Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2025 15:32 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, segir lýðræðið í húfi. Vísir/Arnar Formaður Blaðamannafélags Íslands segir lýðræðið í húfi ef staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi verði ekki styrkt. Menntamálaráðherra hyggst kynna aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í næstu viku og sammælast þau um að ekki þurfi einungis breytingar á rekstri heldur einnig hugarfarsbreytingu hjá almenningi. Í gær var greint frá ákvörðun stjórnar Sýnar um að kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verði ekki lengur um helgar. Í tilkynningunni var haft eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að einkareknir miðlar búi við verulega skakka samkeppnisstöðu gagnvart Ríkisútvarpinu, erlendum efnisveitum og samfélagsmiðlum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að breytingin væri birtingarmynd alvarlegrar stöðu fjölmiðla. Hún tekur undir að lýðræðið sé í húfi. „Lýðræðisleg umræða byggir á því að almenningur sé upplýstur. Við fáum ekki sannar réttar upplýsingar frá valdafólki í gegnum Facebook-statusana þeirra. Við fjölmiðlar þurfum að vera til staðar til að geta spurt erfiðra spurninga og krafist svara.“ Milljarðar sem fara beint til tæknirisa „Rekstrarumhverfið hefur gjörbreyst með tilkomu tæknirisanna. Helmingur af öllu auglýsingafé, örugglega meira í dag, fer úr landi og við erum að tala um tíu til fimmtán milljarða á ári. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ segir Sigríður Dögg. Blaðamannafélagið hafi lagt mikla áherslu á skattlagningu tæknirisanna og að nýta þann skatt til að styrkja einkarekna miðla. Hún bendir á að á Norðurlöndum, sem Íslendingar bera sig ítrekað saman við, ríki þverpólitísk og þversamfélagsleg sátt um styrki til einkarekinna miðla. „Þar er talað um að þetta séu ekki rekstrarstyrkir til einkafyrirtækja, þetta eru lýðræðisstyrkir í þágu borgaranna,“ segir hún og bendir á að ekki þurfi einungis breytingar á kerfinu heldur einnig hugarfarsbreytingar. Þurfi hugarfarsbreytingu Logi Einarsson menningarmálaráðherra tók einnig fram að ráðast þyrfti í hugarfarsbreytingu samhliða aðgerðapakka sem hann hyggst kynna fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Við erum búin að vera að horfa á þróun í rúman áratug sem hefur bara verið á einn veg, það er þessi alþjóðlega samkeppni og innlend tækni sem hefur gert erlendum fjölmiðlum erfitt fyrir. Við höfum frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir ellefu mánuðum unnið sleitulaust að því að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta mun enn frekar hvetja okkur til dáða, ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku,“ segir Logi. „Fimmtíu prósent af öllu auglýsingafé hverfur úr landi, sjötíu prósent landsmanna er áskrifandi að Netflix á meðan einungis fimmtán prósent landsmanna lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir að kaupa aðgang að fréttum. Þannig að það þarf tvennt að koma til, öflugur aðgerðapakki hjá stjórnvöldum og hugarfarsbreyting hjá almenningi.“ Sigríður Dögg segir aðgerðapakkann koma á ögurstundi og vonar að hann innihaldi raunverulegar fjármagnaðar aðgerðir en ekki orð á blaði. „Það er ekki bara sótt að fjölmiðlum rekstrarlega séð heldur höfum við séð að það er ráðist að fjölmiðlum og blaðamönnum úr öllum áttum, bæði af innlendum valdamönnum og fyrirtækjum þannig að þetta er ekki bara spurning um fjármagn heldur líka viðhorf,“ segir hún. Íslensk fyrirtæki líti í eigin barm Sigríður Dögg segir málið ekki einungis varða stjórnvöld heldur þurfi íslensk fyrirtæki einnig að líta í eigin barm. „Við erum líka að tala um að fyrirtæki þurfi að auglýsa hjá íslenskum fjölmiðlum í miklu meira mæli og jafnvel líta á það sem einhverja samfélagslega skyldu sína,“ segir hún. „Við þurfum líka að biðla til fyrirtækja að kaupa áskriftir að fréttamiðlum fyrir sitt starfsfólk til að styðja fjölmiðla og almenningur þarf líka að gerast áskrifandi að miðlum. Þetta eru grunnatriðin til viðbótar við beina styrki frá stjórnvöldum.“ Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Sýn Kvöldfréttir Samfélagsmiðlar Meta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Sjá meira
Í gær var greint frá ákvörðun stjórnar Sýnar um að kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verði ekki lengur um helgar. Í tilkynningunni var haft eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að einkareknir miðlar búi við verulega skakka samkeppnisstöðu gagnvart Ríkisútvarpinu, erlendum efnisveitum og samfélagsmiðlum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að breytingin væri birtingarmynd alvarlegrar stöðu fjölmiðla. Hún tekur undir að lýðræðið sé í húfi. „Lýðræðisleg umræða byggir á því að almenningur sé upplýstur. Við fáum ekki sannar réttar upplýsingar frá valdafólki í gegnum Facebook-statusana þeirra. Við fjölmiðlar þurfum að vera til staðar til að geta spurt erfiðra spurninga og krafist svara.“ Milljarðar sem fara beint til tæknirisa „Rekstrarumhverfið hefur gjörbreyst með tilkomu tæknirisanna. Helmingur af öllu auglýsingafé, örugglega meira í dag, fer úr landi og við erum að tala um tíu til fimmtán milljarða á ári. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ segir Sigríður Dögg. Blaðamannafélagið hafi lagt mikla áherslu á skattlagningu tæknirisanna og að nýta þann skatt til að styrkja einkarekna miðla. Hún bendir á að á Norðurlöndum, sem Íslendingar bera sig ítrekað saman við, ríki þverpólitísk og þversamfélagsleg sátt um styrki til einkarekinna miðla. „Þar er talað um að þetta séu ekki rekstrarstyrkir til einkafyrirtækja, þetta eru lýðræðisstyrkir í þágu borgaranna,“ segir hún og bendir á að ekki þurfi einungis breytingar á kerfinu heldur einnig hugarfarsbreytingar. Þurfi hugarfarsbreytingu Logi Einarsson menningarmálaráðherra tók einnig fram að ráðast þyrfti í hugarfarsbreytingu samhliða aðgerðapakka sem hann hyggst kynna fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Við erum búin að vera að horfa á þróun í rúman áratug sem hefur bara verið á einn veg, það er þessi alþjóðlega samkeppni og innlend tækni sem hefur gert erlendum fjölmiðlum erfitt fyrir. Við höfum frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir ellefu mánuðum unnið sleitulaust að því að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta mun enn frekar hvetja okkur til dáða, ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku,“ segir Logi. „Fimmtíu prósent af öllu auglýsingafé hverfur úr landi, sjötíu prósent landsmanna er áskrifandi að Netflix á meðan einungis fimmtán prósent landsmanna lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir að kaupa aðgang að fréttum. Þannig að það þarf tvennt að koma til, öflugur aðgerðapakki hjá stjórnvöldum og hugarfarsbreyting hjá almenningi.“ Sigríður Dögg segir aðgerðapakkann koma á ögurstundi og vonar að hann innihaldi raunverulegar fjármagnaðar aðgerðir en ekki orð á blaði. „Það er ekki bara sótt að fjölmiðlum rekstrarlega séð heldur höfum við séð að það er ráðist að fjölmiðlum og blaðamönnum úr öllum áttum, bæði af innlendum valdamönnum og fyrirtækjum þannig að þetta er ekki bara spurning um fjármagn heldur líka viðhorf,“ segir hún. Íslensk fyrirtæki líti í eigin barm Sigríður Dögg segir málið ekki einungis varða stjórnvöld heldur þurfi íslensk fyrirtæki einnig að líta í eigin barm. „Við erum líka að tala um að fyrirtæki þurfi að auglýsa hjá íslenskum fjölmiðlum í miklu meira mæli og jafnvel líta á það sem einhverja samfélagslega skyldu sína,“ segir hún. „Við þurfum líka að biðla til fyrirtækja að kaupa áskriftir að fréttamiðlum fyrir sitt starfsfólk til að styðja fjölmiðla og almenningur þarf líka að gerast áskrifandi að miðlum. Þetta eru grunnatriðin til viðbótar við beina styrki frá stjórnvöldum.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Sýn Kvöldfréttir Samfélagsmiðlar Meta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Sjá meira