi þeim. Sá ótti er ekki ástæðulaus. Gerendur geta afritað síma, fylgst með staðsetningu, hlerað símtöl, skilaboð og tölvupósta, og jafnvel sent skilaboð eða birt efni í nafni þolandans. Þeir nýta einnig viðkvæmar myndir eða myndefni — raunverulegt eða falsað — til að ala á ótta og viðhalda stjórn. Þróun stafræna lausna felur í sér bæði tækifæri og hættu. Hún getur umbreytt lífum og hagkerfum, en á sama tíma styrkt neikvæða hegðun gerenda og skert öryggi þolenda, sérstaklega kvenna og stúlkna, og þannig styrkt úrelt og rótgróin valdakerfi. Aukin útbreiðsla internetsins, hröð dreifing upplýsinga og samfélagsmiðlar hafa gert stafrænt ofbeldi að alvarlegu alþjóðlegu vandamáli með bæði samfélagslegum og oft efnahagslegum afleiðingum fyrir þolendur. Rannsóknir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýna að ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og talið er að ein af hverjum tíu konum hafi upplifað stafrænt ofbeldi allt frá 15 ára aldri. Þar sem netaðgangur er orðinn grunnforsenda bæði tækifæra og mannréttinda er brýnt að stafrænt rými sé öruggt og valdeflandi fyrir alla — þar á meðal konur og stúlkur. Tæknin hefur einnig áhrif á hvernig við upplifum kynverund okkar. Kynlífstengd samskipti í stafrænu rými hafa aukist og mörkin á milli samþykktra og ósamþykktra samskipta geta verið óljós. Þetta skapar hættu á þrýstingi, áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Í ársskýrslu Bjarkarhlíðar fyrir árið 2024 var bent á niðurstöður Dr. Jane Monckton Smith um þrjá áhættuþætti sem geta bent til lífshættulegrar stigmögnunar í ofbeldissamböndum: kyrkingartök, kynferðislegt ofbeldi og eltihrellihegðun. Úttekt Bjarkarhlíðar sýndi að 35 einstaklingar, eða 4,7% þeirra sem leituðu til okkar, höfðu orðið fyrir öllum þessum þremur tegundum ofbeldis samtímis — og eltihrellihegðun birtist sífellt oftar í stafrænu formi. Auk þess greindu 22% þjónustunotenda frá stafrænu ofbeldi. Slíkar aðstæður takmarka líf þolenda mjög: margir upplifa sig stöðugt undir eftirliti, geta ekki slakað á og tæki sem venjulega auka öryggi umbreytast í ógnartól. Snjalltæki eru stundum hökkuð, staðsetningarbúnaður settur upp og gerendur finna sífellt nýjar leiðir til að hafa samband eða valda skaða — jafnvel eftir sambandslit. Dæmi eru um að gerendur opni bílrúður að næturlagi til að rigni eða fenni inn í bíla þolenda, eða sendi skilaboð með smágreiðslum í forritum eins og Aur þegar aðrir samskiptamiðlar hafa verið lokaðir. Hræðsla er algeng og eðlileg tilfinning eftir að ofbeldissambandi lýkur. Óttinn við að ofbeldið versni er raunverulegur, og oft er hættulegasti tíminn þegar þolandi fer frá gerandanum. Hótanir, ótti um börn og fjölskyldu og stöðug árvekni yfir því hvað gerandinn gæti gert fylgir mörgum löngu eftir sambandsslitið. Óttinn birtist í svefni, samskiptum, líkamlegum viðbrögðum þar sem þolandinn þarf að vera í sífelldri árvekni og í því að líta um öxl. Kvíði verður bæði sálrænt og líkamlegt ástand sem fylgir einstaklingum eins og skuggi. Það er heldur ekki óalgengt að þolendur kenni sjálfum sér um ofbeldið, upplifi sjálfsásökun og sektarkennd. Gerendur nýta sér þetta og ýta undir þessar hugsanir með því að varpa ábyrgð yfir á þolandann og kenna honum um ofbeldið sem hann verður fyrir. Okkar hlutverk sem samfélags er að bregðast við þessari ógn og senda skýr skilaboð um að ofbeldi — stafrænt eða annars konar — sé aldrei liðið. Höfundur er teymisstýra Bjarkarhlíðar Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi Kynbundið ofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Stafrænt ofbeldi rænir þolendur öryggi — hvar sem þeir eru og hvert sem þeir fara. Gerendur ofbeldis leita stöðugt nýrra leiða til að ganga lengra í stjórn og hrellingum, og stafrænar tæknilausnir hafa opnað áður óþekkt tækifæri til að beita ofbeldi og eftirliti. Nauðungarstjórnun (coercive control) er kerfisbundið, endurtekið og stýrandi ofbeldi þar sem gerandinn nýtir ýmsar leiðir til að taka yfir líf þolandans. Vegna stöðugrar hræðslu við afleiðingarnar forgangsraða þolendur oft þörfum og kröfum gerandans fram yfir eigið öryggi — stundum án þess að gera sér fulla grein fyrir því. Í Bjarkarhlíð sjáum við allt of oft að þolendur geta ekki mætt í viðtöl á eigin bíl eða þurfa að skilja síma eftir á „samþykktum“ stöðum, eins og heima eða á vinnustað — þeim stöðum þar sem gerandi samykkir. Þannig stuðlar gerandinn að einangrun og bjargarleysi. Þolendur greina frá því að þeir þori hvorki að hringja né senda skilaboð til aðila sem gætu stutt þá, af ótta við að gerandinn sjái samskiptin og refsi þeim. Sá ótti er ekki ástæðulaus. Gerendur geta afritað síma, fylgst með staðsetningu, hlerað símtöl, skilaboð og tölvupósta, og jafnvel sent skilaboð eða birt efni í nafni þolandans. Þeir nýta einnig viðkvæmar myndir eða myndefni — raunverulegt eða falsað — til að ala á ótta og viðhalda stjórn. Þróun stafræna lausna felur í sér bæði tækifæri og hættu. Hún getur umbreytt lífum og hagkerfum, en á sama tíma styrkt neikvæða hegðun gerenda og skert öryggi þolenda, sérstaklega kvenna og stúlkna, og þannig styrkt úrelt og rótgróin valdakerfi. Aukin útbreiðsla internetsins, hröð dreifing upplýsinga og samfélagsmiðlar hafa gert stafrænt ofbeldi að alvarlegu alþjóðlegu vandamáli með bæði samfélagslegum og oft efnahagslegum afleiðingum fyrir þolendur. Rannsóknir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýna að ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og talið er að ein af hverjum tíu konum hafi upplifað stafrænt ofbeldi allt frá 15 ára aldri. Þar sem netaðgangur er orðinn grunnforsenda bæði tækifæra og mannréttinda er brýnt að stafrænt rými sé öruggt og valdeflandi fyrir alla — þar á meðal konur og stúlkur. Tæknin hefur einnig áhrif á hvernig við upplifum kynverund okkar. Kynlífstengd samskipti í stafrænu rými hafa aukist og mörkin á milli samþykktra og ósamþykktra samskipta geta verið óljós. Þetta skapar hættu á þrýstingi, áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Í ársskýrslu Bjarkarhlíðar fyrir árið 2024 var bent á niðurstöður Dr. Jane Monckton Smith um þrjá áhættuþætti sem geta bent til lífshættulegrar stigmögnunar í ofbeldissamböndum: kyrkingartök, kynferðislegt ofbeldi og eltihrellihegðun. Úttekt Bjarkarhlíðar sýndi að 35 einstaklingar, eða 4,7% þeirra sem leituðu til okkar, höfðu orðið fyrir öllum þessum þremur tegundum ofbeldis samtímis — og eltihrellihegðun birtist sífellt oftar í stafrænu formi. Auk þess greindu 22% þjónustunotenda frá stafrænu ofbeldi. Slíkar aðstæður takmarka líf þolenda mjög: margir upplifa sig stöðugt undir eftirliti, geta ekki slakað á og tæki sem venjulega auka öryggi umbreytast í ógnartól. Snjalltæki eru stundum hökkuð, staðsetningarbúnaður settur upp og gerendur finna sífellt nýjar leiðir til að hafa samband eða valda skaða — jafnvel eftir sambandslit. Dæmi eru um að gerendur opni bílrúður að næturlagi til að rigni eða fenni inn í bíla þolenda, eða sendi skilaboð með smágreiðslum í forritum eins og Aur þegar aðrir samskiptamiðlar hafa verið lokaðir. Hræðsla er algeng og eðlileg tilfinning eftir að ofbeldissambandi lýkur. Óttinn við að ofbeldið versni er raunverulegur, og oft er hættulegasti tíminn þegar þolandi fer frá gerandanum. Hótanir, ótti um börn og fjölskyldu og stöðug árvekni yfir því hvað gerandinn gæti gert fylgir mörgum löngu eftir sambandsslitið. Óttinn birtist í svefni, samskiptum, líkamlegum viðbrögðum þar sem þolandinn þarf að vera í sífelldri árvekni og í því að líta um öxl. Kvíði verður bæði sálrænt og líkamlegt ástand sem fylgir einstaklingum eins og skuggi. Það er heldur ekki óalgengt að þolendur kenni sjálfum sér um ofbeldið, upplifi sjálfsásökun og sektarkennd. Gerendur nýta sér þetta og ýta undir þessar hugsanir með því að varpa ábyrgð yfir á þolandann og kenna honum um ofbeldið sem hann verður fyrir. Okkar hlutverk sem samfélags er að bregðast við þessari ógn og senda skýr skilaboð um að ofbeldi — stafrænt eða annars konar — sé aldrei liðið. Höfundur er teymisstýra Bjarkarhlíðar Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar